Vikan


Vikan - 10.01.1991, Side 21

Vikan - 10.01.1991, Side 21
Með endurkomu heildrænna kennlnga og aðferða í heilsurækt hlýtur nuddmeðferð á nýjan leik verðugan sess meðal áhugafólks um mannrækt sem og starfsfólks hellbrlgðiskerfanna. Kápumynd bókarinnar „Bókin um náttúrulækningar" sem er yfirgripsmesta bók sem út hefur komið á íslensku um hvers kyns náttúrulæknlngar og lækningaleiðir. Útgefandi er bókaforlagið Iðunn. heldur einnig í tilfinningalífi, hugafari og félagslegu um- hverfi einstaklings. Vitað er að stór hluti af sjúkdómum sam- tímans á sér sállíkamlegar orsakir. Sumir vísindamenn vilja staðhæfa að að allt að því 90 prósent af algengustu sjúk- dómum megi rekja til sál- rænna þátta. LEIÐIR TIL SJÁLFSUEKNINGA Heildræn heilsufræði kennir að aukning alls konar sál- rænna og líkamlegra sjúk- dóma standi að hluta til í sambandi við hraða og streitu lifnaðarhátta í menningu nú- tímans. Þá er ekki eingöngu átt við óheilbrigða lifnaðar- hætti hvað varðar skort á úti- veru, hollu fæði og hreyfingar- leysi heldur einnig tilfinninga- lega og félagslega þætti. Vönt- un á ást, mannlegri hlýju og góðum félagslegum tengslum getur þannig leitt til líkamlegra sjúkdómseinkenna. Heildræn heilsufræði bendir á að áhrifa- máttur hugans til lækninga hafi lítið sem ekkert verið not- aður. Hún telur að möguleikar mannsins í þá veru að hafa áhrif á eigin bata séu meiri en margir sjúklingar geri sér grein fyrir. Þeir sem starfa á sviði heild- rænna lækninga álíta að leggja þurfi meiri áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og leita orsaka þeirra fremur en að fást eingöngu við sjúkdóms- einkennin þegar þau koma' fram. Ýmsir sem starfa á þess- um vettvangi leggja einnig til að tryggja beri ekki aðeins al- \ menna heilbrigði heldur efla það sem nefnt hefur verið ofurheilbrigði (meta health). Þetta þýðir að farið er handan við almenna heilbrigði með því að styrkja stöðugt heilsuna með til dæmis líkamsrækt, iðkun lífeflisæfinga, hugleiðslu eða öðrum sálvaxtarleiðum. Sumir kenna sjúklingum sín- um aðferðir til sjálfslækninga. Annað sem einkennir þessa nýju heilsufræði er víðsýni gagnvart lækningaaðferðum fornra menningarsamfélaga. Ýmsir frammámenn innan hennar beita ekki aðeins fimm þúsund ára gömlum nála- stungulækningum Forn-Kín- verja eða aðferðum úr jóga heldur leita jafnframt í smiðju til töfralækna frumbyggja Ástralíu eða indíána Norður- Ameríku. Föstur og heilun með hjálp kristalla eru dæmi um lækningaaðferðir af þessu tagi. Frh. á næstu opnu 1 TBL 1991 VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.