Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 11

Vikan - 15.12.1988, Page 11
„Eg lifi ekki fullkomnu kynlíff* — segir Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur ,Jæja, hvar viltu byrja?“ spyr Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræð- ingur, þegar við höfum komið okkur fyrir á skrifstofu hennar á 2. hæð að Laugavegi 178. Hún hefur varla sleppt orðinu þegar síminn hringir. Á hinum enda línunnar er auðheyrilega ein- hver sem telur sig eiga í vanda. En, því miður. Blaðamaðurinn var á undan með sína spum- ingadembu. Og svo er Jóna Ingi- björg hætt að veita einstaklings- viðtöl. „Ég hef svo mikið að gera að ég anna því ekki að vera með einstaklingsviðtöl til viðbótar við allt hitt,“ sagði hún. „Svo taka þau tíma frá fræðs 1 ustarlinu, þannig að ég hef bent þeim sem hringja á Heilsuvemdarstöðina.“ En hver er hún þessi unga kona sem fer sínar eigin leiðir, útskrifast úr háskóla sem kynfræðingur og hefur störf heima sem slíkur, — raunar sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi? Og hvernig stóð á því að hún lagði stund á þetta fag en ekki eitthvað allt annað? „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík," sagði Jóna Ingibjörg. „Raunar feddist ég á Eiríksgötunni þar sem ég átti svo strákinn minn fyrir tveim og hálfu ári síðan. Ég hef alltaf haft áhuga á þeim leyndar- dómsfullu þáttum kynlífs, sem hafa al- mennt ekki verið til umræðu ffarn til þessa. Svo er ég sporðdreki og það hefur sjálfsagt stuðlað að því að ég færi í þetta

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.