Vikan


Vikan - 19.12.1940, Page 38

Vikan - 19.12.1940, Page 38
36 VIKAN, nr. 51, 1940 heyrum hann enn þá slá gígju sína eins og nóttina fögru, undir blátjaldi himins- ins, með silfurdöggvaða jörðina við fætur sér, og öll þjóðin hlýðir á. Hvers vegna er Jónas Hallgrímsson ís- lenzkastur allra íslandssona í minningu þjóðar sinnar ? Er það vegna þess að hann svarf til demanta í málinu? Er það vegna þess að hann kenndi þjóðinni að meta sjálfa sig og landið, er hún byggði ? Er það vegna Ijóðanna yndislegu, sem eru á allra vörum, jafn ný og fersk um ár og æfir? Minna hefði nægt til að gera hann ást- sælan, þegar hið mesta var til staðar — ást hans til íslenzkrar þjóðar — ást hans til alls, sem íslenzkt var í jörðu og á. Vegna þess að Jónas Hallgrímsson átti svo mikið af yl og ástríki hjartans varð hann svo mörgum sárum særður, hann brynjaði sig ekki, hann vildi heldur „kenna til og lifa“. Og hann batt heldur ekki sorg- ir sínar undir skó — það var ekki eðli hans að flýja frá því, sem sárt var, hann breytti því í grátfögur ljóð, lýsandi stjörnur. Saga lífs hans er ekki löng, en hún er letruð í íslenzk hjörtu, því að þeirra minn- ing lifir, sem elska mest, og þess vegna syrgja, frá þeim kemur frelsið og fegurð- in. Það eru þeir, sem reisa við menningu þjóðanna. JÓLAGJÖFIN HENNAR. Framhald af bls. 32. inni. En ég vil heldur vera hér í ró og næði og borða jólamiðdegisverðinn á matsölu- húsinu. — Það hefir verið svipað um mig, þessi ár sem ég hefi verið vestra. Þetta er hálf óhugnanlegt . . . Heyrðu, — ég held ann- ars, að ég kaupi brunabíl handa Þorbirni líka. Það er líklega hávaðamesta leikfang- ið, sem hægt er að fá handa drengnum. Kai bjó um jólagjafirnar, en Elsa virti hann fyrir sér, með talsverðri eftirvænt- ingu. Allt í einu leit hann upp. — Hvenær ferð þú vestur aftur? . . . Bráðlega . .. Augu þeirra mættust. Elsa beit í vör- ina. — Lokaðu dyrunum, sagði hún og bar ótt á. Ég vil ekki láta viðskiptamennina þína sjá mig hér skjælandi. Hann flýtti sér að aflæsa búðardyrun- um og draga niður gluggatjaldið. — Ég fer ekki aftur, ef þú biður mig um að vera hér kyrra, sagði hún í ör- vinglan. Kai tók utan um hana og dró hana að sér, með hægð. — Hvernig átti ég að geta vænst þess, að þú myndir vilja láta þér lynda, að vera hérna, í þessu . . . Þau sátu langa stund inni í skrifstofu hans og skröfuðu saman. Elsa hringdi heim, og sagði systur sinni, hvar hún væri niður komin. — Það verður einum fleira við borðið, sagði hún glaðlega. Nú eignast þeir Finn- ur og Þorbjörn nýjan ,,frænda“, sem ég er viss um að þeim þykir vænt um, þegar til kemur. Systir hennar blístraði. — Ég óska þér til hamingju, sagði hún svo. — Ég get hugsað mér, að þið komið ekki svona fyrsta kastið, — — líklega hafið þið ýmislegt að skrafa um. — Við skulum koma í tæka tíð, — ábyggilega. Ég er með jólagjafir handa drengjunum. Hún lagði frá sér heyrnar- tólið og sneri sér við. Kaj stóð hjá henni og vafði handleggj- unum utan um mittið á henni. — Æ, vinur, — ósköp hefir mér fund- izt ég vera einmana, öll þessi ár. Allt nema nefið. Afi var að fá sér miðdegisblund og hraut mik- inn. „Er afi þinn sofandi?“ spurði mamma Tomma litla. „Já, það sefur allt á honum, nema nefið.“ VÉFRÉTTIN. Framh. af bls. 12. til kirkjunnar, þegar hún gengur í heilagt hjónaband. Þetta getur vé- fréttin auðveldlega sagt henni, þótt það sé á engra manna færi að segja það fyrir hjálparlaust. Aðferðin er hin sama og fyrr, nema hvað nú eru eftirfarandi orð notuð: Vagn, fákur, bifreið, börur. Og í þetta sinn er það auðvitað hjartadrottningin, er gefur hið ákveðna svar. Hvar munu nýgiftu hjónin eiga heima? Þá er nú ekki annað eftir að vita, en hvar nýgiftu hjónin muni eiga heima. Munu þau eiga við auð / og alls- nægtir að búa og hafa reisu- leg húsakynni, — eða munu þau hafa flest af skorn- um skammti og eiga heima i ein- hverju hreysi? Véfréttin getur skýrt frá þessu eins og öllu öðru. Er og sama aðferðin og höfð hefir verið hér á undan, nema nú eru eftirfarandi orð notuð, er segja meir en nokkur önnur um æfi- kjör hinna ungu hjóna, sem leggja nú út á hjóna- bandsbrautina: Höll hús hreysi. En hér er það hann, er verð- ur fyrir svör- um, það er að segja gosinn, er táknar nú hinn tilvonandi eiginmann. Meir en þetta getur véfréttin ekki skýrt frá. En hefir hún ekki skýrt í raun og veru frá meira en ung stúlka æskir að vita? Er nú ekki allt sagt, er segja þarf? Fallið forsetaefni. Juan A. Almazan hershöfðingi, sem tapaði í forsetakosningunum í Mexico á þessu ári. Hann er nú á ferðalagi i Bandaríkjunum til að hvila sig eftir kosningabaráttuna. Hann neitaði að láta hafa nokkuð eftir sér um stjórn- málaviðhorfið í Mexico. LaGuardia borgarstjóri í New York og Henry A. Wallace varaforseti Bandaríltjanna. LaGuardia borgarstjóri í New York og Henry A. Wallace fyrr- verandi landbúnaðarráðherra, sem nú er varaforseti Bandaríkjanna, sjást hér á myndinni. Þeir eru þarna á sýningu, sem borgarstjórinn gekkst fyrir til þess að kynna kaupmönnum og neytendum hvernig hin nýju fyrirmæli um stimplun matvæla eigi að koma til fram- kvæmda. Það var landbúnaðarráöherrann, sem gekkst fyrir þessari iagasetningu og sést borgarstjórinn hér á myndinni vera að reyna. að selja honum stimplað korn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.