Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 23

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 23
„Þegar niðurstöður úr hvalatalningu í Norður-Atlantshafl liggja fyrir er ég ekki í nokkrum vafa um að þekking okkar verður á allt öðru stigi hvað varðar hvalamergð þar miðað við það sem áður var.“ ur ekki þurft að skrifa eina ein- ustu svarta skýrslu um síldveið- ar þessi ár og það tel ég vera vegna þess að stjórnvöld hafa farið í einu og öílu eftir þeim ráðleggingum sem við höfum lagt fram. Núna kosta sjálfar síld- veiðamar nánast ekki neitt. Síld- in er tekin á mjög ódýran hátt inni á fjörðum. Aflinn er nánast allur arður og fýrst og fremst gróði og það er það sem við sækjumst eftir. Ef hins vegar menn hefðu trúað því að svo mikil síld væri í sjónum að það væri hægt að stunda síldveiðar óhindrað er ég ekki í neinum vafa um að síldveiðar væru óarðbærar ef þær væru þá yflr- leitt stundaðar nú. Þetta eru tvö glögg dæmi um að þegar farið heftír verið eftir ráðleggingum okkar heflir það verið til mikilla hagsbóta fýrir sjávarútveginn og íslensku þjóðina." — Mér finnst ég ekki geta talað svo við forstjóra Haf- rannsóknarstofnunar að ég spyrji ekki einnig um við- kvæmasta og umdeildasta at- vinnuveginn, það er hval- veiðamar. Hvað viltu segja um þær og hvalarannsóknir? Erum við á réttri leið? „Ég held við séum á réttri leið. í>að heftir alltaf verið litið á hvalastofna sem nýtanlega auð- lind. Það sem á hefur skort á undanförnum árum er einfald- lega það að við höfum ekki lagt nærri nógu mikið í hvalarann- sóknir. Úr þessu hefur nú verið bætt og við höfúm tekið forystu um hvalarannsóknir á Atlants- hafi. íslendingar eru sú þjóð sem heftir skipulagt rannsóknir sínar langbest og fengið aðrar þjóðir með sér í þetta starf, þannig að við erum orðnir for- ystuþjóð í hvalarannsóknum. Við drifum í því á síðasta sumri að stunda hér gríðarlega um- fangsmiklar hvalatalningar I Norður-Atlantshafi. Það ber þó þann skugga á að Bandaríkin sú stórþjóð þóttist ekki hafa peninga til að taka þátt í þessu á vestanverðu Atlants- hafi, svo að þar er gat í þessu en að öðru leyti tókust þessar talningar mjög vel. Úr þessu rannsóknarverkefhi er verið að vinna. Þegar þær niður- stöður liggja fyrir þá er ég ekki í nokkrum vafa um að þekking okkar verður á allt öðru stigi hvað varðar hvalamergð í Norð- ur-Atlantshafi miðað við það sem áður var. Þá þurfum við ekki lengur að deila við græn- friðunga eða aðra um stærð C hvalastofnanna heldur ætti það co að liggja á borðinu. Það er alveg F óumflýjanlegt að við höldum o áfram rannsóknum okkar og * ljúkum þessari fjögurra ára áætl- =5 un sem við erum núna rétt d hálfnaðir með.“ z Með þessum orðum ljúkum g við spjalli okkar við Jakob Jak- z obsson fiskifræðing og forstjóra Hafrannsóknarstofnunarinnar. Jakob um borð í gamla Ægi fyrir um aldarfjórðungi. VIKAN 23 UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.