Vikan


Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 26

Vikan - 27.07.1989, Qupperneq 26
DULFRÆÐI DIILSPEKINASISMANS ~~W~ jóðfélagsfræðingar telja V að skýringar á upp- gangi Nasistaflokks- JL ins sé fyrst og fremst að finna í þjóðfélagslegum kring- umstæðum þess tíma. Það verður hins vegar ekki borið á móti því að persónuleiki Hitl- ers hafði mikið að segja og réð jafhvel úrslitum í viðgengni og þegar frá leið í ósigri þjóðern- isjafnaðarstefhunnar. Hér verður fjallað um fyrirferðar- mikinn þátt í persónuleika Hitiers, sem sjaidan er vikið að. Nefhilega fádæma áhuga hans á göldrum og dulfræði ýmiss konar. Rúnir og norræn goðafræði Sagnfræðingurinn Alan Bull- ock rannsakaði útlán Adolfs Hitier á bókasöfhum og komst að þeirri niðurstöðu að iesefh- ið sem var honum hjartfólgn- ast fjaliaði um austræn trúar- brögð, jóga, galdra, dáleiðslu, stjörnufræði, rúnir og norræna goðafræði. í minningum æskuvinar Hitlers, August Ku- bisek, kemur fram að Hitier hafi verið gagntekinn af hinum fornu hetjusögum um Nifl- unga og hina norrænu æsi. Hann sökkti sér niður í efhi þeirra og smám saman urðu þær honum grundvöllur lífs- viðhorfa, og fólu í sér þann sögulega og stjórnmálalega skilning, sem heillaði hann mest. Edda Snorra Sturiusonar var honum heilög bók. ísland var, sökum varðveislu forn- germanskra bókmennta, með- al göfugustu landa veraldar. Þá er Hitler gegndi herþjón- ustu í fýrri heimsstyrjöldinni samdi hann ljóð sem segir frá því hvernig hann gangi út að næturlagi og „risti rúnir á ývið Óðins og spinni örlagavef með myrkum öflum“. Hið kynngi- magnaða merki Nasistaflokks- ins, hakakrossinn eða sólar- hjófið, var valið sem merki hins nýja Þýskalands. Gunnfán- ar, skrautskildir, armbönd og jafhvel skriðdrekar voru merktir fornum rúnum. Storm- sveitirnar höfðu tvær sól-rúnir sem auðkenni, en sól-rúnin stendur fýrir þrumufleyginn, sem var ginnhelgasta tákn Þórsdýrkenda. Ástæðan fyrir því að Adolf Hitfer valdi þessi TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREYR JÓNASSON Það hefur löngum verið mönnum hulin ráðgáta hvernig fátækur, óskólagenginn og ættlaus mað- ur á borð við Adolf Hitler gat orðið einvaldur þýsku þjóðarinnar. Saga hans er kraftaverki líkust. Þegar hann gekk inn í „Þýska verka- mannaflokkinn" var hann ekki annað en aumkun- arverður kjaftaklúbbur með innan við tíu meðlimi. Á nokkrum mánuðum tókst Adolfi með feiknalegri atorkusemi og óbilandi vilja að breyta þessum ómerkilega klúbbi í fjöldahreyfingu sem stefndi hraðbyri til æðstu valda. Þegar Hitler tók síðan við stjórnartaumunum tókst honum að leysa gífurleg samfélagsleg vandamál á nokkrum árum. Full at- vinna, hagsæld og vaxandi þjóðleg reisn var ávöxtur fyrstu stjórnarára hans. Kynferðisleg sefjun var mikifvægur þáttur í áróðursstríði nas- ista. Hitler setti á svið sjónarspif með finlega dulbúnum kyn- ferðislegum ruddaskap, sem höfðaði til sadó-masókiskra ímyndana hinnar bitru og bældu miðstéttar. Þýskir hugsuðir, eins og Wilhelm Reich og Emest Bloch, vömðu við því að vinstri hreyfingin höfðaði ekki til tilfinningalegra þarfa æsk- unnar og að nasistar hefðu klófest hið andlega og dulræna svið og að þessi staðreynd myndi ráða úrslitum. Menn höfðu aðvaranir þeirra að engu. Hugmyndafræðingar Kommúnista- fiokksins svömðu jafhvel hróðugir að „kynferðisleg ó- fullnægja þekktist aðeins meðal borgarastéttarinnar" og þess vegna næði áróður nasista ekki nema takmörkuðum árangri. germönsku tákn var ekki ein- vörðungu vegna uppruna þeirra, heldur einnig vegna þess að hann trúði á töframátt rúnanna. Mjölnir og hið aríska samfélag Hitler var undir miklum á- hrifum frá rúnafræðingunum Guido von List og Jörg Lans von Liebenfels. Báðir þessir menn stofnuðu leynireglur þar sem áhersla var lögð á norræn fræði, þýska fornsögu og ásatrú. Á heiðnum helgidögum fóru reglufélagar á afvikna staði úti í náttúrunni, kveiktu elda, lásu úr Eddukvæðum og ristu rúnir að fornum sið. Sum- ir höfundar hafa haldið því fram að þeir hafi haldið árs- tíðabundin blót þar sem gyð- ingum var fórnað, en enginn fótur er fýrir slíkum kviksög- um. Andúð á gyðingum var hins vegar stór þáttur í hug- myndafræði þessara hópa og mikið lagt upp úr að viðhalda hreinleika aríska kynstofnsins. Ýmsir siðir og félagstákn, sem síðar einkenndu nasistaflokk- inn, voru hafðir í frammi. Með- al þeirra má nefna kveðjuorðið „Heil“ og hinn framrétta arm, auk hakakrossins, sem álitinn var Þórstákn og átti að vísa til hamarsins Mjölnis. Svo virðist sem List hafi get- að séð inn í ókomna tímann því á dánarári sínu, 1919, skrif- ar hann vini sínum bréf og spáir því að árið 1932 verði komið á fót í Þýskalandi hreinu arísku samfélagi. Þessi nýja samfélagsskipan muni af- nema lýðræðið og kippa fótun- um undan efnahagslegu og stjómmálalegu valdi gyðinga. Liebenfels er einnig bjartsýnn á ffamtíðina því í sendibréfi til reglubróður síns segir hann: „Hitler er einn af nemendum okkar. Einn daginn verður þú vitni að því, að við munum í gegnum hann bera sigur úr býtum og byggja upp hreyf- ingu, sem fáer allan heiminn til þess að skjálfa." Ræðusnilld og miðilsgáfa Hitlers Adolf Hitler fæddist þann 20. apríl árið 1889 í Braunau, á landamærum Austurríkis og 26 VIKAN 15. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.