Vikan


Vikan - 27.07.1989, Síða 36

Vikan - 27.07.1989, Síða 36
Ávaxtaterta Ábætir Fyrir 4 Áætlaður vinnutími 20 mín. Höfundur: órn Garðarsson INNKAUP: ADFERD: Botn (sjá sykurdeig - sítrónuterta) (Sjá 12. tbl. ’88) Vanillukrem: 1/2 I mjólk 125 gr sykur 50 gr smjör 25 gr hveiti 25 gr maizenamjöl 3 eggjarauður 1 egg um 1 tsk vanilla 2 msk apríkósumarmelaði Hvaða ávextir sem er en þeir verða að vera meyrir Helstu áhöld: Kökukefli, hnífur, pensill, salatskál, lausbotna köku- mót, hrærivél. Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur txl Má frysta □ Annað: ■ Botn: Deigið er flatt út og bakað til hálfs í 8-10 mín., þá er kremið sett í og látið fylla mótið að 2/3 og bakað að fullu í 7-8 mín. ■ Krem: Mjólkin er soðin og á meðan eru eggjarauður, sykur og smjör þeytt saman í hrærivél. Maizena og hveiti bætt út í síðast. Sjóðandi mjólk- inni er hellt út í og sett aftur til suðu. Soðið í um 1 mín., hræra verður vel í á meðan svo að kremið brenni ekki við. ■ Heilu eggi er bætt út í um leið og kremið er tekið af hitanum og það síð- an sett í botninn. ■ Ávextir eru hreinsaðir og þeim raðað í botninn þegar tertan er volg. z Nota má hvaða soðna eða ferska ávexti sem er. Apríkósumarmelaði er hit- § að upp og tertan síðan pensluð með því. Framreitt kalt. £ ■ Geymist í 1-2 daga í kæli. _l Œ o “3 X co o z o < Soöinn kræklingur í skel Fyrir 2 Áætlaður vinnutími 15 mín. Höfundur: Snorri Birgir Snorrason Skelfiskur INNKAUP: ADFERÐ: 600 gr kræklingur í skel 1 meðalstór laukur 1 dl þurrt hvítvín safi úr einni sítrónu 1 msk steinselja 2 msk smjör Helstu áhöld: Pottur Ódýr □ Erfiður □ Heitur □ Kaldur □ Má frysta □ Annað: ■ Kræklingurinn hreinsaður vel úr köldu vatni og skeggið tekið af. Laukur- inn saxaður smátt og settur í pott ásamt hvítvíninu, steinseljunni og sítrónusafanum. ■ Soðið upp og kræklingurinn settur í pottinn. Lok sett á pottinn og soðið í þrjár mínútur. ■ Þegar kræklingurinn hefur opnað sig vel, er hann tekinn upp úr og settur á disk. ■ Köldu smjörinu hrært hratt saman við vökvann sem eftir er í pottinum og hellt yfir skeljarnar. Borið fram með sítrónu. Z o

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.