Vikan


Vikan - 10.08.1989, Síða 51

Vikan - 10.08.1989, Síða 51
MÆFILEIKAPROF Gætir þú rekið eigið fyrirtæki? EFTIR DONNU DAWSON ÞÝÐING: SIGRÚN HARÐARDÓTTIR Spurningin er hvort allt sem þarf sé vilji, tími og hæfileikar. Hér eru nokkrar spurningar handa upprennandi atvinnurekendum af kvenkyninu. 1. Til þess að hefja rekstur fyrirtækis þarf að sækja um bankalán. Þú: a) Hefur manninn þinn með þér til stuðnings. b) Ógnar bankastjóranum með þekkingu þinni á við- skiptum. c) Fellur saman og lætur und- an um leið og hann segir nei. d) Ferð til bankastjóra með vel ígrundaðar hugmyndir um hvað þú ætlar þér og með fjár- hagsáætlun í hendinni. 2. Þú þarfnast ráðlegginga á sviði fjármála, viðskipta eða markaðssetningar til þess að koma fyrirtækinu á lagg- irnar. Þú: a) Leitar í símaskránni að endurskoðendum. b) Spyrst fyrir hjá öðrum sem reka svipað fyrirtæki sem gengur vel hvar þeir fengu aðstoð. ' c) Leitar til stofhana sem veita ókeypis upplýsingar til atvinnurekenda. d) Reynir að krafla þig fram úr þessu sjálf til þess að spara peninga. 3. Þú vilt hefja rekstur á fyrirtæki á sviði sem þú þekkir ekkert til. Þú: a) Hefur rekstur og lærir af eigin reynslu. b) Öðlast hæfhina sem þú þarfhast með því að sækja námskeið. c) Lest allar þær bækur sem þú finnur á þessu sviði. d) Færð þér fyrst vinnu hjá einhverjum á þessu sviði til þess að öðlast reynslu. 4. Þú vilt hefja rekstur fyrir- tækis en átt ung böm. Þú: a) Hefur reksturinn heima hjá þér. b) Setur börnin í dagvistun þótt það verði dýrt. c) Biður mömmu þína eða annan ættingja að líta eftir þeim. d) Fæðr manninn þinn til þess að taka meiri ábyrgð á þeim. 5. Fjölskyldu þinni finnst henni ógnað með athygl- inni sem þú veitir nýja fyrirtækinu þínu. Þú: a) Segist eiga rétt á því að hafa tíma fyrir þig. b) Reynir að hafa fjölskylduna með í ráðum eins og hægt er. c) Lætur sem þú heyrir ekki kvartanimar og vonar að hún venjist þessu. d) Skipuleggur vinnutímann þinn þannig að hann henti öðrum fjölskyldumeðlimum eins og hægt er. 6. Þú kemst að því að þú munir ekki geta framfleytt þér meðan þú kemur fyrir- tækinu á laggirnar. Þú: a) Ákveður að peningarnir, sem renna til fyrirtækisins, séu heilagir og finnur aðrar leiðir til þess að fá peninga til fram- færsfu. b) Reynir að spara eins og hægt er þótt útgjöldin verði mikil fyrst í stað. c) Notar hluta af peningunum sem þú fékkst að láni til fýrir- tækisins. d) Flytur inn til vina eða ætt- ingja sem krefjast lítillar eða engrar leigu þangað til fýrir- tækið fer að bera sig. 7. Góð markaðskönnun þýðir: a) Að komast að því hvað verðið er hjá keppinautum og hafa það lægra. b) Að komast að því hver eftir- spumin er eftir vöru/þjónustu þinni og hvort fólk muni vilja borga uppsett verð. c) Að selja vöm/þjónustu þína eins mörgum og hægt er. d) Að spyrja fjölskyldu þína eða vini álits um vöru/þjón- ustu þína. 8. í öðru bæjarfélagi hefur öðrum aðila tekist vel með sams konar hugmynd og þú hefur. Þú: a) Gleymir henni og reynir að finna þér annað að gera. b) Hermir nákvæmlega eftir honum á þeim forsendum að hann þjóni öðru svæði. - c) Aðlagar hugmynd þína svo að hún sé öðruvísi. d) Reynir að betmmbæta vissa þætti í þessum vel heppnaða rekstri með því t.d. að bjóða upp á fleiri liti, aukin gæði, áreiðanlegri afgreiðslu eða lægra verð. 9. Þú ákveður að fá þér fé- laga í fýrirtækið. Þú: a) Biður góða vinkonu/vin að taka þátt í fýrirtækinu. b) Biður ættingja þinn. c) Finnur einhvem sem passar við hæfileika þína, hefur rekst- ur og vonar það besta. d) Gerir skriflegan samning við manneskjuna sem þú velur. EINKUNNAGJÖF Merktu við svörin þín við hverri spumingu. Við 2., 3., 5. og 6. spurningu eru tvö af svörunum rétt og skal því merkja við tvö svör við þeim. Þú færð eitt stig fyrir hvert rétt svar. Frh. á bls. 52 16. TBL 1989 VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.