Vikan


Vikan - 10.08.1989, Side 45

Vikan - 10.08.1989, Side 45
HUC5LEIÐIÍ1C5AR heimsálfum? áhyggjulítið, jafhvel áhyggjulaust, skellt sér yflr Kjalveg eða Sprengisand. Þannig er haegt að taka hálft landið, til dæmis vestur- helminginn og geyma hitt þar til seinna. Þeir sem eiga duglegan bíl, til dæmis jeppa, ættu endilega að leggja leið sína upp í Öskju. Þangað <er ekið frá Mývatns- öræfum, rétt áður en komið er að Jökulsá á Fjöllum, til hægri frá þjóðvegi númer eitt. Þar er stór sprengigígur rétt við veg- inn og heitir Hrossaborgir. Þær minna að sumu leyti á hringleikahús eða foman íþróttavöll; flatur botn og aflíðandi umgjörð. Síðan er farið áfram inn að Herðubreiðarlindum. Þar er mikil fegurð og stemmning í landslagi. Fólk kemst í sérkennileg tengsl við íslenska náttúru eins og hún gerist hrjóstrugust en um leið tilfinninganæmust og fíngerð, þrátt fyrir allt. í Herðubreiðarlindum er Eyvindar- fylgsnið fræga, skammt frá Þorsteinsskála sem Ferðafélag Akureyrar á. Þama hafðist Fjalla-Eyvindur við einn vetur eða tvo eftir að hann slapp frá yfirvaldinu við Mývatn eins og flestum er kunnugt. Svo er ekið frá Herðubreiðarlindum inn í Dyngjufjöll. Þar er Askja, stærsta dyngja og dýpsta stöðu- vatn landsins. Þar er ákaflega sérstætt að koma og ekki ofeögum sagt að fýrstu amer- ísku geimfaramir héldu bókstaflega að þeir væm komnir til tunglsins þegar þeir komu þangað. Ég varð vitni að því. Ég var einmitt að vinna þama þegar þeir vom að æfa sig fyrir fyrstu tunglgönguna. Að koma inn á Öskju á sumardegi er al- veg einstætt. Þar er svo mikU kyrrð að hægt er að hlusta á þögnina. Það er nokk- uð sem enginn er svikinn af. Rétt áður en komið er upp að Öskjusvæðinu keyrir maður firam hjá DrekagUi sem er mjög hrikalegt og ber nafn með rentu. Lítil ár- spræna rennur eftir gUinu og einhver fossaföll innar en hclsta aðdráttaraflið em þessar hrikalegu myndanir í klettum og sandsteini allt í kring.“ Þetta dæmi tók hann um ferð um aust- anvert landið, en hvað segir hann um Vest- urland? Vestfirðir og Snæfellsnes ekki á hringvegakortinu „Vestfirðirnir vilja stundum gleymast hjá þeim sem ferðast umhverfis landið enda em þeir, eins og SnæfeUsnes, ekki inni á hringvegarkortinu. En Vestfirðir em, án þess að á aðra staði sé hallað, með allra fallegustu stöðum á landinu. Barða- strandarsýsla er til dæmis einstaklega fögur, þótt sumum finnist hún að vísu nokkuð löng í keyrslu. Gróður er þar með eindæmum mikill og þar er líklega eitt al- besta berjaland landsins. Þá er Vatnsfjörð- urinn sér á parti hvað fegurð snertir og Skaftafelf í Öræfum gæti verið einhvers staðar í austurrisku Ölpunum. Margir útlendingar hafa sagt að leiðin til Þingvalla minni svolítið á ökuleiðir í villta vestrinu. ekki má gleyma Látrabjargi þegar vestar er komið. Ég vil þó benda fólki, sem fer þangað, á að fara varlega. Þar er vestasti tangi landsins og um leið hæsta fuglabjarg í Norðurálfu. 1 Húnavatnssýslum em athygl- isverðir krókar sem tefja ekki tímann um of en gefa mikið af sér. Fyrst nefni ég Vatnsnesið sem er ákaflega failegt. Þaðan er fagurt útsýni til Stranda. Þegar lengra kemur fram á nesið má sjá heitan hver sem er í sjávarmálinu á fjöm en úti í sjó á flóði. Þaðan var tekinn hiti og nýttur í gróður- húsarækt. Hindisvík er firaman á Vatnsnes- tánni. Þar er ægifagurt og skemmtilegt að staldra við þegar komið er fyrir nesið og skoða klett sem frægur er af myndum en færri hafa skoðað í reynd Hvítserk, sem er þama í fjömborðinu, tignarlegur til að sjá. Hópið er þama skammt fiá og Borgarvirki; upphlaðið virki sem er ákaflega sérstætt og enginn veit til hvers var gert eða hver gerði en þarna er greinilega um mannanna verk að ræða.“ Þetta vom bara tvö dæmi af mörgum um leyndardóma landsins okkar. Það er ennþá fagurt og firítt — bara verst hvað það er fjandi dýrt að ferðast um það. Og þó. Eftir verslunarmannahelgina býður Ferðaskrifetofa fslands gistingu á Eddu- hótelunum fyrir rúmar þúsund krónur á mann yfir sólarhringinn. Böm fa þar að auki ókeypis gistingu í herbergi foreldr- anna þannig að gisting fýrir fjögurra manna fjölskyldu er ódýrari með þessu móti en fyrir einn mann á venjulegu hót- eli. Þetta hlýtur að vera upplagt tækifieri fýrir þá sem hafa ekki ennþá kynnst land- inu nægilega. □ 16. TBL 1989 VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.