Vikan


Vikan - 14.01.1988, Side 12

Vikan - 14.01.1988, Side 12
\ ÚTLÖND Saudi- Arabar íingate Magnús Guömundsson skrifar Reagan lenti í kröppum dansi, þegar samstarfsmenn hans reyndu að hylma yfir vopnasöluhneykslið. Vissi erkiklerkurinn um vopnasamn- ingana við hinn „Stóra Satan“, eins og hann kallar Bandaríkin? Saudi-Arabía lék mun stærra hlutverk í hinu svokallaða Irangate hneyksli en margir hafa álitið hingað til. Meðal annars var náið samstarf á milli ísrael og Saudi-Arabíu með það fyrir augum að koma aftur á sambandi á milli Bandaríkjanna og íran. Þetta kemur fram í nýrri bók eftir danska fréttamanninn Jens Nauntofte, sem kom út nú fyrir jólin. Bókin „Reagans sidste Tango“, eða Síðasti tangó Reag- ans, er afrakstur áralangra og ítarlegra rannsókna Jens Naun- tofte á samskiptum Bandaríkj- anna við Miðausturlönd. Undanfarin þrjú ár hefur Nauntoft.e, sem vinnur annars fyrir danska ríkisútvarpið, ferð- ast um ísrael og Arabalönd. Að auki dvaldi hann í eitt ár í Wash- ington við vísindarannsóknir við Georgetown háskólann. Rannsóknir hans við háskólann beindust fyrst og fremst að stefnu Bandaríkjanna í Miðaust- urlöndum. Háttsettar heimildir hjé Aröbum í bókinni vitnar Jens Naun- tofte í samtöl sín við meðal ann- arra palestínska kauphéðininn Sam Bahmieh, sem sagður er hafa einstaklega náið samband við Fahd konung Saudi-Arabíu. Bahmieh hefur líka verið náinn vinur margra annarra leiðandi manna í löndum Araba, eins og Husseins Jórdaníukonungs, Hassans konungs Marokkó og Nassers fyrrum forseta Egypta- lands. Hann kynntist Hussein Jór- daníukonungi vel er þeir voni herbergisfélagar á heimavist Victoria College háskólans í Kaíró ásamt hinuni ffæga. vopnasala Adnan Khashoggi, sem lék stórt hlutverk í íran vopnalineykslinu, og Hassan Shaker, sem hefúr verið ráðgjafi við bæði persnesku og saudi- arabísku hirðina. Vopnasala Bandaríkjanna til írans olli miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum þegar upp komst og þóttu yfirhylmanir í mörgu svipa til yfirklórs Nix- onsmanna í Watergate málinu. Enda gengur vopnasöluhneyksl- ið sjaldnast undir öðru heiti í Bandaríkjunum en Irangate. Til þessa heftir hlutverk Saudi-Araba í Irangate verið mun óljósara en aðrir þættir málsins sem hafa komið frarní dagsljósið. í bók sinni reynir Nauntofte að gera nána grein fy'rir þeim hvötum sem lágu að baki tilraunum Saudi-Araba til að koma á sambandi að nýju á milli Bandaríkjanna og íran með hjálp ísraefa. Sam Bahmieh segir að Fahd konungur af Saudi-Arabíu hafl hvatt hann þegar árið 1981 til að hafa samband við Bandaríkja- menn til að segja Ronald Reagan forseta að Saudi-Arabar kvæðust reiðubúnir til að undirrita ávís- anir upp á ótilgreindar milljónir dollara til stuðnings andkomm- únískum hreyfmgum er Banda- ríkjastjórn ætti ekki hægt um vik að veita stuðning án þess að ienda upp á kant við þingið. Greiðslurnar átti að inna af hendi ef Bandaríkjastjórn tækist að fá þingið til að samþykkja að selja hinar fúllkomu AWACS eftirlitsflugvélar til Saudi- Arabíu. Þetta tókst og Bahmieh segir að sölusamningurinn um flug- vélarnar hafl skapað grundvöll fyrir umfangsmikilli samvinnu á milli stjórnvalda í Bandaríkjun- um og Saudi-Arabíu í samvinnu sem átti eftir að leiða til vopna- sölunnar til írans, sem hafði þann tvíþætta tilgang að kaupa lausa bandaríska gísla í Líbanon og að bæta almennt samskiptin við klerkastjórnina í fran. Ein af meginástæðunum fyrir því að Saudi-Arabar vildu koma á betra sambandi á milli írana og Bandaríkjamanna er djún- stæður ótti við það ástand sem getur skapast ef öfgatrúar Shiit- ar vinna styrjöldina við írak. Þar með væru þeir komnir að landa- mærum Saudi-Arabíu með öfga- fúllt trúboð sitt. Slíkan útflutn- ing á írönsku byltingunni til annarra landa við Persaflóa ótt- ast Saudi-Arabar mest af öilu. Ef hægt væri að draga eitt- hvað úr eldmóði og heift bylt- ingarinnar við að koma á betra sambandi við írani gætu Saudi- Arabar vænst þess að fá nokkurn ffið fýrir útsendurum írana inn- an eigin landamæra, en þeim liefur oft tekist að skapa veru- lega ólgu, m.a. í Mekka á síðustu árum. ítarleg skýrsla Jens Nauntofte birtir afrit af 49 síðná skýrslu sem hann segir að hafi verið útbúin árið 1985 af vopnasalanum Adnan Khas- hoggi og lögð fýrir Falid konung í viðurvist Sam Bahmieh í Jeddalt, höfúðborg Saudi-Arabíu. Skýrslan var í raun áætlun um hvernig Bandaríkin gætu nálgast írana með því einu að selja þeim vopn og þannig myndu hófsamir milliliðir í írönsku stjórnsýslunni fá meiri álirif á prestaveldið. Skýrslan var stíluð á Robert McFarlane, sem þá var öryggis- málaráðgjafi Reagans forseta. Fyrir utan langar útlistanir í skýrslunni um innbyrðis átök í írönsku stjórninni inniheldur skýrslan ítarlega áætlun um hvernig rækta skuli sambandið við hina írönsku milliliði. í áætluninni gat að líta eftir- farandi: „Hægrisinnar í íran, sem hafa stuðning í þinginu, stjórn- sýslunni og hernum, vilja gjarn- an að sambandið við Vesturlönd verið endurnýjað." „Miðjumenn í íran, sem sækja sérstaklega stuðning í réttar- kerfið og stjórna mörgum mikilvægum byltingarstofnun- um, verða hugsanlega að lúta í lægra haldi fyrir hægrimönnun- um.“ „Vinstrimönnunum sem eru meginaflið í ríkisstjórninni og styðja öfgafúlla islamska stefnu inn á við skal útrýmt." Nauntofte segir það nokkuð merkilegt að áætlanirnar hafl verið unnar þegar í maí 1985, áður en ísraelar höfðu samband, með það fýrir augum að reyna að koma á sambandi við írani. En hvers vegna tengdust ísra- elar þessu máli? Nauntofte segir heimildir sínar fúllyrða að Fahd konungur Saudi-Arabíu hafl álit- ið að Bandaríkjamenn myndu aldrei samþykkja hugmyndirnar nema ísraelar væru með í spil- inu. Styrkur stuðningsmanna Saudi-Arabíu í Washington var ekki nærri eins mikill og fsra- ela og ef fsraelsmenn væru sam- þykkir áætlununum voru mun meiri líkur á að þær hefðu möguleika á að hljóta náð fyrir augum Jijóðaröryggisráðsins í Washington, segir Nauntofte í bók sinni. 12 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.