Vikan - 10.01.1991, Qupperneq 34
MAKALAUS
MISTÖK í
BÍÓMYNDUM
Frh. af bls. 32
tök í þeirri mynd. Dansari í einu
atriði er ekki í takti við hina
dansarana og kóróna Ijónsins,
sem á að vera úr blómapotti úr
leir, skoppar þegar hún dettur.
Myndin þótti ot löng þegar hún
var prufusýnd og þvi varð að
sleppa rándýru söng- og dans-
atriði sem var kallað Jitterbug.
Dans með þessu nafni varð
geysivinsæll löngu eftir að
myndin var frumsýnd, eins kon-
ar undanfari rokksins og kallað-
ur tjútt hér á landi. Annaö atriði,
sem rætt var um að sleppa, var
lagið Overthe Rainbow. Því var
þó haldið í myndinni og átti sinn
þátt í að gera hana sígilda.
KANNSKI ERU
KASSETTUR LÉLEG
SÖNNUNARGÖGN
HVORT SEM ER
En snúum okkur nú að nýrri
myndum. Leikkonan Carrie
Fisher leikur Leiu prinsessu í
Star Wars. í lok myndarinnar
kallar aðalleikarinn til prinsess-
unnar: Carrie! - svona svipað
og ef Gunnar Eyjólfsson hefði
hrópað Tinna í staðinn fyrir
Ugla í Atómstöðinni. Og í
myndinni Jagged Edge leikur
Glen Close lögfræðing. í einu
atriðinu, sem gerist í réttarsal,
er hún f gráum fötum og í
næstu andrá eru fötin hennar
orðin dökkblá. Hún yfirheyrir
vitni og er þá í brúnum fötum.
Þegar hún sest niður, að yfir-
heyrslunni lokinni, er hún aftur
komin í dökkbláu fötin - og
doppótta blússu. Það er ekki
vist að eins margir hafi tekið
eftir því að undir lok myndarinn-
ar Presumed Innocent er Harri-
son Ford umsetinn af blaða-
mönnum á tröppum dómhúss.
En hann þarf víst ekki að hafa
miklar áhyggjur af snápunum.
Segulbandstæki, sem er þrýst
upp að andliti hans, er greini-
lega kassettulaust.
Við íslendingar eigum
kannski erfitt með að átta okkur
á staðháttum í sumum amer-
iskum myndum. Nokkrar ís-
lenskar myndir, sem eiga að
gerast í ímynduðu umhverfi,
eai teknar hingað og þangað.
En flest ríki Bandaríkjanna hafa
sterk séreinkenni. Það kemur
því mörgum spánskt fyrir sjónir,
í myndinni Driving Miss Daisy,
þegar Morgan Freeman ekur
Jassicu Tandy frá Georgíufylki
til Alabama, að umferðarlög-
Fanganúmerið á Jailhouse Rock eitthvað á reiki...
Undarlegt hvað hárið er missítt á Judy Garland á stuttri leið hennar.
Á undan tímanum í
kvikmyndinni Born on the
Fourth of July.
Það var hringlað með hring i
eyrum Yuls Brynner í
kvikmyndinni The King and I.
regluþjónn í Alabama skuli vera
klæddur í einkennisbúning
Georgíulögreglunnar. í mynd-
inni Lethal Weapon 2 er líka
farið frjálslega með umhverfis-
staðreyndir þegar Mel Gibson
byrjar eltingaleik á því að aka út
úr heimkeyrslu í Mulholland
Drive í Los Angeles en þegar
hann skiptir úr bakkgír í framgír
er hann allt í einu staddur á
Angeles Crest hraðbrautinni
sem er í margra mílnafjarlægð.
TIL VINSTRI - SNÚ
Það hefur stundum viljað
brenna við í sjónvarpsþáttum -
og kvikmyndum raunar líka -
að þekkt dægurlög heyrist í atr-
iðum sem hafa átt að gerast
löngu áður en lögin voru samin.
Þannig er þetta til dæmis í
myndinni Bom on the Fourth of
July sem gerist á árunum
1968-1969. Þegar Tom Cruise
liggur á sjúkrahúsi í einu atriði
myndarinnar heyrist lagið Am-
erican Pie með Don MacLean.
Það lag var þó ekki gefið út fyrr
en árið 1971.
Oft kemur fyrir að tíska og
hárgreiðsla er úr takt við
tímann. I sjónvarpsseríu einni,
sem á að gerast á stríðsárun-
um, er aðalpersónan, skarpur
blaðamaður, með bítlahár-
greiðslu eins og Paul McCartn-
ey. Ekki er nóg með að sú hár-
greiðsla hafi ekki komist í tísku
fyrr en tuttugu árum síðar held-
ur hefði enginn sómakær karl-
maður látið sjá sig með svoleið-
is hár fyrir fimmtíu árum. En
höldum okkur áfram við Tom
Cruise. í myndinni Days of
Thunder lendir hann í slysi sem
skilur eftir undarleg einkenni.
Þegar hann fer á sjúkrahús sést
rauður hringur í kringum lit-
himnuna á hægra auga hans.
Seinna sést hann á vinstra aug-
anu og nokkru síðar aftur á því
haegra.
f eldri mynd, The King and I
frá 1956, syngur Yul Brynner
lagið Is a Puzzlement. í þessu
eina lagi er hann stundum með
hring í vinstra eyranu, stundum
í því hægra og í nærmyndum
hverfur hringurinn alveg.
Snemma í myndinni Ghost
sjást þau Patric Swayze og
Demi Moore móta leirvasa og
eru útötuð í leir á höndum og
handleggjum. En þegar þau
hætta leirkeragerðinni til að
elskast er allur leirinn horfinn af
þeim.
FUÚGANDI DISKAR?
Bjórflaska, sem stendur á
handklæðaskammtara í mynd-
inni Tvíburarnir með Arnold
Schwartzenegger og Danny de
Vito, færist frá vinstri til hægri
án þess að nokkur hreyfi við
henni. í myndinni Pretty Wom-
an fá þau Richard Gere, Julia
Roberts og Ralph Bellamy sér
sorbet á veitingahúsi. f næstu
töku er sorbetdiskur Ralphs
horfinn. Þá hverfur diskur Ric-
hards á meðan Ralph og Julia
hafa hvort sinn disk. Þá fær
Richard diskinn sinn aftur en
diskur Juliu er horfinn. ( öðru
atriði krýpur Julia fyrir framan
Robert, tekur af honum bindið
og fráhneppir skyrtunni hans.
En í nærmyndum af Richard er
hann í upphnepptri skyrtu með
bindi.
Þau atriði þar sem menn
standa þvegnir, stroknir og ný-
greiddir upp úr ofsafengnum
slagsmálum eoi svo mörg að
það tekur því ekki að tína ein-
stök dæmi til. Elvis Presley varð
til dæmis nokkrum sinnum
uppvís að þessu f myndum
sínum. En þótt því hafi verið
haldið fram að sést hafi í renni-
lása á búningum Elizabeth
Taylor í myndinni Cleopatra er
það bara ímyndun. Og þótt ís-
lensk kvikmyndagerð sé ekki
gömul hefur blessunarlega lítið
farið fyrir mistökum af þessu
tagi í íslenskum kvikmyndum.
Að minnsta kosti hafa menn
ekki haft hátt um það ef eitt-
hvað svoleiðis hefur sést.
34 VIKAN l.TBL. 1991