Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 5

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 5
Þorgerður Traustadóttir skrifan AÐKEYPT SÓLBRÚNKA Það hefur alltaf þótt fal- legt hér á landi að vera brúnn. Þá meina ég sólbrúnn í andliti, á handleggj- um og jafnvel á fótleggjum. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að sólin skín svo sjaldan á blessuðu landinu okkar og þess vegna er erfitt að fá al- mennilegan litframan f sig. Og fólk er auðvitað alltaf sólgnast í það sem erfiðast er að fá. Svo rammt kveður að sólar- þorstanum að konur þyrpast á sumrin í sundlaugarnar, þar sem þær tæta af sér hverja spjör og flatmaga stundunum saman, nær berar. Ég hefði ekki trúað þessu nema af því að ég stóð hann Ásgeir að því í sumar að vera að rýna í DV með óvanalegum ákafa. Og hvað haldiði svo sem að hann hafi verið að rýna í? Verð- bréfamarkaðinn eða gengið? Ónei, hann var að virða fyrir sér mynd af þrem gálum, sem flatmöguðu fáklæddar á laug- arbarmi einhvers staðar í Reykjavík. Ég varð sjálf að fara með blaðið niður í ösku- tunnu úr því að það þurfti ekki að fara með ruslið þennan daginn. En ég er nú að tala um þetta af því að nú er það ekki lengur bundið við sumrin að verða sólbrúnn. Nú virðist fólk geta spókað sig dökkbrúnt frá toppi til táar allan ársins hring án til- lits til þess hvort úti rignir eldi eða brennisteini. Hijómsveitin var varla byrjuð að spila þegar Björn geystist með þá fyrstu út á gólfið. Mér er það minnisstætt þeg- ar þessi lenska var fyrst að ryðja sér til rúms. Þá bjuggum við enn í sveitinni okkar fyrir norðan og svona hégómi hafði auðvitað ekki þekkst þar. Ná- grannabóndi okkar á Botni, ungur maður, Björn að nafni, sem hafði nýlega tekið við bú- inu af föður sínum, hafði vakið athygli fyrir vasklega fram- göngu á dansleikjum í sveit- inni. Hann var sumsé að reyna að ná sér í konu, skinnið, en fórst það eitthvað óhöndug- lega, svo hvorki hafði gengið né rekið til þessa. Ekki bætti það úr fyrir honum að hann var ákaflega Ijós yfirlitum, eigin- lega hvítingi eins og það er kallað fyrir norðan. Svo gerðist það á þorrablót- inu í samkomuhúsinu að sveit- ungana rak [ rogastans. Inn gekk Bjössi, uppábúinn og skitugulur í andliti og á höndum. Einna sterkastur var þessi skærguli litur í hársverði, kringum augabrúnir og munn. Það var sannast sagt alveg voðalegt að horfa upp á aum- ingja manninn, svona flekkótt- an í framan. Enginn þorði að minnast á þetta við Björn sjálfan en áður en borðhaldi lauk var salurinn orðinn sammála um að hann væri fárveikur orðinn af gulu. Sumir staðhæfðu jafnvel að hann ætti ekki nema fáar vikur ólifaðar. Þetta varð til þess að kveikja vorkunnarneista í brjóstum ungu heimasætanna á bæjun-' um svo að þær höfðu ekki samvisku til þéss að neita honum um dans. Hljómsveitin var varla byrjuð að spila þegar Björn geystist með þá fyrstu út á gólfið og síðan hverja á fæt- ur annarri. Einhverjir höfðu orð á því að hann væri fullsprækur af fárveikum manni að vera. Hinir, sem þóttust þekkja til veikinnar, sögðu að það væri alvanalegt að gulusjúklingar tækju svokallaðan helsprett þegar farið væri að styttast í því hjá þeim. Samkvæmt því átti ungi bóndinn ekki langt eft- ir því hann nam ekki staðar fyrr en eftir síðasta dans. Hvað um það, heim komst Bjössi með hreppstjóradóttur- ina upp á arminn. Það var ekki laust við að ég hefði áhyggjur af vesalings manninum, svo daginn eftir sendi ég Ásgeir fram að Botni til að athuga hvort allt væri yfir- staðið. Hann hafði heldur en ekki fréttir að færa þegar hann kom heim aftur. Bjössi var sumsé við hestaheilsu og virt- ist ætla að verða það áfram. Hann hafði bara tekið inn gul- rótartöflur, sem hann hafði séð auglýstar í blaði og pantað frá Reykjavík. Þær áttu að gera mann sólbrúnan á skömmum tíma. Bjössi hafði tekið tvö- faldan skammt, til að „vera kominn í lag fyrir þorrablótið", eins og hann orðaði það við Ásgeir. Þess vegna hefur litur- inn líklega hlaupið í enn meiri kekki í andlitinu á honum en ella. Ekki voru þessar pillur úr höfuðstaðnum alvondar, þótt þær gegndu ekki því hlutverki sem þeim var ætlað. Björn býr nú stórbúi á Botni ásamt hreppstjóradótturinni og eiga þau þrjú börn. Elsta dóttirin fæddist níu mánuðum eftir þorrablótið og heitir Kolbrún. Norsku Stil ullarnærfötin Þeim verður ekki kalt aUan daginn. Dæml um verð: Stærð Buxur einf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.* 4—6—8 10-12 1432- 1551- 1487- 1701- 1560- 1738- 1672- 1831- * fóðruð með mjúku Dacron efni. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 1. TBL 1991 VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.