Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 28

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 28
- segir Magnús Steinþórsson sem keypti óðalssetur við pálmaströnd á Suður-Englandi. Texti: Bryndís Kristjánsdóttir Myndir: Páll Kjartansson og Magnús Steinþórsson i „Æ, viltu ekki hugsa málið,“ segir Gloría. En Magnús veit hvað hann vill. Það vekur alltaf mikla athygli þegar menn ger- ast stórtækir og ráðast í framkvæmdir scm flest- um finnast ófram- kvæmanlegar. Margir samgleðjast og segja sem svo: Þetta er einmitt það sem mig hefur alltaf dreymt um að gera, en aðrir virðast fyllast öf- und og sjá ekki annað en neikvæðu hliðamar. Nýverið bámst fregnir um að ungur maður, Magnús Steinþórsson, hefði fest kaup á óðal- setri á suðurströnd Eng- lands þar sem hann hygðist reka hótel. „Síðan fréttist um kaupin hefur síminn ekki stoppað og fólk hef- ur streymt til mín til að láta í ljós álit sitt á kaupunum, panta hjá mér herbergi og ótal margir hafa komið til að biðja um vinnu. Hvergi hef ég orðið var við annað velvild í minn garð og mér finnst eins og fólk standi með mér í þessu.“ Segir Magnús í viðtali við blaðamann Vikunn- ar, en Magnús kom heim um jól- in til að vinna í fjölskyldufyrir- tækinu. Magnús er gullsmiður og hefúr starfað um margra ára skeið í versluninni Gull og silfúr á Laugaveginum. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og ráku þeir Hér sést neðsti hluti „The Flying Staircase“, eða „stiginn fljúg- andi“, eins og hann kallast þessi merkilegi stigi. í honum er hvorki nagli né skrúfa og er einna likast því að hann svífi í lausu lofti. Stig- inn var gerður af frægum breskum arkitekt og byggður með sömu aðferð og skipin í gamla daga. bræður Magnús og Sigurður hana með föður sínum, sem lát- inn er fyrir fáum árum, en hafa síðan starfrækt fyrirtækið með móður sinni. Magnús er mikill goifáhugamaður og lætur ekkert tækifæri til golfiðkunnar ffamhjá sér fara, þykir gaman að falleg- um bílum að ógleymdum falleg- um konum. Gloríu, eiginkonu sína sótti hann til Englands, en þegar Gloría talar um að fara heim þá er hún að tala um ísland. Gloría lærði hjúkrun hér og fór í íslenskunám fyrir er- lenda stúdenta í háskólanum og talar íslensku svo vel að varla er hægt að heyra annað en að hún sé innfædd. Pau eiga einn son, Magnús, sem er fjórtán ára og ætluðu ekki að eiga fleiri sögðu þau alltaf, en eiga nú von á öðru barni sínu; „strák" segir Magnús og segist ekki mega heyra á stelpu minnst. „Eg sé hvernig þetta er hjá Sigga bróður,“ segir hann, en Sigurður á þrjár dætur, sem allar vefja pabba sínum um fingur sér. í haust fluttist fjölskyldan til Englands eftir að hafa selt allt sem þau áttu hér; stórt einbýlis- hús á Seltjarnarnesi með sund- laug, sauna og ljósaböðum, allan húsbúnað og bíla. „Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Magnús. „Fyrst vorum við að hugsa um að starfsemi þar sem Gloría gæti nýtt sér hjúkrunar- menntunina og vorum þá einna helst að hug$a um hjúkrunar- heimili fýrir aldraða. Við Sundlaugin í The Manor House Hotel, en út frá henni er geng- ið út á stórar svalir þar sem upplagt er að sitja og baða sig í sólinni eða njóta útsýnisins. skoðuðum nokkur slík heimili, en mér fannst svo andlega niðurdrepandi að vinna á stað þar sem allir eru veikir eða í hjólastólum þannig að við breyttum yfir í hótel. Við ætluð- um aldrei út í neitt stórt, kannski hótel með fimm til tíu, herbergjum, og vorum búin að 28 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.