Vikan - 10.01.1991, Side 38
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Haffi (Stefán Jónsson) og Raggl (Sigurður Sigurjónsson), búnlr að vlnna lengur saman en báðum
er hollt. ^
íRAMMISLENSKT
RAUNSyflSVERK
- MED RAFMAGNAÐRI SPENNU
Lárus Ymir ásamt leikurum og tæknlfólki I pásu fyrir næstu töku.
Aður en Gary Cooper
gerðist leikari sá hann
, bíómynd, einu sinni
sem oftar, og fannst hún væg-
ast sagt þunn og þar að auki
illa leikin. Reyndar hafði hann
aldrei leikið sjálfur en þegar
hann frétti að hægt væri að
þéna stórar fúlgur á kvik-
myndaleik hafði hann orð á
því að þetta þyrfti hann að
reyna til að krækja sér I svolít-
ið af seðlum. Hann komst í
bíómyndirnar með það sjálfs-
traust sem hann hafði fengið
með því að stúdera lélega
leikara. Og með það veganesti
ávann hann sér ekki aðeins
hylli almennings heldur fékk
hann meira að segja óskars-
verðlaunin á sinum tíma. Það
var kannski eitthvað svipað
sem gerðist eftir að menn sáu
myndina Morðsögu sem kom
íslenska „kvikmyndavorinu" af
stað. Margir hafa þá eflaust
hugsað sem svo: Ég get ör-
ugglega gert miklu betur en
þetta. Síðan hafa menn haldið
áfram að gera betur og nú er
svo komið að (slenskar kvik-
myndir eru orðnar verulega
góðar á hvaða mælikvarða
sem er.
Þaö er þess vegna ekki út í
hött að ætlast til þess að nýj-
asta íslenska kvikmyndin okk-
ar sé sú besta sem hingað til
hefur verið gerð. Ósjálfrátt
horfir maöur á hana með aug-
um gagnrýnandans þótt mað-
ur hafi ekkert vit á fræðilegri
gagnrýni. Hvert smáatriði
er skoðað gaumgæfilega;
myndatakan, umhverfið,
leikurinn, tilfinningaspennan,
augnaráð, leikstjórnin, sögu-
þráðurinn, músíkin ... maður
fær meira að segja skoðun á
klippingunni og minnstu smá-
atriðum...
Að sýningu lokinni situr
maður eftir með vissa þæg-
indatilfinningu. Ekkert hefur
valdið vonbrigðum. Ekkert
stakk í augu eða fór úrskeiðis.
Hver einasta persóna vex eftir
því sem líður á myndina; ungl-
ingurinn sem maður veltir fyrir
sér að sé kannski mállaus og
systir hans sem maður heldur
að sé kannski svolitið skrýtin -
hvort tveggja gengur upp og
vex. Egill Ólafsson, Bessi
Bjarnason, Sigurður Sigur-
jónsson, Stefán Jónsson ...
Þótt myndin sé kannski skyld-
ari skandinavtskum myndum
en enskum eða amerískum þá
er hún auðvitað hvorugt. Hún
er rammíslenskt nútímaverk.
Baddl (Bessi Bjarnason) hefur
tæmt vesklð sitt, réttir aökomu-
mannlnum peningana og segJr
honum að hypja sig.
í logninu á undan storminum
siakar Slssa (Christlne Carr) á i
baðinu.
Og þótt ósjálfrátt sé gerður
viss samanburður eins og
þessi landlæga minnimáttar-
kennd fær mann til að gera og
manni detti í hug Gerard
Deþardieau, Anthony Quinn,
Robert de Niro og Steve
MacQueen þegar horft er á
fyrrnefnda leikara, þá eru
þetta fyrst og fremst heil-
steyptir Egill, Bessi, Sigurður
og Stefán. Aftur á móti hvarflar
ekki að manni að líkja þeim við
neinar skandinaviskar stjörnur
og á endanum verður Ijóst að
þarna eru á ferðinni stórkost-
legir leikarar sem heimurinn
hefur farið á mis við. Jafnvel
leikarar sem við Islendingar
höfum farið á mis við. Allt í
einu kemur í Ijós að grínistinn
Bessi Bjarnason er fæddur
kvikmyndaleikari í tilfinninga-
hlutverk. Jafnvel nýliðar eins
og Stefán Jónsson og Christ-
ine Carr eru greypt f hugann
þegar upp er staðið. Kannski
er maður svona upptekinn af
uppruna sínum. Kannski er
þarna á ferðinni stórkostlegur
leikstjóri. Kannski er þarna
valinn maður í hverju rúmi. En
þarf nokkuð að segja kannski?
Ég held ekki. □
38 VIKAN l.TBL. 1991