Vikan


Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 30

Vikan - 14.01.1988, Blaðsíða 30
Þó óðalssetrið sé ekki mjög gamalt, aðeins um 120 ára, þá verða þau mörg handtökin sem þarf til að halda því við - en Gloría hef- ur varla mikinn tíma aflögu til slíks því hún á von á bami í mars og allir vita um vinnuna og vökustundimar sem því fylgir. Magnús ætlar að vera allt í öllu „Mig hlakkar óskaplega til að takast á við þetta verkefni. Ég er með alveg ákveðnar skoðanir á því hvernig hótel ég vil hafa þetta og ýmsu þarf að breyta. Þarna eru þrjátíu herbergi, öll með sér baði en engum síma. Ég ætla að byrja á því að láta setja síma á öll herbergin. Seinna þegar ég sé hvernig málin ætla að þróast þá langar mig til að setja mini-bar á herbergin og ég ætla að leggja mikla áherslu á herbergisþjónustu. Ég veit ekk- ert leiðinlegra en vera á hóteli þar sem maður heíur það á til- finningunni að verið sé að ó- náða starfsfólkið ef hringt er eft- ir herbergisþjónustu og þurfa síðan að bíða í langan tíma þar til loksins er komið með það sem beðið var um. Ég ætla að hafa fyrsta flokks, fljótvirka her- bergisþjónustu. Til þess að tryggja að allt gangi fyrir sig eins og ég vil þá ætla ég að vera alltaf til staðar; vera allt í öllu og fylgj- ast með.“ Það er ekki hægt að neita því að húsið og staðurinn virðist sérlega lokkandi og það hrein- lega geislar af Magnúsi þegar hann segir ffá öllu því sem þar býðst og því til sönnunar dregur hann upp hvern bæklinginn af öðrum þar sem sagt er frá öllu því sem hægt er að gera í ffíinu í Torquay. Miðað við viðtökur virðist Magnús ekki þurfa að leggja hart að sér við að lokka til sín viðskiptavini. „Það er búið að hringja til mín ffá flestum ferðaskrifstofum í bænum og all- ir vilja fá umboð. Svo er ég þeg- ar búinn að fá upphringingu ffá golfklúbb sem vill að ég skipu- leggi golfferðir, enda er svæðið rómað fýrir góða velli. Ótrúlega margir hafa komið og beðið um vinnu, en ég er ekkert byrjaður að skipuleggja starfsemina og veit ekki enn hversu stór hluti starfsmanna má vera útlending- ar. Ég vil aftur á móti hafa bæði gott starfsfólk og að þeir íslend- ingar sem ekki eru enskumæl- andi geti gist hjá mér áhyggju- lausir því á hótelinu geta þeir alltaf fúndið einhvern sem talar íslensku.“ Vill leggja áherslu á að kynna góða íslenska matargerð. Magnús segir að hann verði að halda vel á spöðunum til að dæmið gangi upp og að hann verði einnig að byggja staðinn upp sem veitingahús. Sinn draum segir hann vera að 30 VIKAN kynna íslenskan mat og matar- gerðarlist. Til þess að það takist verður hann að hafa íslenskan matreiðslumann í eldhúsinu og hafa nóg af góðu íslensku hrá- efhi. Ef vel tekst til, þá geta ís- lenskir ferðalangar, sem ekki eru of hrifnir af útlenskum mat, fengið „sinn“ mat í sumarleyfinu í Torquay og borgarbúar kynnst „besta mat í heimi“ og flykkjast þá vonandi í hópum á veitinga- húsið í The Manor House. Pálmatré á ströndinni Magnús heldur áffam að dá- sama staðinn og erfitt er að komast hjá því að hrífast með: „Þegar hitastigið er 8°C í Skotl- andi þá er það um 12 í London en 16 þarna, enda er þetta eini staðurinn í Bretlandi þar sem pálmatré vaxa og þarna er allt fyrir sportistana, bæði á landi og sjó; hægt að kafa, veiða, sigla seglskútu, seglbrettum eða liggja í sólbaði á ströndinni, en hún er í um 200 m fjarlægð frá hótelinu. Rétt hjá eru ffægir dropasteinshellar, munkaklaust- ur sem hægt er að skoða, dýra- garður og margt fleira. Konurn- ar geta farið í bæinn og verslað, legið á ströndinni eða synt í innilauginni á hótelinu og farið í sólbað í garðinum á meðan karl- arnir veiða eða spila golf. Þarna eru allar sömu verslanir og í London nema hvað þær eru á minna svæði og því ekki eins þreytandi að fara í þær. Allir hugsanlegir veitingastaðir eru þarna, klúbbar og diskótek." Verð að selja HANN núna — ein örstutt bílasaga í lokin Eins og fyrr segir er Magnús fagurkeri og það á við um bíla, jafht og annað. Eftir að fjölskyld- an fluttist til Englands keypti Magnús draumabíl, „Mercedes Benz 500 SEL,“ segir hann og glampi kemur í augun. „En nú verð ég að selja hann.“ Og svo fáum við eina bílásögu: „í Eng- landi má keyra á 115 km hraða á ffívegunum, ef löggan nær í mann á meiri hraða þá fáer mað- ur sekt, en ef farið er yflr 160 km þá er ekkert verið að ræða málin. Maður er stoppaður og látinn setjast inn í Iögreglubíl- inn, sviptur ökuleyfinu á staðnum, látinn sitja í fangelsi eina nótt og borga sekt. Stuttu eftir að ég fékk bílinn fór ég í bíltúr og bróðir hennar Gloríu var með mér. Við vorum að keyra á ffíveginum og þá fór allt í einu Mazda ffamúr okkur á 130 km hraða. Þetta fannst okk- ur auðvitað ótækt svo við brun- uðum framúr henni aftur. Ég ákvað þá að prófa hvað bíllinn kæmist og var kominn upp í 215 km hraða og setti þá sjálfstýring- una á og við svifum þarna eftir veginum. Þá heyrðum við í sír- enunum og ég slæ af til að beygja út af veginum. Bróðir hennar Gloríu sat náfölur við hliðina á mér og átti von á fang- elsisvist því þarna var ég búinn að brjóta ég veit ekki hvað mörg umferðarlög. Okkur var skipað út af vegin- um og þar komu tveir lögreglu- menn út úr bíl og annar þeirra kom alveg brjálaður til mín. Hann spurði mig hvort ég vissi hvað ég hefði verið að gera. Hann hefði staðið bensíngjöfina í botn, en við hefðum þotið ffamúr og horfið! Hann sagði að ég hefði brotið öll lög sem hægt væri að brjóta. Ég steinþagði á meðan á dembunni stóð, en sagði svo: ’lcelandic’ og þóttist lítið skilja. ’Christ, a bloody for- eigner’ sagði hann þá og vildi fá skírteinið mitt. Ég rétti honum íslenska ökuskírteinið, en bróð- ir Gloríu reyndi að útskýra fyrir þeim að ég væri þarna í vikufríi og væri á förum, en hann var svo æstur að hann vildi stinga mér inn fýrir því, en hinn gat sem betur fer talið hann af því; fannst ekki taka því úr því ég væri að fara eftir örfáa daga. Ég slapp því með skrekkinn þarna og leik þetta ekki aftur, enda verð ég að selja bílinn núna. Ef hann hefði ekki verið svona æst- ur og reiður, karlinn, og farið að hugsa aðeins þá hefði hann beð- ið um skráningarskírteinið þar sem stendur hver á bílinn og hvar eigandinn á heima, þá hefði leikurinn verið búinn.“ Það má kannski segja að hann sé enn dálítill strákur í sér hann Magnús, en nú er kominn tími til að fúllorðnast því alvaran tek- ur nú við. Það verður áreiðan- lega enginn dans á rósum að láta enda ná saman því í hverjum mánuði verður að borga af lán- inu góða og allan rekstrarkostn- að. Ætli það skipti miklu máli hvort þau hjónin eignast strák eða stelpu? Magnús hefur varla mikinn tíma til að sinna barn- inu, sem á að fæðast á svipuðum tíma og hann tekur við óðals setrinu sínu. íslendingar virðast þó ætla að styrkja hann og styðja í þessari metnaðarfúllu framkvæmd með því að fjöl- menna á hótelið, alla vega ef marka má áhugann. En draum- urinn er ekki búinn þó Magnúsi takist að reka hótelið með prýði og takist að greiða það að fúllu: „Ef ég líkist eitthvað sjálfúm mér, þá verð ég búinn að kaupa fleiri hótel!“ Væntanlega gerir hann þó ráð fyrir því að geta stundað golfið með hótel- rekstrinum — og svo hefúr hann án efa nóg að gera við að reka í burtu alla vonbiðlana sem verða á eftir dótturinni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.