Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 26

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 26
FYRSTU KYNNIN Urðu að fresta giftingunni vegna fótboltaleiks hjá KR „Við sáumst fyrst sumarið 1959. KR- ingamir höfðu spilað við danskt lið og um kvöldið buðu þeir Dönunum með sér á ball í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Eftir ballið var öllum boð- ið heim til Gísla Halldórssonar, sem var foresti ÍSÍ í mörg ár. Það var mikið flör og þegar það stóð sem hæst var teppinu rúllað upp og ákveðið að dansa. Bjami vatt sér strax að mér og bauð mér upp. Hann var ánægður með sig þetta kvöld og satt best að segja fannst mér hann bæði montinn og uppáþrengjandi þarna,“ segir Álf- heiður Gísladóttir, eiginkona Bjarna Felixsonar fyrmm knattspymumanns og íþróttafréttamanns hjá Sjónvarpinu í áraraðir. Hún hlær dátt þegar hún lýsir Bjarna þama í partíinu forðum. Bjarni er fæddur 27. desember 1936 og Álfheiður 26. september 1941. „Ég er þessi þrjóska steingeit," segir Bjarni. Og Álfheiður bætir við: „Ætli þessi merki eigi ekki vel saman, vogin reynir að halda jafn- vægi gagnvart þrjóskunni í steingeitinni." Þau Bjarni og Álfheiður dönsuðu ekki marga dansa saman í partíinu heima hjá Gísla Halldórssyni. en það var nóg, neist- inn hafði kviknað. „Mér var stúlkan minnisstæð og ég hugsaði mikið um hana. Þegar ég uppgötv- aði síðan að hún ynni hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð eða í næsta húsi við Vélsmiðjuna Hamar þar sem ég vann, tóku hjólin að snúast. Loks hafði ég mig í að hringja í hana og bjóða henni í bíó. Hún þáði boðið. Það var heljarmikið átak að hringja, enda vorum við KR-ingarnir ekki á því að bind- ast á þessum árum. Lífið snerist allt um fót- bolta.“ Bíókvöldið rann upp. Það var æfing hjá KR-ingunum á Melavellinum og Bjarni vildi ekki að það spyrðist út í hópnum að hann hefði boðið stúlku í bíó eftir æfmgu. „Ég var ekki beint brattur eftir æfmguna og lét fara lítið fyrir mér í búningsklefan- um. Þeir skildu ekkert í því strákarnir hvað mér lá lítið á, enda var ég að hrista þá af mér og bíða eftir að þeir færu. Ég gekk síð- an út. Það var rigning þetta kvöld. Og ég man að ég beið eftir henni smástund undir blikkinu á Melavellinum. Síðan kom hún gangandi og hélt á regnhltf. Við urðum bæði hálfvandræðaleg, eins og gengur. En undir regnhlífma fór ég og við leiddumst niður í bæ. Það var ekki laust við að mér þætti þetta svolítið djarft en þetta var mjög rómantískt." Þau Álfheiður og Bjarni segja að eftir bíóferðina hafi samband þeirra þróast smám saman en varla geti það talist að þau væru byrjuð saman á föstu. En þau fóru annað veiflð í bíó og út að skemmta sér saman. — Hvað var það í fari Bjarna sem þú tókst fyrst eftir? „Mér fannst hann áberandi snyrtilegur og vel klipptúr, með sitt fallega rauða hár. Hann var jafnframt í stífþressuðum buxum, en ég komst fljótlega að því að hann pressaði ekki buxurnar sínar sjálfur. Nú, og svo var hann auðvitað mjög upp- tekinn af KR.“ — Þú hefúr ekkert verið búin að fylgjast með honum í fótboltanum? „Nei, þrátt fyrir að ég byggi nálægt Melavellinum fór ég mjög sjaldan á fót- boltaleiki. Ég hafði til dæmis aldrei séð hann spila áður en við kynntumst." Það var svo í maí árið 1962, næstum þremur árum eftir að þau höfðu kynnst, sem þau Bjarni og Álfheiður ætluðu að gifta sig. Staðurinn var ákveðinn og stund- in líka. Ekkert varð samt úr giftingunni vegna fótboltaleiks. „Það var gerð breyting á leikjaröð mótsins. Á þeim degi sem við ætluðum að gifta okkur áttum við KR-ingar skyndilega að leika vestur á ísafirði. Ég ætlaði að sjálf- sögðu ekki með. En málið vandaðist þegar bræður mínir Gunnar og Hörður yrðu líka forfallaðir. Það var of mikið fyrir liðið og því var giftingunni frestað til 3. júní. Við giftum okkur á sunnudegi og fórum um kvöldið í Þjóðleikhúsið og sáum My Fair Lady.“ Þau Álfheiður og Bjarni eiga fjögur börn, Gísla Felix, 26 ára, Bjarna Felix, 20 ára, Ágústu, 17 ára, og Aðalbjörgu, 4 ára. Um fæðingu þeirrar yngstu segir Álf- heiður: „Það áttu flestir von á því að styttra væri í að við yrðum afi og amma en að við kæmum með eitt lítið." Og Bjarni bætir hlæjandi við: „Ég segi mönnum gjarnan að ég hafi beðið með meistara- verkið undir það síðasta." 26 VIKAN 27. TBL.1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.