Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 12

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 12
Mynd úr fjölskyldualbúminu sýnir hamingjusöm systkini. Hér er Hjalti 11 ára og systurnar Halla og Auður 5 og 10 ára. ■ Ég hef stundum sagt að þessi tími hafi verið eins konar undir- búningstími þar sem ég eignaðist svo seinna sjálf tvö þroskaheft börn. ■ Eitt af því sem læknar sögðu var að drengur- inn ætti aldrei eftir að ganga. Ég neitaði að trúa því, fékk handa honum næturspelkur og sérsmíðaða skó og þjálfaði hann sjálf. ■ Þegar ég komst að því hvað var að börnun- um mínum hefði ekki verið nokkur vandi að gefast hreinlega upp en það hvarflaði aldrei að mér. verður þess vegna ekki hulin neinum leyndar- hjúp eða tepruskap. Þau sjá lífið eins og það er. Þetta tel ég hafa verið mér gott veganesti út í lífið og margoft komið mér að gagni í lífsins ólgusjó. Það var mannmargt í Fagradal þegar ég var að alast upp. Á hæðinni fyrir ofan okkur bjuggu amma og afi og í húsi við hliðina bjuggu föður- bróðir minn og kona hans með ellefu börn. Auk þess voru hjá okkur vetrarmenn og kaupakon- ur. Við bjuggum svo afskekkt og enginn bíl- vegur lá að bænum en það kom ekki að sök þar sem nóg var af leiksystkinum. Á kvöldin fórum við í ýmsa leiki og man ég að útilegu- mannaleikir og boltaleikir voru vinsælastir. Skólagöngu okkar var þannig háttað að kona, sem bjó I sveitinni, fór á milli bæjanna og kenndi. Þá bjó hún á hverjum stað fyrir sig í einn til tvo mánuði í senn og kenndi krökkun- um á bænum ásamt öðrum úr sveitinni. Námið hjá þessari konu leiddi til fullnaðarprófs sem ég tók tólf ára gömul. Að því loknu fór ég til náms hjá forstöðukonu húsmæðraskólans á Staöarfelli. Veturinn þar á eftir var ég á Torfa- stöðum og lærði á orgel og ýmislegt fleira hjá prestinum þar. Því næst fór ég í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og var þar í tvo vetur. Að því loknu starfaði ég sem kennari heima í sveitinni í einn vetur. En þá hafði ég gert það upp við mig að ég vildi verða hjúkrunarkona og settist þvf f Hjúkrunarskóla íslands næsta haust. - Hvað varð til að þú valdir hjúkrunar- nám öðru fremur? Ég held að löngunin til að hjúkra hafi blund- að með mér frá barnæsku. Ef eitthvert barn- anna á bænum meiddi sig var ég alltaf nær- stödd og reyndi að gera að meiðslunum. Ein systir mín átti það til að fá krampa og mamma eftirlét mér ævinlega að hlúa að henni þegar það gerðist. Þó held ég að mest áhrif á starfs- val mitt hafi haft atburður sem gerðist þegar ég var í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þannig var að í næsta herbergi við mig á skólanum var ungur maður sem var mjög veikur. Hann hét Guðjón Guðjónsson og var frá Gufudal. Ég fylgdist með veikindum hans og ósk mín um að mega hjálpa honum varð sífellt sterkari. Öll mín þrá beindist í þessa átt og ég tók þá ákvörðun að leggja fyrir mig hjúkrun til að geta linað þrautir og hjálpað öðrum sem svipað var ástatt fyrir og Guðjóni. Því miður drógu veik- indin Guðjón til dauða, ungan manninn í blóma lífsins. Þetta hafði mikil áhrif á mig og átján ára gömul hóf ég hjúkrunarnám. - Hvað tók við að náminu loknu? Fyrsta start mitt sem hjúkrunanræðingur var á Kópavogshæli. Það er svolítið merkilegt vegna þess að það er skammt frá núverandi vinnustað mínum, Sunnuhlíð. Ég hóf því hjúkr- unarstarfið á sömu slóðum og ég kem til með að Ijúka því. Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna á Kópavogshæli var sú að Sigríður heitin Eiríksdóttir, sem oftast er nefnd forsetamóðir, bað mig um að taka að mér þetta starf. Verið var að opna Kópavogshælið og voru vistmenn fluttir þangað fra MeppjarnsreyKjum en par höfðu þeir verið fram að þeim tíma. Jóna Guðmundsdóttir var þá forstöðukona og ég var deildarstjóri. Þarna vann ég svo í eitt ár. - Hvað er þér minnisstæðast frá þessum tíma? Það er svo margt. Ég lærði alveg ótrúlega mikið á þessu eina ári. Ég hef stundum sagt að þessi tími hafi verið mér eins konar undirbún- ingstími þar sem ég eignaðist svo seinna sjálf tvö þroskaheft börn. En það er nú önnur saga. Það má segja að Kópavogshælið hafi verið nokkuð afskekkt í þá daga, þar sem engin byggö var í holtinu. Einnig voru viðhorf til þroskaheftra allt önnur en í dag og segja má að aðbúnaður vistmanna hafi verið með ólík- indum. Mér er minnisstætt að ekki þótti við hæfi að hafa gluggatjöld fyrir gluggum né sængur í rúmum. Ég bar gæfu til að breyta þessu og það yljar mér um hjartarætur aö hafa getað það. Ég get nefnt dæmi um hvernig farið var meö vangefna á þessum árum. Einn drengur kom utan af landi, hann hafði verið bundinn á fjósbás allt sitt líf. Hann var líkari dýri en mennskum manni þegar hann kom til okkar á Kópavogshælið. En því tókst að breyta. Eftir að hafa verið hjá okkur um tíma lærði hann margt, meðal annars að halda sér hreinum og hann varð svo fínn með sig að aldrei mátti sjást á honum kusk né blettur. Ég held að meðferðin á þessum dreng hafi ekki ráðist af mannvonsku, fólk vissi einfaldlega ekki betur. Guðmundur Ófeigsson listmálari er mér einnig minnisstæður frá veru minni á Kópa- vogshælinu. Hann hafði til að bera einstæðan persónuleika. Meðal annars var hann dulrænn og sá fyrir hluti. Þegar hann varð eldri og ég var komin til vinnu í Sunnuhlíð tók ég hann til mín þangað. Guðmundur lamaðist á efri árum og það var eins og líf hans slokknaði þegar hann gat ekki málað lengur. - Hvað tók við eftir veru þína á Kópa- vogshæli? Þá gifti ég mig og fluttist að írafossi. Maður- inn minn var vélstjóri og fékk vinnu þar. Á íra- fossi bjuggum við í um það bil eitt ár en fluttum síðan til Reykjavíkur þegar ég gekk með fyrsta barnið okkar. Við keyptum okkur íbúð í Hlíðun- um og þar bjuggum við þegar ég eignaðist börnin mín þrjú. Fyrsta barn mitt var drengur sem er þroskaheftur. Á sama ári fæddist okkur dóttir sem er heilbrigð. Fimm árum síðar eign- uðumst við aðra dóttur sem einnig er þroska- heft. - Var þér Ijóst strax og drengurinn fædd- ist að eitthvað amaði að honum? Nei, útlit hans bar þess engin merki. Hann var fremur máttlaus í höndum og fótum og var því mjög dettinn. Að öðru leyti virtist allt vera eðlilegt. Fyrsta ár sitt var hann mjög veikur, fékk svokallaða spítalabólu og gróf allur út í kýlum. Honum batnaði fyrst þegar ég gaf hon- um blóð. Ég gerði mér enga grein fyrir að drengurinn væri þroskaheftur enda var ekkert sem benti til þess. Læknirinn hans var mennt- aður barnalæknir og hefur án efa haft sínar grunsemdir en hann sagði mér þetta ekki. Smám saman varð mér Ijóst að ekki var allt með felldu og þá gekk ég eftir því að fá úrskurð um heilsu hans. Þegar ég loks fékk staðfest að hann væri þroskaheftur var ekki um annað að gera en að taka því. Þá hófst baráttan fyrst fyrir alvöru. Eitt af þvi sem læknar sögðu var að drengurinn ætti aldrei eftir að ganga. Ég neit- aði að trúa því, fékk handa honnum nætur- spelkur og sérsmíðaða skó og þjálfaði hann sjálf og það kom að þvf að hann gat gengið og það gerir hann enn. - Kom reynslan, sem þú öðlaðist á Kópavogshæli, þér að gagni við þessar að- stæður? Víst gerði hún það en það er ekki hægt að líkja því saman að vinna með þroskahefta og að eignast sjálfur þroskaheft barn. Við þær að- stæður getur engin reynsla hjálpað. Þarna gildir þao sama oy i njuKrunarsiamnu. Þao er allt annað mál að hjúkra sínum eigin vanda- mönnum en óskyldum, þrátt fyrir að maður geti verið góður hjúkrunarfræðingur. - Þegar þú eignast börnin þín, fyrir 30 til 35 árum, tíðkaðist þá að foreldrar hefðu þroskaheft börn sín heima eins og þú gerðir? Nei, enda voru margir hneykslaðir á mér og hvöttu mig eindregið til að setja þau á hæli. Ég held að sumir hafi varla litið á þau sem fólk sem á tilverurétt jafnt á við heilbrigða. Þessi viðhorf komu fram í öllu sem börnunum við- kom. Ekkert var sjálfsagt, ekkert hafðist án mikillar baráttu og hvergi í þjóðfélaginu var til neitt fyrir þau annað en hæli. Það var sama hvert maður sneri sér, hvergi var gert ráð fyrir 12 VIKAN 1. TBL. 1991

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.