Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 47

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 47
Bolur: Fitjið upp á hringprj. nr. 2V2 með fjólu- bláu 136 lykkjur. Skiptið yfir i blágrænt og prjónið stroff 2,5 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 3 og aukið út um 8 lykkur (1441) í fyrstu umferð jafnt yfir prjóninn. Prjónið slétt prjón í blágrænu 1 umferð. Prjónið síðan munstur nr. 1, síðan blágrænt þar til bolur mælist 7 cm. Prjónið þá munstur 2, en bætið í fyrstu umferð munsturs- ins 16 lykkur jafnt yfir prjóninn (160 I). Prjónið munstur 2 þar til bolur mælist 13 cm. Prjónið þá 1 umferð slétt með blágrænu og takið jafnt úr 14 lykkur í þeirri umferð. Skiptið yfir í fjólu- blátt. Bakstykki: Skiptið nú bolnum í fram- og bak- stykki þannig: Fellið af 3 I í byrjun prjóns, prjónið síðan 67 lykkjur, fellið af 61, prjónið 67 I, fellið af 31. Prjónið fyrst bakstykkið fram og tii baka, 2 umferðir fjólublátt síðan munstur3, þar til handvegur mælist 10 cm, fellið þá af á rétt- unni frá hægri til vinstri 47 lykkjur. Prjónið síð- ustu 20 lykkjurnar í stroff 1V2 cm. Fellið af með fjólubláu. Framstykki: Prjónið eins og bakstykki þar til handvegur mælist 5,5 cm, fellið þá af 13 I í miðjunni, prjónið þá upp hægra megin og fellið af í 2. hv. umf. 1x31,1x21,2x1 I, prjónið áfram 20 lykkur þar til handvegur mælist 10 cm. Fell- ið af. Prjónið þá upp vinstra megin á sama hátt þar til handvegur mælist 8,5 cm. Prjónið þá stroff '/2 cm. í næstu umferð eru gerð 2 hnappagöt: Prjónið 4 I frá hálsmáli, fellið af 2 lykkjur prjóniö 6 lykkjur. Fitjið upp í næstu umf. 2 lykkjur fyrir hvort hnappagat. Prjónið stroff þar til mælist 1V2 cm. Fellið af með fjólubláu. Munstur III Ermar: Fitjið upp með fjólubláu á sokkaprjóna nr. 2'/2 44 lykkjur. Prjónið síðan stroff með blágrænu í 2'/2 cm. Skiptið yfir í sokkaprjóna nr. 3 og prjónið 1 umferð sl með blágrænu. Aukið jafnt út í þeirri umferð 20 I (641). Prjónið síðan munstur nr. 1, prjónið síðan blágrænt þar til ermin mælist 7 cm. Prjónið þá munstur 2 en aukið út í fyrstu umf. munstursins 6 I jafnt yfir prjónana (70 I). Prjónið munstur 2 þar til ermi mælist 16 cm, prjónið þá 1 umf. sl með fjólubláu og takið jafnframt úr 6 I í þeirri umf. Prjónið þá 2 umf. sl með fjólubláu. Fellið af með blágrænu. Frágangur: Pressið bol og ermar. Saumið saman hægri öxl. Saumið ermar í, en leggið stroff á bakstykki á vinstri öxl undir stroff á framstykki áður en vinstri ermi er saumið í. Hálsmál: Takið upp á sokkaprjón nr. 21/2 með blágrænu 80 I i hálsmáli og prjónið V2 cm stroff, búið þá til hnappagat við vinstri öxl með því að fella af 2 I, 3 I frá kanti og taka upp 21 ( næstu umferð. Prjónið þar til stroff mælist 11/2 cm. Fellið af með fjólubláu. Gangið frá endum. Húfa: Fitjið upp á hringprjón nr. 3 með fjólubláu 100 lykkur og prjónið slétt prjón 4 cm. Prjónið þá munstur 1. Prjónið síðan með blágrænu þar til húfa mælist 8 cm. Prjónið þá munstur 2 þar til húfa mælist 13 cm. Fellið þá af 40 I þannig að hver snúningur (kaðall) verði 2 I í stað 4 I með snúinni lykkju á milli, skiptið jafnt yfir f sokkaprjón nr. 3. Prjónið þá áfram kaðla- munstur með 21 þar til húfa mælist 15 cm. Fell- ið þá af allar snúnu lykkjurnar og kaðlana í 1 I. Dragið þá bandið í gegnum þær 20 I sem eftir eru. Stroff f húfuopi: Takið upp með sokkaprjóni nr. 21/2 í blágrænu 1001,4 cm frá byrjun á húfu að innanverðu. Prj. 1 cm stroff með blágrænu. Fellið af með fjólubláu. Gangið frá endum og pressið húfuna. SKSffia?SSB « TOsnjLj, ENGINN GEÍUR VERIÐ ÁN HÚSA &HÍBÝLA SAM-ÚTGÁFAN S 83122 VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.