Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 54

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 54
UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON Æ oftar fléttast inn í stjóm- málaumræðuna spurningin um hvort virðing Alþingis hafl beðið hnekki. Furðu margir mótmæla því að sú góða virðing hafi dalað í seinni tið. Mér varð á að halla undir flatt þegar ég fór að hugsa um virðinguna. í umræðunni um matarskatt- inn orðaði einn þeirra sem mót- mælti skattinum úr forystuliði launþega það svo að þessi hækk- un kæmi yfir fólk eins og köld vatnsgusa. Myndum við bera aukna virðingu fyrir þeim sem hellti yfir okkur úr fötu af köldu vatni? Ég held ekki. Hins vegar skilja flestir þá fullyrðingu að ríkissjóður verði að geta aflað sér aukinna tekna. Það má vel vera. En líklega er ekki sama hvernig sú skattheimta er framkvæmd. Þeir sem breiðust hafa bökin og betri efhi á að borga opinber gjöld éta nefni- lega ekkert meira en þeir sem minna mega sín. Það er líklega þetta sem vekur almenna andúð á matarskattinum. Tiltrú almennings á forsjá Al- þingis hefur því dofnað. Virðing- in hefur orðið fyrir áfalli. Full- yrðingar ráðherra um að verið sé að einfalda og auðvelda sölu- skattsinnheimtu og koma í veg fyrir undanbrögð skattgreið- anda þykir ekki trúverðug. Of dýrkeypt heillaráð á kostnað þeirra sem úr minnstu hafa að spila, telja margir. Umræðan fjallar aðallega um hallarekstur ríkissjóðs og að tekjurnar þurfi að auka. Minna fer fyrir umræðum og tillögum um sparnað. Kannski þarf þjóð sem greitt getur yfir 600 millj- ónir til landbúnaðarmála ekki að Það þarf meiri vísdómsfugla en mig til að hafa nægan skilning á öllum hinum há- fleygu úrræðum alþingismanna um aukna skattheimtu og tekjur. Langar ræður þlngmanna fyrir jólin vöktu nokkra athygli og þóttu ekki bera vott um vönduð vinnubrögð. L__________________________________________________________ Vírðing Alþingis spara. En það þarf stærri vís- dómsfugla en mig til að hafa nægan skilning á öllum hinum háfleygu úrræðum alþingis- manna um aukna skattheimtu og tekjur. Það má líka segja að matarskatturinn sé eins og grjótkast. Ég ber ekki virðingu fyrir þeim sem kastar í mig steini. Það er aðgerð sem ég skil og þið Iíklega líka. Það er alveg sama hvers vegna steininum var kastað. Það er erfitt að bera virð- ingu fyrir grjótkösturum. Fyrir jólin kom í Ijós að ýmis- legt var á elleftu stundu í störf- um Alþingis. Mikilvæg mál biðu óafgreidd og því varð að halda þingfúndi milli jóla og nýárs. Þetta þótti mörgum sárt þing- mannanna vegna og töldu að jólagleði þeirra myndi spillast. En flestir láta sér þó fátt um finn- ast því svo margir í þjóðfélaginu þurfa að vinna líka þessa daga, jafhvel fyrir minna kaup. Ekki er þó líklegt að virðing Alþingis muni aukast verulega þrátt fýrir hið aukna vinnuálag alþingis- manna, heldur finnst mörgum að þeim hefði verið nær að stytta ræðurnar sínar örlítið fyrir jólin. Málþóf hefur aldrei þótt virðulegt. Hins vegar þykir það mikil kúnst að segja mikið í sem fæstum orðum. Hnitmiðaðar ræður þykja bera vott um hæfni og góðar gáfur. Virðing manna verður ekki mæld eftir málæði þeirra hvort sem er í sölum Al- þingis eða á öðrum mannamót- um. Langar ræður þingmanna fyrir jólin vöktu nokkra athygli og þóttu ekki bera vott um vönduð vinnubrögð. Kannski undirbúa þingmenn þessa vinnu sína illa.' Þeir koma kannski illa lesnir á úrlausnir sínar á vinnustað. Þeir þyrftu að vanda sig betur og lesa betur heima. f skólum þykja þeir nemend- ur skara fram úr sem mæta vel lesnir í tímum og kunna að koma orðum að því sem þeir hafa lært. Langt mál og þóf bjargar ekki slökum nemendum en þykir frekar bera vott um vankunnáttu og slæman undirbúning. Það skyldi þó aldrei vera að þessu væri svipað farið með alþingis- menn. - Páfi. 54 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.