Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 16
Missir Paul Schluter
fforsætisráðherrastólinn
til sér yngri manns?
Austur-Þjóðverjar eiga
margir eftir að snúa
vonsviknir til baka.
KOMNIR ÚR ÞRENGINGUNNI MIKLU
Þó hættan á stríöi fyrir botni Persaflóa sé liðin
hjá í bili er ekki kominn á endanlegur friður í
austri. Völvan álítur þó að í rauninni sé búið að
stöðva Saddam Hussein þó það sé enn óopin-
bert. Hún telur Bandaríkjamenn hafa átt stóran
þátt í að stööva hann og það komi opinberlega
í Ijós síðar.
Hussein verður geröur óvirkur þó hann haldi
lífi og hún telur heimsbyggðinni ekki stafa mikil
ógn af þessu varmenni í austri né af araba-
löndunum næstu þrjú til fjögur ár. Hún bætir
því við til gamans að kvikmynd verði gerð um
afskipti Bandaríkjamanna af fraksmálinu.
MEÐ SVERÐI, MEÐ HUNGRI
OG DREPSÓTT
Mikil hætta mun koma frá Austurlöndum fjær á
næstu árum, líklega frá Kína. Völvan sér
ungan, ofstopafullan mann í kristalskúlu sinni
og eftir dauða tveggja eða þriggja háttsettra
Kínverja, sem allir deyja sama árið, kemst
þetta hættulega ungmenni til valda. Heimsfriði
verður stórlega ógnað af hans völdum og
þeirra tveggja þjóðarbrota sem standa með
honum. Miklar róstur koma upp í Kína um
1993 þó reynt verði að láta líta svo út sem þar
ríki friður.
SÓLIN VARÐ SVÖRT SEM
KÆRUSEKKUR
Árið 1991 verður lítið um náttúruhamfarir í
heiminum en á hinn bóginn telur völvan fullvíst
að heilar borgir þurrkist út vegna náttúruham-
fara áður en langt um líður.
Eldgos verður í Evrópu á næstu árum og
töluvert verður um flóð og völvan líkir þvf á-
standi sem Evrópa verður í eftir hamfarirnar
við styrjaldarástand. Árið 1991 einkennist af
fátækt en það sem síðan gerist minnir mig ekki
á neitt annað en umfjöllunina um Syndaflóðið í
bók bókanna, segir hún.
Aðallega segist völvan þó óttast mikið hrun
bygginga í San Francisco vegna jarðskjálfta
og segist þess fullviss að stór skjálfti eigi sér
stað þar fyrir aldamót.
Völvan spáir dauða
þriggja háttsettra
Kínverja sama árið ...
baka þeim vandræði þegar fram í sækir og
þessar þjóðir fara illa út úr inngöngunni. Með-
an verið var að vinna blaðið undir prentun
samþykkti sænska þingið að veita sænsku
stjórninni umboð til að sækja um aðild að EB.
Henni líst svo sem Noregur sæki sig og nálgist
meira utanríkisstefnu íslands. Völvan bætirvið
að líkurséu á að ísland og Noregurtaki saman
höndum um vistverndun úthafanna þegar fram
líða stundir.
Sú erfiða þróun sem verður vegna innlimun-
ar tveggja Norðurlanda í EB mun ekki snerta
afkomu íslendinga á varanlegan hátt því (s-
land mun mikið til standa eitt sér og halda sínu
einkennilega striki. Einnig segir völvan að við
verðum hugsanlega orðin sterkari í bandalagi
þjóða heims en við erum f dag þegar endan-
lega kemur í Ijós að vafasamt er að Norður-
lönd eigi erindi í EB.
SÁ SEM RANNSAKAR NÝRUN
OG HJÖRTUN
Hneyksli kemur upp meðal háaðals Norður-
landa, Ifklega vegna ummæla eða skoöunar
Noregs- eða Svíadrottningar á ákveönu mál-
efni. Þessi ummæli valda miklum misskilningi
og fólk mun hreinlega súpa hveljur þegar það
les fregnina. Reynt verður með öllum ráðum
að breiöa yfir þetta glappaskot en ástandið
verður skollið á og ég veit ekki nema þar komi
hreinlega önnur drottning inn síðar, segir völv-
an alvarleg í bragði.
EINN ER NÚ UPPI,
ANNAR ER ÓKOMINN
Tími Pauls Schlúter á forsætisráðherrastóli
Danmerkur er að renna út og kosningar f upp-
siglingu á næstu mánuðum (þær fjórðu á
þremur árum). Við embætti Schluters tekur
yngri maður sem situr ekki lengi en kemur þó
inn með ferskan andblæ. Átak hans skilar sér
til dönsku þjóðarinnar á lengri tíma en völvan
álítur þó dönsku þjóðina tvístígandi næstu
árin.
FALLIN ER BABÝLON HIN MIKLA
Hræringar eru f Svíþjóð og völvan álítur Svía á
hraðri niðurleið á næstu árum. í sænsku kosn-
ingunum munu jafnaðarmenn rétt merja að
halda velli þvf hægri öflin sækja stíft á. Völvan
álítur jafnaðarmenn fá nauman meirihluta en
telur hægri flokkana vinna á sé litið til lengri
tíma. Þó verður heildarmynd næstu tíu ára í
sænsku stjórnmálalífi sú sama og verið hefur,
það er aö jafnaðarmenn munu sitja við völd
áfram. Þó lægð verði hjá þeim næstu sex ár
eða svo munu þeir sækja í sig veðrið eftir að
hægri meirihlutastjórn hefur farið með völdin
um hríð.
Mun San Francisco fá að
kenna á náttúruhamför-
um fyrir næstu áramót?
LIFIR AÐ NAFNINU
Furstafjölskyldan í Mónakó verður mikið í
sviðsljósinu vegna slæms hneykslis sem dynja
mun yfir hana á árinu 1991. Rainer fursti geng-
ur ekki heill til skógar vegna hjartaveilu en þó
mun annar krankleiki leggja hann að velli.
Þverrandi líkamsheilsa og hugarangur mun
gera það að verkum að hann minnkar opinber
afskipti sín og gæti hann þurft að liggja lang-
legu á næstu árum.
16 VIKAN l.TBL. 1991