Vikan


Vikan - 10.08.1989, Side 40

Vikan - 10.08.1989, Side 40
5MA5AGA EFTIR T.E. BROOKS Oboðinn GESTUR Umhverflð lá sokkið í hyldýpi svart- myrkurs og stormurinn lamdi bílrúðurnar slydduflyksum, svo að ekkert varð út um þær séð. Bíllinn skjögraði áfiram veginn, sitt á hvað, eins og vönkuð skjaldbaka og unga konan sem sat undir stýri, hallaði sér fram, rýndi í myrkrið og reyndi eins og hún frekast gat að greina vegbrúnina. Ef óveðrinu slotaði ekki eitthvað, mátti heita vonlaust að hún næði heim í nótt. Og Evan var að sjálfsögðu miður sín af hræðslu hennar vegna. Samkvæmt því sem ráð var fyrir gert, átti hún að vera komin heim fýr- ir löngu. Hún hafði reynt að ná símasam- bandi heim, en það tókst ekki því að stormurinn hafði slitið línurnar. Og nú var klukkan að verða hálf eitt. Ekki var hún heldur fyllilega viss um hve langt hún ætti enn ófarið. Myrkrið hafði þurrkað gersamlega út öll kennileit. Og nú sótti allt í einu á hana sá skelfllegi grunur að ef til vill væri hún alls ekki á réttri leið. Að minnsta kosti klukkustund var liðin síðan hún hafði komið auga á veg- vísi. Hún hægði ferðina enn meir, beygði út að hægri vegarbrún, hemlaði, dró niður hliðarrúðuna og rýndi enn út í myrkrið. Stormurinn og slyddan flengdu vanga hennar og enni og sortinn lagðist að henni eins og þykkur, þéttur, ógagnsær hjúpur. Hún flýtti sér að draga rúðuna upp aftur og um hana fór ónotahrollur. Hún óskaði þess heitt og innilega að hún hefði aldrei farið til Northport. Það var ekki eins og hún þyrfti að vinna úti. Ekki af fjárhags- ástæðum. Evan var auðugur maður og hún hafði sagt skilið við leikhúsið þegar þau giftu sig þó að hana tæki það sárt. Maður kveður ekki leiklistina án innri átaka, enda hafði svo farið að hún varð hvað eftir ann- að gripin ákafri löngun til að koma aftur ffarn á lciksviði. Evan skildi það til hlítar og gerði sitt til þess að hún mætti fá þá ósk sína uppfyllta. Hún skipti um gír og ók enn af stað. Nú fékk hún ekki greint vegarbrúnina nema endrum og eins og varð að aka í blindni þess á milli. Ótti hennar magnaðist stöð- ugt og loks varð hún gripin hamslausri skelfingu. Aldrei áður hafði hún þráð það jafh ákaft og heitt að vera komin heim. Það var eins og hver taug í líkama hennar titr- aði og skylfi af þeirri þrá. Loks varð óþol hennar slíkt að hún gat ekki með neinu móti sætt sig við það lengur að skreiðast áfram með aðeins tíu kílómetra hraða á klukkustund. Með varúð steig hún lítið eitt þyngra á bensíngjöfina og það var eins og drægi úr slyddunni eftir því sem hrað- inn jókst. Vísirinn á hraðamælinum flkraði sig á töluna tuttugu og síðan tuttugu og fimm. Allt í einu hvarf henni vegarbrúnin gjörsamlega. Bíllinn skall til og því næst heyrðist þetta óþægilega urghljóð þegar hjólin grafast ofan í blautan sandinn og hring- snúast þar viðspymulaust. Hnúar hennar krepptust fast um stýrið um leið og hún steig bensíngjöfina í botn. Hreyfillinn svar- aði með reiðilegu öskri og bíllinn sökk enn dýpra í sandfenið. „Ekki þetta asninn þinn,“ hrópaði hún í reiði og örvæntingu. „Upp á veginn með þig...“ Og svo eftir andartak stundi hún lágt: „Guð minn al- máttugur, hvað á ég til bragðs að taka?“ Og loks mælti hún stundarhátt, þegar hún þóttist sjá að öll sund voru lokuð: ,Jæja, fjandinn hafi það...“ Og svo sat hún þarna í bílnum eilífðar- tíma — tuttugu mínútur, samkvæmt klukk- unni í mælaborðinu — og beið þess að regninu slotaði, eða að einhver bíll æki um veginn, eða bara að eitthvað gerðist. En það gerðist ekki neitt, nema að stormur- inn jókst enn. Snarpur sveipur skall á hlið bílsins, hnykkti honum til svo að hann lyff- ist þeim megin, en hinum megin grófúst hjólin enn dýpra niður og síðan rambaði hann og reri. Hún titraði af ótta. Það var ekkert líklegra en að stormsveipimir veltu bílnum um. Hún þorði ekki fýrir sitt litla líf að sitja inni í honum andartaki lengur og fyrr en hún vissi af þá stóð hún úti í storminum og slyddunni. Nokkurn spöl gekk hún eftir veginum og geislamir frá bílljósunum lýstu henni leið. Þó að stormhviðurnar næddu á henni og hún yrði holdvot innan stundar, var hún því samt ósegjanlega fegin að vera komin út undir bert loft og á hverri stundu bjóst hún við því að heyra skellinn þegar stormurinn velti bílnum. Hún veitti ekki beygjunni á veginum at- hygli fyrr en hún varð þess vör að nú gekk hún ekki lengur í skini bílljósanna og myrkrið lagðist að henni á allar hliðar; um- heimurinn varð ekkert annað en myrkur, stormgnýr og lemjandi slyddurigning. Hún stansaði í öðm hverju spori, hvessti augun og reyndi að greina eitthvað. Það var beinlínis með öllu óhugsandi að um- 38 VIKAN 16. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.