Vikan - 10.01.1991, Page 31
Blindfullur maöur í fínu skapi
slangraði inn á krá og hrópaöi
upp: Gleöilegt nýár, vinir mínir!
Hálfviti, sagði einhver. Þaö er
nóvember núna.
Nóvember? át sá fulli upp eftir
honum. Þá verður kerlingin mín
alveg kolbrjáluð. Svona seint
hef ég aldrei komið heim fyrr.
Loftfimleikamaðurinn: Hvar
er rólan? Sankti Pétur: Þú
hittir hana ekki.
„James!“ kallaði gamli aðals-
maðurinn og þjónninn hans kom
að vörmu spori. „Ég er gjald-
þrota. Eftir kvöldverð fremjum
við sjálfsmorð."
- Ég er aldrei með karlmönn-
um sem ég elska ekki.
- Hvur árinn - og ég sem er
nýbúinn að erfa fjögur hundr-
uð milljónir.
- Thja... ég verð ægilega
fljótt ástfangin.
- Ég lærði að synda þegar ég
var nýfæddur.
- Þú segir ekki? Það hlýtur að
hafa verið erfitt.
- Neinei. Það var allt í lagi þegar
mér hafði tekist að losa mig úr
pokanum.
- Rosaleg þessi mengun í út-
löndum. Eg var að koma af Evr-
ópumótinu í frjálsum íþróttum.
- Nú, og hafði mengunin ein-
hver áhrif á það?
- Hvort hún hafði. Þegar Einar
Vilhjálmsson kastaði spjótinu
varð það fast í loftinu.
- Hvers vegna eru engir rúllustig-
ar í Hafnarfirði?
- Það veit ég ekki.
- Vegna þess að ef það verður
rafmagnslaust þá komast sumir
Hafnfirðingarnir ekki heim til sín.
- Pabbi, ef þú gefur mér þús-
undkall skal ég segja þér hvað
bréfberinn segir alltaf við mömmu
á morgnana.
- Allt í lagi, væni minn. Hér eru
peningarnir. Og hvað er það svo
sem bréfberinn segir við mömmu
þína?
- Hann segir: Góðan dag, frú.
Hér kemur pósturinn.
Fangavörðurinn var að missa
þolinmæðina og hrópaði inn
eftir fangelsisganginum.
- Æ, reyndu nú einhvern tím-
ann að halda þér saman,
Guðjón. Ég er margbúinn að
segja þér að ég skal láta þig
vita þegar árið 1993 kemur.
Nýtt afbrigði af einni gamalli:
- Veistu hvernig farið er að þvf
að fanga tannlausa kanínu?
- Nei.
- Maður leggst á jörðina og læst
vera rifin gulrót.
„Petta er ekki beint hótun,“
sagði einkaritarinn við forstjór-
ann, „en ef ég fæ ekki almenni-
lega kauphækkun hérna neyð-
ist ég til að taka freistandi til-
boði um að skrifa endur-
minningar mínar.“
Tvær vinkonur töluðu saman.
- Hefurðu hitt fjölskylduna hans?
- Já, á sunnudaginn var.
- Og hvernig var?
- Þau voru ósköp indæl. Nema
konan hans.
Unglingur, sem bjó með föður
sínum, hafði skroppið í bæinn
um helgina og stolið tólf frökk-
um úr fatahenginu í bjórkrá
sem hann heimsótti. Hann var
nú fyrir réttinum.
- Hugsaðir þú ekkert um vesl-
ings föður þinn þegar þú stalst
frökkunum? spurði dómarinn.
- Jújú, en það passaði bara
enginn frakki þarna á hann.
Norsku Stil ullarnærfötin
Þér
verður ekki
kalt
í allan
vetur!
Dæmi um verð:
Buxur einf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.*
2188- 2259- 2334- 2495-
Stuttermabolir kr. 2058-
* fóðruð með mjúku Dacron efni.
Grandagarði 2, Rvík., sími 28855
GERIR APPELSINUHUÐ
ÞÉR LÍFIÐ LEITT?
Hver kannast ekki við hið hvimleiða
cellulite (appelsínuhúðina svonefndu)?
Látið okkur vinna bug á henni.
Vigtum og mælum fyrir meðferð.
Góður árangur. Komið og reynið.
Ljósin í bænum
Nudd og sólbaðsstofa
Reykjafold 22 Reykjavík
S 676765
KREDITKORTAÞJÓNUSTA
1.TBL1991 VIKAN 31