Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 8

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 8
SITT UTIÐ AF HVERIU Þetta er Ólafur Isíðasta tölublaði Vikunn- ar var viðtal við frétta- menn Stjörnunnar. Var með því mynd sem sýndi þrjá af fjórum fféttamönnum stöðvarinnar, en á myndina vantaði Ólaf Geirsson. Okkur fannst rétt að bæta úr því með þessari glænýju mynd af Ólafl. Þannig að nú hafið þið, lesend- ur góðir, séð andlitið á bak við röddina.... Hver er Elín? Fjölmargir hafa spurst fyrir um stúlkuna sem prýddi forsíðu síðasta tölublaðs Vikunnar. Mörgum fannst þeir kannast við andlitið, en komu því ekki fyrir sig, hvar þeir höfðu séð það áður. Því er til að svara, að stúlkan heitir Elín Ólafsdóttir, hún er að norðan, en stundar um þessar mundir nám við Versl- unarskólann. Ekki er ólíklegt að margir þeirra sem töldu sig kannast við stúlkuna hafi séð hana á sviði Broadway þar sem hún söng í Gæjum og píum nokkrar vikur. Það var einmitt þar sem ljósmyndarinn okkar hann Magnús Hjörleifsson veitti henni athygfi og fékk hana til að sitja fyrir á mynd fyrir Vikuna. Er þetta í fýrsta skipti sem Elín bregður sér í hlutverk ljósmyndafýrirsætu fýrir tímarit, og verður ekki annað sagt en að henni hafl far- ist það hlutverk vel úr hendi engu síður en hlutverkið í söngleiknum. Nú og svo má geta þess enn- fremur hér úr því við erum að fjalla um þessa myndatöku, að hárgreiðsluna annaðist Ari Alexander á hárgreiðslustof- unni Hár og snyrting. VIKAN OG HÚS & HÍBÝLI: Tvö á toppnum \"T' ikan og Hús og hí- f býli, tímarit SAM-út- gáfunnar, eru í topp- sætum nýafstaðinnar lesendakönnunar, sem Félags- vísindastofhun Háskólans vann fýrir Verslunarráð fslands og kynnt hefur verið í fjölmiðl- um. Hús og híbýli er enn sem fýrr annað mest lesna tímarit landsins og Vikan situr í þriðja sæti. Meðfylgjandi súlurit sýnir hlutfall þeirra sem hafa lesið eða skoðað hvert tímarit síð- astliðna tólf mánuði. Kemur þar ffam, að 66 prósent að- spurðra höfðu lesið eða skoð- að Hús og híbýli, en 60 prós- ent Vikuna. í báðum tilfellum reynist kvenfólk vera áhuga- samari blaðalesendur. Þannig sögðust 60 prósent karla hafa litið í Hús og híbýli á meðan 72 prósent kvenna sögðust hafa flett blaðinu. Vikuna höfðu 53 prósent karla litið í, en 65 prósent kvenna. í báð- um tilfellum er þessum tíma- ritum SAM-útgáfunnar góður gaumur gefinn af karlþjóðinni. Bæði tímaritin hafa bætt við sig frá því Iesendakönnun var framkvæmd á síðasta ári og hefúr hvorugt þeirra áður fengið jafn góða útkomu úr lesendakönnun þó bæði hafl þau verið í toppsætum í gegn- um árin. Almennt virðist tíma- ritalestur raunar hafa aukist í landinu samfara stóraukinni útgáfú öfúgt við það sem búast hefði mátt við. Og það þó til hafi komið myndbandaævin- týrin á síðari árum og síðan aukið ffamboð útvarps- og sjónvarpsefnis. □ Forskot á jólasœluna LJÓSM.: RAGNAR TH. SIGURÐSSON P að er ekki ótrúlegt að margir þeirra sem hafa gætt sér á matn- um af jólahlaðborðinu í Skrúði, hinum notalega veit- ingasal á jarðhæð Hótel Sögu, hafi látið sér detta si svona í hug, að taka á leigu herbergi á hótelinu fram til jóla til að eiga sem styðst að fara í borðið á meðan það stendur mönnum til boða. Slíkt er ágæti þessarar veislu. Jólahlaðborðið er orðinn ár- viss þáttur í starfsemi Hótel Sögu og Gildis. Boðið er upp á jólaglögg á Mímisbar, glögg sem er með því ljúffengara sem útsendari Vikunnar hefúr bragðað. Uppskriftin er fjöl- skylduleyndarmál, segir Vil- helm Westmann ffamkvæmda- stjóri Gildis, en upplýsti þó að í það færi valið rauðvín, koníak og púrtvín og sjö tegundir af kryddi. Hlaðborðið í Skrúði er unn- ið að danskri fyrirmynd, en er með íslensku ívafi. Á því eru 38 réttir hver öðrum girnilegri og í eftirrétt er svo hægt að gæða sér á jólakökuborði þar sem er að finna ekta Texas- kökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.