Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 9

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 9
bótarþekkingu sem stjörnuspekin býður upp á. Það hlýtur að vera öllum til góðs aö leggja áherslu á að hvetja einstaklingana til að þroska sjálfa sig. Það getur sparað samfélag- inu milljarða ef menn fara I nám þar sem hæfi- leikar þeirra nýtast best. Ég tel einnig að fjöl- margir sjúkdómar stafi af bældri orku, menn séu aö ganga á sjálfa sig og verði veikir af því. Við getum tekið sem dæmi mann sem vinnur við færiband þar sem vinnan er mjög einhæf. Hann er hins vegar mjög skapandi einstakling- ur og eftir nokkurn tíma fer honum að líða illa í vinnunni. í stað þess að hætta heldur hann áfram og þá geta jafnvel komið fram sjúk- dómseinkenni þar sem hann er að pína sjálfan sig og sjúkdómurinn getur verið leið hans til að komast út úr þessu starfi sem hann þolir ekki. Ég er ekki þar með að segja að störf við færi- band séu slæm, þau geta hins vegar hentaö sumum en ekki öðrum. Þó ég sé manískur persónuleiki er ég ekki manískur varðandi viðhorf, mér finnst að allir einstaklingar eigi að fá að þrífast og njóta sín, án þess þó að troða á náunganum og því er ég ekki að boða óheft- an egóisma. Ef menn vilja spila billjard allt sitt líf eiga þeir að fá aö gera það og ef menn vilja vera Vottar Jehóva eiga þeir að fá að vera það.“ - Er vaxandi áhugi á stjörnuspeki víða um heim? „Já, það er eins og við höfum náð ákveðn- um tímamótum sem við getum kallað „hvað svo tímamótin". Menn hafa náð ákveðnum árangri, eru búnir að mennta sig, kaupa sér bíla og hús og eignast börn en vakna skyndi- lega upp við einhverja vanlíðan, sjá að þeir eru að rífast í fallegu húsunum sínum. Maðurinn lifir nefnilega ekki án tilgangs eins og sálfræð- ingurinn Bruno Bettleheim komst að er hann var í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrj- öldinni. Hann tók eftir því að þeir sem lifðu af lífið í fangabúðunum höfðu einhvern tilgang. Sjálfur ákvað hann að lifa af til að geta sagt frá lífinu þarna. Þeir sem lifðu sáu tilgang í þján- ingunni og þeir sem gera þaö leita að einhverju haldreipi sem getur fleytt þeim áfram, leita til dæmis í trúna. Hér á íslandi er til dæmis al- gengt að fyrirtæki fari á hausinn og bak við hvert gjaldþrot liggur harmsaga margra fjöl- skyldna. Margt af þessu fólki leitar leiða út úr kreppunni, kaupir sér sjálfshjálparbækur og byggir sig upp að nýju. í trúarbrögðum Austur- landa er til dæmis lögð áhersla á að þjáningin sé þroskandi, menn þroskist ekkert þegar þeim vegni vel því þá reyni ekkert á þá. Þannig þýðir orðið krísa tvennt, hætta og tækifæri - og menn geta unnið úr þeim á misjafna vegu.“ - Nú hafa sumir sagt að hægt sé að fá upp- lýsingar um fyrri líf meö því að reikna út stjörnukort. Þannig sé tungl í því merki sem sólin var í í síðasta lífi. Hvað viltu segja um þetta? „Ég held að við höfum lifað áður og eigum eftir önnur líf. En það skiptir þó ekki máli því við eigum að reyna eftir megni að lifa í nútíð- inni. Þess vegna skiptir mestu máli að menn átti sig á hlutverki sínu í þessu lífi og reyni að fá sem mest út úr því.“ - Hefur það hjálpað þér að reikna út eigið stjörnukort? „Já, ég hafnaði ákveðnum þáttum í sjálfum mér. Ég er mjög jarðbundinn í aðra röndina, er með sólina í nautsmerkinu og tungl í fiskum og ég var miklu meiri fiskur hér áður fyrr. Nú er ég farinn að þekkja betur hvernig ég get notað „börnin mín“ eins og ég kalla þá orku sem ég hef yfir að ráða. Þegar ég held fyrirlestur nota ég hrútinn og Ijónið en þegar ég les úr stjörnu- kortum nota ég fiskana. Mérfinnstég stundum vera að spila á hljóðfæri, spila á ákveðnar nót- ur þegar þær hljóma best.“ - Eru Islendingar orðnir áhugasamir um stjörnuspeki? „Já, áhuginn hefur aukist með árunum. And- leg mál eru í tisku núna, sem er gott, þó hætt- an sé sú að það sem er í tísku í dag verði orðið úrelt á morgun. Æskilegra væri að áhuginn yxi jafnt og þétt því þá eru allar líkur á að hann verði varanlegri. Ég hef áhuga á að bæta stjörnukortin, sem ég er með, í Ijósi nýrrar þekkingar og reynslu. Ég hef minni áhuga á sölu og auglýsingum, ég vil að stjörnukortin auglýsi sig sjálf. Ég vil vinna við sköpun og vil sjá áþreifanlegan árangur af verkum mínum. Og þess vegna hef ég gaman af að gefa út bækur eins og ég hef gert undanfarin ár.“ Það er kominn tími til að enda þetta spjall og Gunnlaugur er spurður að því í lokin hvort ekki sé hægt að fá hann til að segja eitthvað um næsta ár. „Mér leiðast spádómar. Mér finnst miklu mikilvægara að við áttum okkur á því hver við erum og hvað við viljum gera. Mér leiðist aum- ingjaskapur í Islendingum og væl um að allt gangi hér á afturfótunum. Við höfum það mjög gott, erum ein ríkasta þjóð veraldar og gætum haft það enn betra ef við löguðum helstu galla okkar. Ég vil því frekar segja helstu einkenni á hinni íslensku þjóðarsál því þannig styrkjum við okkur sjálf, með því að þekkja galla okkar og kosti. Og svo getum við gert það úr framtíð- inni sem við viljum." Og Gunnlaugur nær í bók sína, Hver er ég? og flettir upp á sameiginleg- um einkennum íslendinga. Þar kemur fram að stjörnukort fyrir 17. júní 1944 sé mótsagna- kennt. Annars vegar er til staðar ákveðni, stífni, íhaldssemi og forræðishyggja og hins vegar sveigjanleiki, stórhugur og nýjungagirni. Vandamál landsmanna felist í dauðum fjár- festingum, húsum og steinsteypu sem gefi lit- inn arð, minnimáttarkennd sem komi oft fram sem stórmennskubrjálæöi og óhóf eins og í íbúðarhúsum, flugstöðinni nýju og Kringlunni, svo dæmi séu nefnd. Að auki berjumst við við fátæktardraug sem komi meðal annars fram í kaupæði. „Við búum einnig við ákveðna forræðis- hyggju sem kemur fram á margan hátt. Pólitík- in einkennist af hreppapólitík, skammsýni og óheiðarleika, þar sem ekki er staðið við samn- inga. Styrkur landsins felst hins vegar í þvi að við eigum auðugt land. Við ættum að byggja betur undir frumatvinnuvegina; landbúnað og fiskveiðar. ísland er hreint og ómengað land og í heimi, sem sífellt verður mengaðri, er sú staðreynd ómetanleg og við ættum að nýta okkur það til fullnustu, framleiða „hreina", full- unna matvöru. ísland er einnig vaxandi ferða- mannaland og ráðstefnuland og ættum við að gera okkur meiri mat úr því. Þá mætti auka hér grósku á sviði tæknimála og leggja aukna áherslu á ísland sem land heilbrigði, koma hér upp heilsuhótelum og þjónustuiðnaði í kringum heilbrigt líferni. Þá er einnig möguleiki á að gera landið að bankalandi, leggja áherslu á að varðveita peninga annarra í stað þess að fá þá að láni. Ég tel að lokum að við eigum bjarta framtíð fyrir höndum ef við spáum í okkur sjálf, galla okkar og kosti og hvað við viljum gera úr okkur á næstu árum.“ ■ Það hafa verið mjög sterk öfl á móti mér, svo sem Háskólinn og kirkjan. ■ Vísindamenn, svo sem sálfræðingar, ótt- ast að stjörnuspekin taki eitthvað frá þeim. Margir þeirra sjá stjörnuspekina sem ógnun við þeirra fag en ættu í staðinn að fagna henni sem viðbót. ■ Ég tel einnig að fjöl- margir sjúkdómar stafi af bældri orku, menn séu að ganga á sjálfa sigog verði veikir af því. ■ Ég held að við höfum lifað áður og eigum eftir önnur líf. ■ Mér leiðast spá- dómar. Mér f innst miklu mikilvægara að við áttum okkur á því hver við erum og hvað við viljum gera.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.