Vikan


Vikan - 15.12.1988, Page 32

Vikan - 15.12.1988, Page 32
— Segið mér meira frá þessum fyrirœtl- unum. „Nei, við viljum helst ekki tala meira um þær. Frekar að fylgja þeirri gullnu reglu að ef maður stendur andspænis einhverju stóru í list eða starfi sé ráðlegast að gaspra því ekki. Þetta er líka á það viðkvæmu stigi að best er að segja sem minnst." „Þetta er líka svipað og með megrunina blessaða," bætir Ragnhildur við. „Það er betra að þegja um hana og ffamkvæma bara. Ekki eyða þrekinu í að fræða aðra á því hversu mikið maður hafi grennst." Jakob kinkar kolli, sammála orðum konu sinnar. Hann bætir svo við: „Einnig eru uppi á teningunum áætlanir um að fara á nýjar slóðir. Það er partur af starfinu að kanna nýja afkima heimsins hvort heldur er til að spila eða bara skoða og sækja áhrif. Við hyggjumst sem sagt halda utan og spila á næsta ári eða því þarnæsta. Hvert það verður getum við ekki sagt á þessu stigi en við erum búin að vinna að málinu lengi og förum nú að sjá fyrir endann á þeirri undirbúningsvinnu." - V7ð komum lítillega að því áðan að þið hafið all ólíkan músíklegan bakgrunn. Hafið þið haft áhrif hvort á annað? „Alveg örugglega," svarar Ragnhildur. ,Án þess að Jakob sé orðinn neitt ný- bylgjusinnaður gefúr hann fleiri þáttum tónlistarinnar tækifæri en áður.“ Jakob bætir við: „Það sem við fengum út úr nýbyigjunni er í ölium aðalatriðum ná- kvæmlega sama hugmynd og starf Stuð- manna er grundvallað á þegar við byrjum að spila árið 1969. Þar af leiðandi held ég því gallharður fram að Stuðmenn séu fýrsta nýbylgjuhljómsveitin í heiminum. Hún er fyrsta hljómsveitin í heiminum. Hún er fýrsta hljómsveitin sem gerir út á það sem var sniðugt á sjötta áratugnum og eitthvað ffam á þann sjöunda." — En, Ragnhildur, hefur þú orðið fyrir tón/istarlegum áhrifum frá jakobi? ,Já, já. Mér finnst kannski dálítið erfitt að gera mér grein fyrir því í fljótheitum að óathuguðu máli en ég hef áreiðanlega breyst heilmikið síðan við kynntumst." „Ég hef kennt henni heilmikið um kontrapunkt," segir hann grafalvarlegur. „Hann hefur kennt mér heilmikið um sjö, níu, ellefú hljóminn," segir hún og skellir upp úr. „Ég vil bara minna á að Ragga er að mörgu leyti menntaðri í tónlist en ég, haf- andi lokið prófi frá Tónlistarskólanum, sem ég gerði aldrci," segir Jakob. „Ég hef kannski bætt mér það upp og menntað mig upp á eigin spýtur í öðrum geirum. Þessi ólíka menntun held ég að hafi komið sér vel í samstarfinu." Nú hafði Ragnhildur allsérstaka ímynd þegar þið kynntust, söngkona í kvenna- rokksveit. Reyndist hún allt önnur þegar frá leið en þú hafði gertþér í hugarlund? „Hún kom mér vel og þægilega á óvart." Jakob þagnar kíminn og heldur svo áfram: „Ef ég heði verið að leita mér að bitastæðri húsmæðraskólagenginni og hagsýnni hús- ffeyju með þjónslund hefði ég sennilega leitað í annan rann. Hins vegar kom það þeim mun skemmtilegar á óvart hve ný- bylgjudrottningin var vel í stakk búin til að gera alla þá hluti sem maður reiknaði alls ekki með af henni. Til dæmis að halda hús, elda stórkostlegan mat og ala upp börn og svo framvegis. Þessum kostum hafði ég bara ekki reiknað með.“ Ragnhildur skellihlær. Jakob heldur áffam: „Ég þóttist því hafa dottið í mikinn lukkupott þegar ég uppgötvaði þetta ofan á allt annað. Og þetta gladdi náttúrlega ekki síður mína nánustu. Þeir héldu sumir hverjir að ég væri að sigla í strand í undir- heimum íslenskrar pönkmenningar þegar spurðist um samband okkar. En það var nú síður en svo.“ □ PARKET SEM VEKUR ATHYGLI WM ___ MARO — ; Die Parkett-MaHce® '•'ZÍL É-- ri-ir- LLi oc < o. HARO parketiö er vestur-þýsk hágæðavara. HARO parketiö er spónlagt og full lakkaö meö sterkasta parket- lakki sem til er. Á boðstólum eru 10 mismunandi viöar- tegundir, annaöhvort meö kvistum eða valinn viöur. Það er sérstaklega einfalt í ásetningu. Mjög hagstætt verö. Öll fylgiefni á staðnum. Viö útvegum fagfólk til ásetningar. KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ Dúkaland Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 32 VIKAN 27. TBL. 1988

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.