Vikan


Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 10.08.1989, Blaðsíða 39
ATVinnULEIT slíkt árum saman. Þessi aðferð sparar mér geysimikinn tíma. Það er líka ákaflega gagnlegt að fara í fylu. Karlar eru frábærir fylupokar. Það er klassísk hernaðaraðferð vegna þess að hún brýtur andstæðinginn smám saman niður. Konur gefast upp, friða hann og róa hann. Ég veit ekki hvers vegna það er. Fréttastjóri á sjónvarpsstöð þar sem ég vann — hún er kona — ákvað að einn þul- anna væri til trafala. Hann leit vel út á mynd en hann gat ekki lesið fyrir framan myndavél. Hann var vissulega fluglæs en um leið og hann settist fyrir firaman sjón- varpsmyndavél fór hann í mola. Hann gat ekki lesið orð af textanum. Jú, reyndar eitt orð, en alls ekki tvö. Fréttastjórinn var að verða vitlaus á þessu. Hún öskraði á hann, reifst í honum, örvaði hann en ekkert gekk. Að lokum bannaði hún honum að lesa firéttirnar. Hún rak hann ekki heldur sagði hún honum að hann fengi ekki að lesa fréttir í sjónvarpi fyrr en hann væri orðinn læs. Hann fór í fylu. Hann færði skrifborðið sitt að dyrunum á skrifstofunni hennar og sat þar í fylu. Hann var frábær. Hann var aumkunarvert hrúgald af særðri karl- mennsku. Algjör Hamlet. Hún þoldi við í tvær vikur og síðan gáfu taugarnar sig. Vikuna á eftir sat hann fyrir firaman myndavélina og hélt uppteknum hætti: „Konu var bjargað úr húsbrunni af reykháfum slökkviliðsins." Tilfellið er að konur hafa ekki úthald í þetta. Þær þola ekki smásálarlegu hliðina, hinn endalausa skæruhernað. Þær eru ómögulegar í að taka þátt í leiknum. Þær sjá engan tilgang með honum. Og við karl- arnir erum meistarasmásálir. Einu sinni átti ég að taka upp viðtal við Caspar Weinberger á NATO-fúndi og ég var kallaður fram að öryggishliðinu. Fram- leiðandi þáttarins, sem var kona, var þarna komin með stjórnanda fréttaþáttarins, sem var karlmaður, og sá neitaði að skrifa nafn sitt á pappírinn sem hann þurfti til þess að fá að koma inn á öryggissvæðið. Hvers vegna var það? Vegna þess að skrifstofubáknið hafði engan flokk sem hét stjómandi og hafði flokkað hann undir tæknimann. Það var til flokkur sem hét framleiðandi, en konan var búin að skrifa sitt nafn þar. Hann ætlaði sko ekki að skrifa undir neitt sem flokkaði hann undir tækni- menn. Hins vegar vildi öryggisvörðurinn ekki hleypa honum inn ef hann skrifaði ekki undir plaggið. Öryggisvörðurinn var kona. Við björguðum málinu að lokum. Stjórnandi þáttarins fór inn sem framleið- andi og framleiðandinn fór inn sem tækni- maður. Ég er ekki alveg viss um hver vann þessa lotu. Mig gmnar við nánari umhugs- un að það hafi verið öryggisvörðurinn. □ í næstu Viku skoðum við aðferðir sem konur hafa notað öldum saman til þess að afla sér valda. Þær eru enn við lýði, en gagnast þær eins á þessum tímum kven- frelsis? Virka kvennaklækir enn? Frh. af bls 35 inn gerir til verðandi starfsmanna eru að þeir hafi stúdentspróf eða sambærilega menntun. Þó er það ekki skilyrði og get- ur góð starfsreynsla úr banka eða af skyld- um sviðum komið í sama stað þó prófið vanti. Að öllu jöfhu vegur starfereynsla þungt. Margt hefur breyst í bönkunum hin seinni ár, tæknivæðing og beinlínuvinnsla sem gerir meiri kröfur til þekkingar og þjónustulundar gjaldkeranna. Þeir verða að sýna viðskiptavininum meiri athygli og eru eins og andlit bankans út á við. Ari seg- ir að Landsbankinn hafi ekkert síður ráðið konur sem snúið hafa afitur til starfa eftir eitthvert hlé vegna heimilsaðstæðna en yngra fólk. „Þessar konur eru mjög verð- mætt vinnuafl. Þær koma aftur til starfa með ákveðna þekkingu og reynslu og hafa reynst okkur mjög vel.“ Á hinn bóginn tek- ur Ari ffam að reynsluleysi þurfi alls ekki að vera til baga. Það sé nauðsynlegt að „hlúa vel að ungviðinu" og geti verið afar ánægjulegt „að ala fólk upp til starfa innan bankans." í slíkum tilfellum ganga málin ákveðinn farveg. Bankamannaskólinn og fræðslufulltrúi innan bankans sjá um að kenna fólki og þjálfa. Auk þess hreyfast nýliðar með skipulegum hætti milli deilda og fá þannig yfirsýn yfir starfsemi bankans. „Venjulega kemur fólk til tveggja við- tala, fyrst í byrjun þegar það er ffemur að spyrjast fýrir, og aftur síðar ef til greina kemur að ráða það. í þessum viðtölum reyni ég að kynnast umsækjendum, reyni að fara dýpra í saumana eftir því sem á líður. Það þarf ekki að taka fram að allt sem á milli okkar fer er trúnaðarmál." Ari segir að þeir þættir sem hann leiti fyrst að sé aðlaðandi ffamkoma og vilji til að starfa hjá bankanum. Hann nefhir að fólk komi ákaflega misjafnlega fyrir í viðtölum og sumir séu óneitanlega taugaóstyrkir í byrjun. „Ég reyni hins vegar að koma þannig ffam við fólk að það komist í jafh- vægi og verði afslappað, oft með því að byrja að tala um eitthvað allt annað. Atriði eins og útlit og klæðaburður geta haft áhrif, en það þarf ekki að vera afgerandi.“ Ari er inntur nánar eftir þessu, hvort það virki til að mynda ffáhrindandi ef kona mæti mjög áberandi klædd og mikið mál- uð til viðtals. Hann vill ekki taka alveg undir það og nefnir að konan mæti í sínu fínasta púsi vegna þess að hún sé að reyna að sannfæra hann sem starfemannastjóra um að hún sé sú eina rétta í starfið. Málin eru vegin og metin út frá öðrum þáttum og oft er góðu fólki hreinlega bent á hvað mætti fara betur. „Best er að fólk komi eðlilega fram og sé sjálfú sér samkvæmt, að hver og einn komi ffam eins og hann er klæddur." Telur Ari sig vera mannþekkjara? ,Já, ég tel mig hafa öðlast þá reynslu að geta skyggnst örlítið inn í sálu hvers og eins. Það hefúr vanist eða lærst með tímanum. Það kemur býsna margt ffam í fýrsta viðtali sem segir manni til um áfram- haldið." HREYFINGAR OG SVIPBRIGDI Þeir sem annast ráðningar hafa oft á tíð- um tamið sér svipbrigðaleysi til þess að turfla ekki umsækjandann og láta hann ráða ferðinni í viðtalinu. Þetta getur stund- um virkað óþægilegt því umsækjandinn hefúr iitla hugmynd um hvaða áhrif hann hefúr á spyrjandann. Takið því vel eftir ýmis konar smáhreyflngum. Réttir spyrj- andinn úr sér eða hallar sér fram og horflr beint á þig? Þá er líklegt að þú hafir náð at- hygli hans og komir vel fyrir. Ýmiss konar fálm og gláp út í loftið gæti þýtt að hann sé að missa áhugann. Reyndu þá að koma með skynsamlega spurningu. Hreyfingar umsækjandans skipta einnig máli. Öruggt handtak, hvorki of laust né of fast, virkar vel. Hallaðu þér eilítið ffam í áttina að spyrjandahdum, horfðu beint ffaman í hann og sparaðu ekki brosin um of. Forðastu að krossleggja handleggina á brjóstinu (varnarstaða) og fikta í andlitinu á þér (þú hefúr einverju að leyna). Að halla sér aftur í stólnum eða hreyfa við hlutum á skrifborði spyrjandans sýnir of mikið sjálfsöryggi og virkar neikvætt. VANDRÆDI Er ferillinn ekki alveg sléttur og felldur? Er eitthvað sem gæti skemmt fýrir þér? Sérfræðingar leggja eftirfarandi til ef... ■ ...þig skortir ákveðna þekkingu sem nauðsynlegt er. Ef þú hefur ekki unnið reglulega við ákveðið verk, en hefur þó unnið það stöku sinnum, segðu þá að þú „hafir komið nálægt því.“ Ef þú hefur aldrei unnið við það sjálf, fylgst með öðr- um og heyrt talað um það segðu þá að þú „vitir hvað það er.“ ■ ...göt eru í náms- og starfsferlinum. Það gæti vakið grunsemdir. Best er að segja hreinskilnislega frá ef þú hefur verið frá vegna fjölskyldu, náms, dvalar erlendis eða verið að hugsa málið. Gerðu sem mest úr því að þú haftr lært mikið og þroskast af þessu. ■ ...þú hefúr verið rekin úr starfi. Þú skalt aldrei segja ósatt um það. Reyndu frekar að útskýra málin ffá þínum bæjar- dyrum án þess að sverta vinnuveitendur. Nefndu missætti, ólík sjónarmið og að þú hafir nú betri skilning á hvað henti þér best og þess vegna viljir þú fá umrætt starf. ■ ...þú ert að skipta algjörlega um starfssvið. Segðu frá því hvers vegna þig langar að breyta til og gerðu sem mest úr sveigjanleika þínum og hve létt þú eigir með að setja þig inn í nýja hluti, sem er þegar allt kemur til alls einn mikilvægasti eiginleikinn í nútímanum. ■ ...þú hefúr oft skipt um vinnu. Þetta gertur valdið örðugleikum. Reyndu að útskýra hvernig á þessu stendur. Ástæð- urnar geta verið þannig að þú hafir ekki fengið við þær ráðið. Fullvissaðu verðandi vinnuveitanda um að þú hugsir þér að verða til ffambúðar í starfi. 16. TBL.1989 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.