Vikan


Vikan - 10.08.1989, Side 28

Vikan - 10.08.1989, Side 28
ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Þú ert að búa þig undir mikilvægt | viðtal hjá vinnuveitanda. Þú hef- " ur valið viðeigandi fatnað, kynnt þér fyrirtækið, undirbúið góðar spumingar. Þá ertu tilbúin, ekki satt? Nei, ekki alveg. Það gæti vel verið að þú hafir gleymt einhverju mikilvægu, röddinni. Röddin er nefnilega mikilvægur hluti af framkomu þinni og hefur bein áhrif á það hvemig fólk bregst við þér. Röddin er oft sá þátturinn í heildarí- mynd manns sem mest er vanræktur. Áður en þú getur lært að betmmbæta hana verðurðu að verða meðvituð um hana. Ef þú ert eins og flestir hefurðu ekki hug- mynd um hvernig rödd þín hljómar. Þú tekur ekki eftir henni fyrr en eitthvað kemur fyrir hana. Þegar þú ert kvefuð eða nef- og ennisholur em stíflaðar er auðvelt að heyra breytinguna á röddinni. Fyrir vik- ið eykst meðvitund þín um hana í bili. Þegar maður þroskar rödd sína verður þessi meðvitund að haldast. Með þessari meðvitund gefst tækifáeri til þess að þroska með sér tilfinningu fyrir hljóði og finna fyrir röddinni á algerlega nýjan og öðm- vísi hátt. Þetta segir Jeffrey Jacobi okkur, en hann er raddþjálfi í New York. Hér á eftir koma æfingarnar hans. ERFIÐAR RADDIR Hér em nokkur algeng vandamál sem konur hafa sérstaklega. LÁGVÆR RÖDD OG LOFTKENND Stjómandi í stóm fyrirtæki kvartaði undan því að yfirmenn hennar af karlkyn- inu tækju ekki mark á henni. Hún var álitin góður starfskraftur en á fundum var lítið hlustað á hana. Hún gerði sér grein fyrir því að veikluleg röddin héldi aftur af henni. Með því að styrkja röddina talar hún nú af meira öryggi og tekst að halda athygli annarra. Samfélagið á að hluta sök á skortinum á styrkleika og valdsmennsku í röddum kvenna. Félagsleg skilyrðing hefur þjálfað margar konur í kvenleika og feimnislegri framkomu. Því miður heftir þetta af sjálfu sér rödd konunnar og kemur í veg fyrir að hún þroski með sér fullkomna raddgetu. Afleiðingin er mjúk og loftkennd rödd. Þótt sumum finnist þetta glæsilegt (t.d. Marilyn Monroe rödd) er staðreyndin sú að mikið loft í röddinni er veikleikamerki og gefur í skyn að manneskjan sé veik- geðja og auðveld bráð. Þessi tegund radd- ar hindrar konur á nútímavinnustöðum. NEFMÆLGI OG SKRÆKIR Hvenær heyrðir þú síðast rödd sem sargaði gegnum merg og bein? Fátt er meira fráhrindandi en að sjá fallega konu og heyra síðan hart og óþægilegt hljóð úr munni hennar. Röddin eyðileggur ímynd hennar undireins. Nefmæltur eða skrækur tónn pirrar þann sem hlustar og maður missir athygli ÞJALFAÐU í 26 VIKAN 16. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.