Vikan


Vikan - 14.01.1988, Page 24

Vikan - 14.01.1988, Page 24
Svortiskóli o| Sæmi „Skall þar hurð nærri hælum“. - Flestir kann- ast við málsháttinn en færri vita ef til vill hvað- an hann er upprunninn. Gamlar sagnir herma að þennan ágæta málshátt megi rekja til merkilegs atburðar suður í Parísar- borg á elleftu öld, er Sæmundur fróði lauk námi sínu við Svarta- skóla - sem að öllum líkindum hefur þó ekki verið hinn sami Svarti- skóli og við þekkjum í dag: — Þegar lærisveinar voru út- skrifaðir úr Svartaskóla áskildi skólastjórinn, sem raunar var Kölski sjálfur, sér rétt til að eigna sér þann er síðastur gekk út. Oftast varð að varpa hlut- kesti um þann er þau örlög skyldi hljóta, því festir vildu sjálfviljugir lenda í klóm Kölska. En er Sæmundur hinn fróði Sig- fússon útskrifaðist, brá hinsveg- ar svo við að hann bauðst til að ganga út síðastur manna. Hafði Sæmundur sett kápu eina mikla lauslega yfir herðar sér og er hann nálgaðist útidyrnar þreif Kölski í kápu hans og sagði: „Þig á ég!“ Sæmundur svipti þá snögglega af sér kápunni og hljóp út. Kölski stóð því einn eftir inni með kápuna en stór járnhurðin skall á hæla Sæ- mundi. Sæmundur fróði er talinn fyrstur norrænna manna hafa numið við æðri skóla í París, en þaðan mun hann hafa útskrifast um eða upp úr 1075. Þrátt fyrir að þessi námsdvöl hans ytra hafi þótt tíðindum sæta, virðast sagnaritarar þess tíma ekki hafa fjölyrt mikið um hana sem slíka, en víða er þó getið um mikla visku hans, ráðsnilld og réttsýni. Hinsvegar þykir víst að ýmsar sögusagnir um nám Sæmundar hafi spunnist þegar í samtíð hans meðal alþýðunnar, sem síðan áttu eftir að magnast og verða hluti þjóðsagna okkar. Þannig hefúr sagan um útskrift Sæmundar úr Svartaskóla orðið til, eftir að Sorbonne kom til sögunnar, því þjóðsagan segir að þar hafi svörtukúnstir verið numdar undir handleiðslu Kölska skólastjóra. Sagt hefur verið að hin ís- lenska alþýða, sem bjó til sög- urnar um Sæmund og aðra galdramenn, hafi skynjað hver Sorbonne - Université de Paris, séð firá Ruc des Écoles í hjarta Latínu- hverflsins. máttur mikillar þekkingar getur orðið — til ills eða góðs, allt eftir því hver siðferðilegur þroski manneskjunnar er... Og sökum afburða gáfna og manngæsku hafi Sæmundi því tekist að snúa á þann gamla og púka hans og jafiivel getað notfert sér þá til góðra verka. En það er þetta með Sæmund og Svartaskóla — eða Sorbonne. Sá skóli var nefhilega ekki stofn- aður fýrr en um miðja þrett- ándu öld, er Robert de Sor- bonne lét byggja skóla fýrir fá- tæka stúdenta í hinu svokallaða Latínuhverfi á vinstri bakka ár- innar Signu. Af einhverjum á- stæðum hefúr nafhið La Sor- bonne síðan ferst yfir á háskól- ann í heild. Á þeim tíma sem Sæmundur á að hafa verið í París, voru þar hinsvegar nokkrir æðri klaustur- skólar og þar á meðal Notre Dam-skóli, sem Sæmundur mun hafa numið við. Vísir að háskóla verður fyrst til á tólftu öld, er nemendur og kennarar gera uppsteit gegn þröngsýnum skólayfirvöldum og mynda með sér eins konar samfélag er nefndist Universitas. Alvöru há- skóli er svo orðinn til í kringum tólfhundruð, þegar stjórn skól- ans fór úr höndum biskups yfir til páfa. Fljótlega varð Parísar- háskóli virtastur allra sambæri-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.