Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 31

Vikan - 10.08.1989, Síða 31
DULFRÆÐI TEXTI: GUÐMUNDUR SIGURFREVR JÓNASSON Adolf Hitler er í hugum fólks ímynd hins illa og djöfiillega. Hann er maðurinn sem heimur- inn vill hata. Þá 2010 daga sem hann var æðsti valdamaður þýsku þjóðar- innar þykir fordæðuskapur hans slíkur að önnur glæpaverk í gegnum aldirnar hverfa alveg í skuggann. Gyðingaofsóknir nasista eru eitt af því fyrsta sem haft er á orði þegar rætt er um grimmd og fólskuverk Adolfs Hitler. Áherslan á þennan þátt í sögu nas- ismans er slík að ætla mætti að gyðinga- hatrið væri runnið undan rifjum Hitlers. Því fer þó fjarri. Gyðingaofsóknir hafa gegnt stóru hlutverki í sögu evrópskra þjóða í aldaraðir. Rætur gyðingahaturs má rekja meðal annars til kristindóms enda hefur fyrirlitning á gyðingum verið eins og rauður þráður í gegnum kirkjusögu álf- unnar. Prestar og biskupar kaþólsku kirkj- unnar voru einatt ffemstir í flokki þeirra sem hvöttu til ofbeldisverka gegn gyðing- um. Þegar hamslaus skríllinn, knúinn áfram af logandi hatri, réðst með skemmdarverkum inn í gyðingahverfin, stakk ungbörn á hol, nauðgaði konum og brenndi gyðinga lif- andi þúsundum saman lagði kaþólska kirkjan blessun sína yfir aðfarirnar. í aug- um kirkjunnar voru gyðingar fordæmd og útskúfúð þjóð. Þeir voru bornir þungum sökum vegna morðsins á Jesú Kristi og í kirkjuritunum voru þeir aldrei nefhdir annað en júðasvín og júðahundar. Meira að segja Tómas af Aquinas, dýrlingur kaþólsku kirkjunnar og eftirlætisgoð dul- Hér sést blað hins sögufræga Habsborg- ar-spjóts. Það hefitr veríð trú marga í gegnum aldirnar að þetta sé sama spjótið og stungið var í síðu Jesú Krists þegar hann hékk á krossinum. Vegna þess að það er álitið vera helgur dómur hefúr spjótsblaðinu verið haldið við í gegnum aldimar. Á myndinni sést að því er hald- ið saman af vírum úr silffi og hlíf sem er úr skíra gulli. Ef marka má frásögn dr. Walters J. Stein trúði Hitíer á töframátt spjótsins. Vitað er að hann lét flytja það til Númberg þegar Austurríki hafði verið innlimað í Þýskalandi. Málverk Rubens sýnir rómverskan hermann reka spjót í gegnum síðu Jesú Krists til þess að fa úr því skorið hvort Kristur sé látinn. Samkvæmt fomri arfsögn á hermað- urinn, sem sagður var heita Gaius Cassius Longinus, að hafa uppgötvað á þeirri stundu að Jesú var sonur Guðs og spjótið þar með öðlast varanlegan töframátt. dómur Hvtlers 16. TBL 1989 VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.