Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 33

Vikan - 10.08.1989, Síða 33
DULFRÆÐI Röddin sem bjargaði lífi Hitlers í Mein Kampf gefur Hitler skýrt dæmi um hvernig hið sálræna skilningarvit eða hin „innri rödd“ varð til þess að bjarga lífi hans. Frásögn hans er svohljóðandi: „Ég var að borða kvöldverð í skot- gröfunum ásamt nokkrum félögum mínum. Allt í einu virtist rödd segja við mig: „Stattu upp og farðu þangað." Hún var svo skýr og eftirgangshörð að ég hlýddi sjálfkrafa, líkt og um herskipun væri að ræða. Ég stóð því samstundis á fætur og gekk um sextíu fet meðfram skotgröfinni með matarbaukinn í hendinni. Síðan sett- ist ég niður til þess að halda áffam að borða enda búinn að endurheimta hugar- ró mína. Ég var varla sestur niður þegar blossi og ærandi druna kom frá þeim hluta skotgrafarinnar sem ég hafði nýleg yfirgef- ið. Fallbyssuskot hafði sprungið yfir hópn- um sem ég hafði setið hjá og varð öllum að bana sem þar voru.“ Þjóðsagan um spjótið helga Þegar reynsla af þessu tagi er höfð í huga er auðvelt að skilja af hverju Hitler hafði jafhan mikinn áhuga á dulrænum eða yfirskilvitlegum fýrirbærum. Sagt er að hann hafi lagt stund á andlegar iðkanir og jafhvel notað skynbreytandi efiii til þess að opna fyrir dýpri vitundarsvið hugans. í bók sinni Örlagaspjótið (The Spear of Destiny) segir Trevor Ravenscroft að Hitl- er hafi haft mikla trú á dularmætti Habs- borgar-spjótsins svonefnda. Habsborgar- spjótið, stundum nefht spjótið helga, var hluti af keisaragersemum Habsborgaraætt- arinnar en hún var um aldaraðir helsta valdaætt Evrópu. Spjót þetta er nú geymt í Hofburg-safhinu í Vín og er af mörgum talið meðal mestu dýrgripa safhsins. Það hefur lengi verið trú manna að þetta sé sama spjótið og lagt var í síðu Jesú Krists skömmu eftir að hann andaðist á krossin- um. í Jóhannesarguðspjalli segir þannig ffá þessum atburði: „En er þeir komu til Jesú og sáu, að hann var þegar dáinn, brutu þeir ekki bein hans. En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu hans, og jafnskjótt kom út blóð og vatn. Og sá hefir vitnað það, sem hefir séð, og vitnisburður hans er sannur, og hann veit, að hann segir það sem satt er, til þess að einnig þér trúið. Því að þetta varð, til þess að sú ritning skyldi rætast: Bein í honum skal ekki brotið. Og enn seg- ir önnur ritning: Þeir skulu snúa augum til hans, sem þeir stungu." Þessi ævaforna þjóðsaga segir ffá því að Jósef frá Arimaþeu, sá hinn sami og annað- ist greffrun Jesú Krists, hafi varðveitt spjótið auk annarra hluta er tengdust lífi og krossfestingu Krists. Samkvæmt þjóð- sögunni á spjótið helga að búa yfir gífur- legum töffamætti og veita hverjum þeim sem hefur það til umráða óhemju vald til að gera bæði gott og illt. Sagan segir að Konstantín mikli, Karlamagnús, Friðrik 1. Þýskalandskeisari og fleiri herkonungar Áróðursmynd gegn gyðingum og fyrir „Der Sturmer", illræmdu sorpriti sem Julius Streicher gaf út og var sneisafúllt af lágkúrulegu klámi og sjúklegu gyð- ingahatri. hafi haff spjótið helga í vörslu sinni og átt velgengni sína í hernaði að miklu leyti að þakka kynngi spjótsins. Þjóðsagan hermir einnig að spjótið helga hafi þá náttúru að ef eigandi þess missir það úr vörslu sinni sé honum baninn vís. Þannig átti til dæmis Karlamagnús að hafa látist skömmu eftir að hann týndi því í einni orrustunni og sömu sögu er að segja af Friðriki keisara sem lést skömmu eftir að hann missti spjótið úr hendi sér. Framtíðarsýn Adolfs Hitler Trevor Ravenscroff byggir frásögn sína af áhuga Adolfs Hitler á Habsborgar-spjót- inu á heimildum dr. Walters J. Stein. Dr. Stein segist hafa kynnst Hitler sumarið 1912 í gegnum bóksala í Vín sem verslaði með bækur um galdra og dulræn efhi. í samræðum þeirra Hitlers kom fljótlega í ljós að þessi bláeygði Austurríkismaður var heltekinn af Habsborgar-spjótinu. Hann trúði því að spjótið væri nokkurs konar „töfrasproti" og fæli í sér lykilinn að stórvirki sem hann mundi sjálfur inna af hendi í ókominni framtíð. Hitler lýsti fyrir Stein hvernig spjótið orkaði á hann þegar hann barði það augum í fyrsta sinn þar sem það lá í glerkassa í Hofburg-safhinu: „Ég varð smám saman meðvitaður um æðri mátt er sveimaði í kringum spjótið - hinn sama ógnarlega mátt er ég fann innra með mér á þeim fágætu augnablikum lífc míns þegar ég skynjaði að stórfengleg ör- lög biðu mín. Skyndilega varð eins og mér yrði litið í gegnum glugga inn í framtíðina. Ég sá í einni andrá framtíðaratburð sem gerði mér kleiff að vita án nokkurs efa að blóðið í æðum mínum yrði einn daginn farvegur fyrir þjóðaranda fólks míns.“ Spjótið helga og endalok Hitlers Adolf Hitler gerði aldrei uppskátt hvaða fúrðusýn hann sá þennan dag í gegnum móðu ókominna ára. Hins vegar er ljóst að hinn 14. mars 1938, tuttugu og sex árum síðar, stóð hann fyrir ffarnan þetta sama safhhús og lýsti því formlega yfir að Aust- urríki hefði verið innlimað í Þýskaland. Sama dag gaf hann foringjum SS-sveitanna fyrirmæli um að fara inn í Hofburg-safhið og flytja þaðan spjótið og önnur veldis- tákn austurríska keisaradæmisins. Þann 13. október sama ár var þessum fornu gersem- um Habsborgaraættarinnar loks komið fyr- ir í Kirkju heilagrar Kristínar í Nurnberg en Hitler hafði í hyggju að setja þar á fót sérstakt stríðssalh nasistaflokksins. Eftir gífurlegar loftárásir bandamanna á Numberg í október 1944 gaf Hitler fyrir- skipun um að spjótið og aðrir munir Habs- borgaraættarinnar yrði færðir í sprengju- helda öryggisgeymslu sem grafin var djúpt niður í jörðu. Hitler hefur sjálfsagt verið minnugur þess hver örlög Karlamagnúsar, Friðriks 1. og annarra handhafa spjótsins urðu eftir að þeir höfðu glatað forráðum sínum yfir gripnum. Sex mánuðum síðar féll Núrnberg í hendur bandamanna. Will- iam Horn, ofursti í C-sveit bandaríska hersins, fékk þá boð um að hafa uppi á veldistáknum austurríska keisaradæmisins. Eftir talsverða fyrirhöfh tókst honum að sprengja sér leið í gegnum rammgerða járnhurð neðanjarðarhvelfingarinnar. Þeg- ar hann gekk inn í byrgið sá hann hið sögufræga spjót liggja á skríni sem rautt flossilki hafði verið breitt yfir. Hann lagði hald á spjótið fýrir hönd bandarísku ríkis- stjómarinnar. Þetta gerðist síðla dags þann 30. apríl 1945. Sama kvöld kveður við skammbyssuskot í neðanjarðarbyrgi Adolfc Hitler undir kanslarahöllinni í Berlín. Fyrmm handhafi spjótsins helga var allur. 16. TBL. 1989 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.