Vikan


Vikan - 10.08.1989, Side 38

Vikan - 10.08.1989, Side 38
KARLMEhN KLÆKIR KARLA Konur eru að taka við af körlum á vinnumarkaðinum - einhvern veginn verða karlar að verjast yfirgangi þeirra Paul Bryers rithöfundur hefur ekki farið varhluta af uppgangi kvenna á vinnumarkaðinum. Hann ákvað að kanna margvíslegar aðferðir til þess að ná sér niðri á konum. Ef til vill kannast einhver við þessa karlaklæki. ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Eitt þeirra ráða sem konur hafa gripið til í viðleitni sinni gegn yfirráðum karla er að hóta að öskra og öskra þangað til þær gubba. Þær hafa notað ýmis brögð í þessa áttina gegnum aldirnar til þess að ná fram því sem karlar hafa neitað þeim um í skjóli yfirburðastyrks og þrjósku. Táraflóð, reiði- köst, öskur, loforð um greiðvikni og hót- anir um að hætta henni, þokki, tiltal og fjárkúgun hafa reynst konum vel í eftir- sókninni eftir auðæfúm, valdi og öllu því sem karlar hafa haft einkarétt á öll þessi ár. Þetta kailast kvennaklækir. Og þeir bera árangur. Konur eru að taka við. Þær eru í stjómum fyrirtækja, þær reka deildir hjá hinu opinbera, þær hefja rekstur og eru lögfræðingar og dómarar, þær em í ábyrgðarstöðum. Þær em yfirmenn. Karlar vinna hjá þeim, karlar trítla á eftir þeim. Þetta er þrælerfitt fyrir okkur karlana. En við emm að læra ýmislegt. Gömlu kvennabrögðin hafa kennt okkur ýmislegt og nú mega konur fara að vara sig. Vandamálið er að konur eru harðari en karlar og svífast einskis. Það er að segja konurnar sem hafa komist á toppinn. Þær verða að vera harðar til þess að komast þangað. Haldið þið að Margaret Thatcher hefði gefið eftir ef Michael Heseltine hefði hótað að öskra og öskra þangað tii hann gubbaði? Hún hefði sagt: „Gjörðu svo vel. Karlaklósettið er við hliðina á stjórnarher- berginu, fyrstu dyr til hægri. Ef þú heldur að þú komist ekki þangað notaðu bara öskubakkann." Nei, við verðum að vera klókari en þetta og snúnari líka. Við verðum að nota karla- klæki. Til dæmis er hægt að tala með líkaman- um. Ég sá þetta fyrst notað sem vopn á skrifstofu framleiðanda sjónvarpsþátta. Sá sem notaði þessa aðferð var firéttamaður af karlkyninu sem hafði líkamlega og andlega ímugust á því að vinna undir stjórn konu, þótt aldrei myndi hann viðurkenna það. Við komum inn á skrifstofuna hennar og settumst hiið við hlið á móti henni. Hún byrjaði að tala við okkur. Fréttamaðurinn fór að iða og mjaka sér í sætinu þannig að fyrir rest sneri hann bakinu í hana. Á með- an hún talaði við hnakkann á honum yggldi hann sig og skældi ffaman í mig af angist og fyrirlitningu. Ég komst aldrei að því hvað henni fannst um þetta. Hún þótt- ist ekki taka eftir neinu. En það var veru- lega erfitt að einbeita sér að því sem hún var að segja. Þessi sami fréttamaður var sérfiræðingur í listinni að andvarpa. Rétt notað andvarp getur verið gjörsamlega niðurbrjótandi at- hugasemd um fáránleika kvenmanns sem álítur sig hafa heila. Við það er engu að bæta. „Ég held það væri sniðugt að taka fyrir viðskiptahallann við útlönd í þessari viku.“ Andvarp. „Eða kannski gætum við fjallað um það sem er að koma fýrir ósonlagið. Hvað heldur þú?“ Andvarp. Svo er til „svona, svona“ aðferðin, eins og til dæmis: Svona, svona, góða mín, hafðu engar áhyggjur af þessu, við karl- mennirnir munum redda þessu fýrir þig. Ef þetta er sagt með glotti og klappi á afturendann á henni framkallar þessi að- ferð sprengingu. Hins vegar skal að því gætt að sumar konur geta drepið. Mér hefur fundist þessi aðferð virka best þegar verkefnið snýst um tækni. Þeir leiknustu nota tæknimál með henni. Þið kannist við það: „Ég held það sé galli í DBS-inu, við verðum að lóda það aftur af RSD-inu." Flestir karlmenn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að bulfa en þeir þurfa þess heldur ekki. Karlar eru feddir bullarar og það undarlega er hve sjaldan einhver kem- ur upp um þá. Ég held að það stafi af því að festar konur trúi því að flestir karlar bulli mestallan tímann. Þið haldið e.t.v. að við verðum að sleppa því við og við, að okkur þrjóti af og til ímyndunarafl. Það er ekki rétt. Að auki er ég viss um að konur halda enn í snefil af þeirri frumstæðu trú að karl- ar séu tæknilega ferir. Við erum það ekki en konum gengur hægt að átta sig á því. Samt finnst mér þessi leið of áhættusöm. Ég nota frekar aðferð sem má kalla litli týndi drengurinn. Þið vitið, skipulegt bjargarleysi. Aðferðin virkar sérstaklega vel þegar ég hef áhyggjur af því að yfir- maðurinn fái kvenréttindakast ef hún sér mig biðja konur á skrifstofunni um að gera eitthvað fýrir mig eins og að laga kafii eða vélrita fyrir mig bréf. Það sem ég geri er að ég stend nálægt viðeigandi vél, til dæmis kaffivélinni, raf- magnsritvélinni, ljósritunarvélinni o.s.frv. og set upp bjargarleysissvip. Fæstar konur geta staðist þetta. Þær taka við. Ég verð að þola eilitla niðurlægingu, að talað sé við mig eins og ég sé hálfviti eða heimsking- inn á skrifstofunni, en konur hafa umborið 36 VIKAN 16. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.