Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 35
JÓLAGETRAUN VIKUNNAR:
Hl jómtækin í Kópavog
Á Þorláksmessu veitti Linda
Björk Logadóttir viðtöku
aðalvinningi jólagetraunar
Vikunnar, Goldstar útvarps-
og segulbandstæki Crá Radíó-
búðinni við Nóatún. Linda,
sem er úr Kópavogi, sagðist
hafa dundað við úrlausnim-
ar í samvinnu við Lenu syst-
ur sína og haft mjög gaman
af. Það kom svo foreldrum
systranna á óvart þegar til-
kynnt var símleiðis um vinn-
inginn því þeim systrum
hafði láðst að segja þeim frá
þátttöku sinni í getrauninni.
Þaer væru hvort eð er ekki
vanar að vinna neitt í happ-
drætti, getraunum eða öðru
slíku.
Auk útvarps- og kassettu-
tækisins var svo dregið utn sex
laser-byssur, sem notið hafa
mikilla vinsælda drengja og
telpna undanfarið ár. Þær eru
einnig ffá Radíóbúðinni. Upp
komu eftirtalin nöíh: Guðni Páll
Sæland, Sólveigarstöðum, Bisk-
upstungum, 801 Selfossi, Þórdís
Þórðardóttir, Túngötu 41, 820
Eyrarbakka, Valdís Þorsteins-
dóttir, Brekkugötu 1, 630 Hrís-
ey, Valur Már Eyjólfsson, Bálka-
stöðum II, 500 Brú, Anna H.
Ragnarsdóttir, Firði, Lóni, 781
Hornafirði og Jónína Árnadóttir,
Birkimel 10B, 107 Reykjavík.
Eins og þessi upptalning gef-
ur réttilega til kynna voru telp-
urnar heldur duglegri að senda
inn úrlausnir. Þátttakan var ann-
ars afar góð og þakkar Vikan
börnunum fyrir áhugann og
vinningshöfúnum óskum við til
hamingju með vinningana.
Linda Björk Logadóttir, Daltúni 6 í Kópavogi, veitir hér viðtöku
aðalvinningnum í jólagetrauninni úr hendi Þórarins Jóns Magn-
ússonar ritstjóra. Lena, systir Lindu, fylgist með.
C
o-
m
S
2
>
>
z
<n
m
o
Stjörnuspá ffyrir vikuna 14.-20. janúar 1988.
Hrúturlnn
21. mars - 20. apríl
Þú ert með allt á hreinu
þessa dagana, þannig að ef það er
einhver sem þú hefur lengi ætlað
að tala við um mikilvæg málefni þá
er nú rétti tíminn til þess. I pen-
inga- og ástamálum væri vissara
fyrir þig að fara með meiri gát.
Nautið
21. apríl - 21. maí
Óskir þú þér einhvers sem
hefur með ástina að gera þá skaltu
endilega ekki hika við að gera
eitthvað núna sem gæti orðið til
þess að óskirnar rætist. Föstudagur
og laugardagur myndu henta vel í
þessu tilfelli. Peningamálin fara
batnandi.
Tvíburarnir
22. mai - 21. júní
Vertu heldur þolinmóðari i
þessari viku en vanalega. Þú getur
fengið útrás í næstu viku. Vertu
hvorki að eyða kröftunum eða
skapinu að óþörfu. Rifrildi kemur
engu til leiðar nema leiðindum.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Ástin, vinskapur og fjöl-
skyldulífið getur allt farið í hnút ef
þú sýnir ekki þínum nánustu meiri
tillitssemi. Sérstaklega á þetta við
um þá sem eru fæddir á degi sem
er í námunda við mörk merkisins.
Farðu einnig varlega í peningamál-
um.
Ljónið
23. júlí - 23. ágúst
Allt sem viðkemur
skriftum, viðskiptum, fundarhöld-
um og þess háttar ætti að ganga
sérlega vel þessa dagana. Það
verður hlustað á skoðanir þínar og
getur orðið til þess að þér verður
mikið ágengt.
Meyjan
24. ágúst - 23. sept.
Ástin, vinskapur, fjöl-
skyldulífið og samvinna ættu að
blómstra hjá þér núna. Það sama á
við um málefni sem varða peninga
og listir. Gættu þess aðeins að
blanda þér ekki í nein þrætumál.
Vogin
24. sept. - 22. okt.
Farðu varlega [ ástamál-
um, samvinnu og í peningamálum
- sérstaklega ef þú átt afmæli á
degi nálægt mörkum merkisins.
Notaðu gáfurnar vel og gættu vel
að því hvað það er sem þú ert að
fara að gera, áður en þú fram-
kvæmir.
Sporðdrekinn
23. okt. - 22. nóv.
I þessari viku skaltu drífa
þig og nýta þér öll tækifæri til að
gera eitthvað í ástamálunum eða
samkvæmislífinu. Föstudagur og
laugardagur henta auðvitað best í
þessum tilfellum. Þetta eru einnig
góðir tímar hvað varða fjármálin.
Bogamaðurinn
23. nóv. - 21. des.
Þér gengur allt ( haginn
núna og þú ert fljót(ur) að hugsa
núna, ef þú átt eitthvað vantalað
við einhverrL sem máli skiptir
gríptu þá tæícifærið núna. Spar-
aðu aftur á móti líkamlegu kraft-
ana.
Steingeitin
22.des. - 19. janúar
Samkvæmislífið er blóm-
legt núna og einnig ástin. Þó gætu
vandamál komið upp hjá þeim sem
fæddir er við mörk merkisins.
Reyndu að leggja þig fram við að
skilja maka þinn og farðu varlega í
peningamálum.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Persónutöfrarnir eru styrk-
ur þinn í augnablikinu - að ó-
gleymdum hæfileikum þínum. Þú
ert með allt á hreinu og ættir að
nýta þér það vel á næstunni. Pen-
ingamálin gætu verið betri.
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars.
Það er dálítill óróleiki í
kringum þig núna - en um leið er
þetta skemmtilegur tlmi'. Allt
gengur þó slysalaust fyrir sig í ásta-
málunum og vináttan blómstrar.
Farðu varlega þegar þú tjáir
skoðanir þínar - bæði skriflega og
munnlega.
w
s
o-
30
z
c
w
s*
VIKAN 35