Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 44

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 44
BÆKUR „Engin venjuleg mamma“ Helga Thorberg segir fró móður sinni Minnu og tilurð bókarinnar um hana TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR UÓSM.: PÁLL KJARTANSSON, LOFTUR O.FL. Bókin „MINNA „engin venjuleg mamma“ geymir sögu merkrar konu sem átti óvenju- lega ævi. Guðfinna Breiðfjörð, eða Minna eins og hún var alltaf kölluð, byrjaði að skrifa minningarbrot sín en dóttir hennar, Helga Thorberg, lauk við bókina sem nú er nýútkomin. Bók þessi er sérstæð blanda af glettni, alvöru og sársauka, en þannig var einmitt líf Minnu. Kaflaskilin þar voru skörp. Þar er m.a. stórglæsileg póstmeistarafrú í Eyjum og aðalleik- kona staðarins - einstæð móðir og hárgreiðslukona - tólf ára tímabil þunglyndissjúklings á stofnunum - endurkoman út í lífið og óbilandi kjarkur fiskverka- konu við að sanna sig og aðlagast. Minna hafði ekki tap- að lífsfjöri sínu eða skopskyni. Hún lést úr krabba- meini árið 1985, 64 ára að aldri. Örfáum mánuðum áður en Minna lést sagði hún ffá vænt- anlegri bók sinni í útvarps- þætti hjájónasijónassyni. Hún var hress og bjartsýn að vanda og sagðist ekki vera á förum strax, hún ætti svo margt eftir að gera m.a. að ljúka bókinni. Ekki entist henni þó aldur til þess svo það lá beint við að dóttirin Helga, sem fengist hafði við ritstörf, tæki að sér að ljúka verkinu. Helga sótti um Guðfinna Breiðfjörð, eða Minna eins og hún var alftaf kölluð, sem ung kona. Þá naut hún sín, var aðal- leikkonan á staðnum, falleg og vinsæl. starfslaun rithöfunda til að geta gefið sig að skrifunum, en fékk synjun. Hún gekk á milli nokkurra útgefenda en enginn hafði nægilegan áhuga þá. Það var ekki fyrr en eftir að hún kom ffarn í sjónvarpsþætti um geðræn vandamál nú síðsum- ars, þar sem hún las úr minningum móður sinnar, að margir bókaútgefendur gáfu sig ffam. Þar með var Helgu ekkert að vanbúnaði. „Tilfmningar mínar nú, effir að hafa lokið við þessa bók, eru dálítið blendnar," segir Helga. „Það er að mörgu leyti jafh erfitt að slíta sig ffá þessu eins og það var að byrja á því. Ég þurfti fastan útgáfusamning til að knýja mig áfram því það var svakalegt átak að sökkva sér niðtir í hin dapurlegu tímabil í lífi móður minnar. Það var líka erfitt að finna réttu leiðina í mínum skrifum. Ég hafði í fýrstu talað til mömmu um leið og ég gekk um gólf heima hjá mér, setti svo þær hugleiðingar mínar á blað en ætlaði þær eingöngu fyrir mig. Það var síðan ágæt vinkona mín sem fullvissaði mig um að einmitt þar lægi rétti tónninn, þannig yrði bók- in einlægari og persónulegri en ef hún yrði skrifúð í bein- um frásagnarstíl. Ég vona að svo sé enda gat ég best skrifað bókina svona þó sárt væri á köflum." Það sem hún Minna hefur að segja í þessari bók á brýnt er- indi til okkar allra. Það er mik- ill kjarkur að baki frásögnum hennar um hinn erfiða þung- lyndissjúkdóm og baráttuna 44 VIKAN 27. TBL 1988 Helga Thorberg í garðinum fyrir framan Kfeppsspítalann, en þar dvaldi móðir hennar í mörg ár. við að aðlagast samfélaginu aftur, vera meðtekin sem heil- brigður einstaklingur. Þáttur Minnu er þungamiðja bóka- rinnar en Helga hefur fléttað saman við frásögnum úr lífi hennar fýrir og eftir veikindin. „Ég held að mamma hafi fýrst og fremst viljað skrifa þessa bók til að gefa þessum tólf árum sínum sem sjúkling- ur inni á stofnun einhvern tilgang. Að hún hafi ekki verið þar til einskis. Henni var svo eðlislægt að gefa og hún hefur viljað gefa þeim sem svipað er ástatt fýrir hugrekki og bjart- sýni. Hún vildi miðla öðrum af reynslu sinni ef það mætti verða til að auka skilning og minnka fordóma á þessum sjúkdómi. En það sem áreiðan- lega var erfiðast fýrir hana í sambandi við veikindin, var að koma aftur út í þjóðfélagið sem frjáls og heilbrigð kona sem vildi lifa lífinu með reisn. Eftir að hún fann viðtökurnar og hversu erfitt var að brjóta þá múra sem hún sífellt rakst á, fór hún æ meir að starfa fyrir fólk með geðræn vandamál og aðra sem minna máttu sín. Hún vann m.a. á hárgreiðslu- stofu hjá Öryrkjabandalaginu og Ási í Hveragerði og vann J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.