Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 18

Vikan - 15.12.1988, Page 18
VIKAN FAGNAR 50ÁRA AFMÆLI r l fjóröa og síðasta skipti fylgir skafmiði Vikunni, tilefni miðaútgáfunnar er að sjálf- sögðu hálfrar aldar afmæli Vik- unnar, en útgefandur ákváðu að hafa endaskipti á hlutunum. Nú er það sem sé afmælisbarnið sem færir velunnurum sínum, lesendum blaðsins, gjafir. Með- fylgjandi skafmiði gæti fært þér einhverja þeirra eittþúsund gjafa sem sagt er frá hér í opn- unni. Samtals er verðmæti gjaf- anna ein og hálf milljón króna. Undir fletinum, sem skrapa þarf af gjafakortinu, leynast bókstaf- ir. Ef þú færð einhverja þeirra stafaraða sem færa þér afmæl- isgjöf getur þú umsvifalaust vitj- að gjafarinnar á skrifstofu Vik- unnar, sem er í Valhöll, Háa- leitisbraut 1 í Reykjavik. - En fyrst verður þú að færa inn á gjafakortið, í þar til gerðan reit, svarið við því hvar Örkin hans Nóa er falin í blaðinu. Færi skrapmiðinn þér ekki ör- bylgjuofn, ilmvatn, bók, hljóm- plötu eða konfektkassa heldur stafina A, V og C getur þú póst- sent kortið til Vikunnar með nafni og heimilisfangi ásamt réttu svari við spurningunni um felustað arkarinnar hans Nóa. Kortið fer þá í „þottinn“ sem dregið verður úr á Þorláks- messu. Sá heppni fær ferð fyrir tvo að eigin vali með leiguflugi Útsýnar á næsta ári og er vinn- ingurinn að verðmæti 100 þús- und krónur. Einnig fær hann, svona aukreitis í jólagjöf frá Vik- unni, ilmvatn, bók, plötu og konfektkassa. Þannig lítur Örkin hans Nóa út, en hún er falin einhvers staðar í Vik- unni. Felustaðarins verður þú að láta getið til að skafmiðinn geti fært þér gjöf eða þátttöku í úrdrætti úr „pott- inum“. 1 8 VIKAN 27. TBL. 1988 100.000 KR. FERÐAÚTTEKT HJA UTSYN Þeir sem fá bókstafina A, V og C á skrapmiðann geta verið með í „pottinum" þegar d< ið verður á Þorláksmessu um ferð fyrir tvo með Útsýn á næsta ári. Afmælisgjöf verðmæti kr. 100.000. Sá heppni getur hugsað með mikilli tilhlökkun til næsta suri leyfis, því eins og alþjóð veit er úr fjölda spennandi ferða að velja og alls staðar vandaða gististaði að ræða og besta mögulega aðbúnað. Sá ferðamaður er í traustum höní sem ferðast með Útsýn. EGILL, JAK0B OG RAGNHILDUR - sem saman skipa STRAX - eru að senda frá sér nýja plötu undir nafninu „Eftir pólskiptin". Það er mikið úrvalslið sem aðstoðar þau þrjú á plötunni og út- koman vafalítið eigulegasta plata ársins. Meðal vinninga eru 250 eintök af þessari nýju plötu, sem kostar út úr búð 1.199 kr. Samanlagt verðmæti hljómplötustaflans er því kr. 299.750. Því miður féll niður nafn Egils á skafmið- anum og er Egill beðinn velvirðingar á þeim mistökum. VIKAN GEFUR 1000 LESENDUM MÆLISGJAFIR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.