Vikan - 10.01.1991, Page 45
„Ég er alls ekki að gefa í skyn að ég hafi einhverja hæfileika og sé ekki neitt en finn þó þetta.
Aftur á móti hef ég í svefnrofunum skynjað dökkklæddan mann við fótagafl dóttur minnar og fundist
eins og hann væri ekki hliðhollur okkur...“ segir bréfritari.
eru lamandi tilfinningar og
koma í veg fyrir að við fáum
notið þeirra þátta í upplagi
okkar sem verða að teljast
styrkur. Eins tengjast öllum
ótta alls konar ímyndanir sem
fæstar eiga sér stoð í raun-
veruleikanum. Þess vegna er
afar mikilvægt að ala ekki á til-
gangslausum ótta ef hægt er
að komast hjá því.
ÓMEÐVITUÐ
STJÓRNSEMI
Það er oft að við sem erum
óttaslegin við það ókomna
erum týpur sem viljum helst
geta séð flesta hluti fyrir, þá
sér í lagi allar líklegar af-
leiðingar þess sem kann að
bíða okkar tengt því óþekkta
og ókomna. Ef við gætum í líf-
inu séð fyrir allt það sem
mögulega kann að bíða okkar
væri afar lítill vandi að vera til.
Það sem reynir á hæfni okar
og tiltrú á sjálf okkur er meðal
annars sá þáttur lífsins sem
fyllilega er óútreiknanlegur og
verður að takast á við þegar
hann hreinlega ber að dyrum
hjá okkur. Dauðinn er einn
þessara þátta, hvort sem það
erum við sem förum héðan
eða þeir sem við elskum.
Sú árátta sem grípur okkur
sum og tengist þörf okkar fyrir
að vilja sjá fyrir endi alls er
mjög hvimleið og niðurdrep-
andi. Hún er heldur ekki líkleg
til að auka hamingju okkar eða
hæfni til að hlúa að og elska
þá sem við í raun og veru vilj-
um allt til vinna að vera sem
lengst hjá. Þvert á móti getur
þessi árátta leitt til niðurrifs á
tilfinningum okkar og þar er
ástin ekki undanskilin. Ölum
því ekki ótta innra með okkur
gagnvart því sem er óumflýj-
anlegt að við verðum að horf-
ast í augu fyrr eða síðar.
DULRÆNA
Ef við í framhaldi af þessu
íhugum dálítið hitt atriðið, sem
þú ert ósátt við og tengist því
dulda sem þú hefur fundið fyrir
i formi nálægðar þeirra sem
eru farnir, er eitt og annað sem
vert er að skoða. Eitt mjög
sterkt einkenni er afar áber-
andi hjá því fólki sem verður
að teljast dulrænt á einhvern
hátt og það er að það er ekkert
að ætla að svo sé heldur miklu
frekar segir eins og þú, elsku-
leg: „Ég er ekkert að segja að
ég hafi hæfileika."
Dulræna getur verið á mjög
mismunandi stigi hjá þeim
sem þannig eru útbúnir. Ein
tegundin er til dæmis að vera
skyggn og þá þarf skyggnin
alls ekki að koma fram nema
við sérstök skilyrði. Þegar við
erum að leggjast til svefns og
erum kannski rétt við það að
sofna myndast eins og skil á
milli líkama og sálar. Þannig
aði sálin eins og losnar eilítið
frá líkamanum. Við það þurf-
um við ekki strax að tapa með-
vitund og erum það augnablik-
ið fljúgandi næm og þá getur
skyggnigáfa, sem er til staðar,
eins og opnast eitt augnablik
og við séð inn í hinn heiminn
eins og þú fyrir tveim árum.
Þetta þarft þú ekki að óttast
vegna þess að það stendur
sjaldnast nema í nokkrar sek-
úndur sé um dulræna skynjun
að ræða og þarf alls ekki aö
endurtaka sig fyrr en kannski
löngu seinna, jafnvel nokkrum
árum síðar. Hefði aftur á móti
verið um geðræna eða sálar-
lega truflun að ræða hefðir þú
getað séð bæði manninn og
gömlu konuna næstu vikurnar
þess vegna.
ÓTTANN ÞARF
AÐ UPPRÆTA
Með tilliti til þess að þú ert þó
þetta næm er mjög mikilvægt
fyrir þig að uppræta hið snar-
asta allan mögulegan ótta.
Hann gerir okkur ennþá næm-
ari ef eitthvað er. Ef ég væri
sem þú og ástandið breytist
ekki á næstu mánuðum þér í
hag mundi ég íhuga hvort ekki
væri gott að hitta og tala við
elskulegan og skynsaman sál-
fræðing sem hugsanlega gæti
fundið út með þinni hjálp hvort
eitthvaö úr uppvexti þínum
getur hafa veikt þig þannig að
aukin skilyrði hafi skapast fyrir
ástæðulausan ótta við það
óþekkta.
Það kann nefnilega að vera
að þú hafir orðið fyrir einhvers
konar áfalli sem gjörsamlega
hefur þurrkast úr minni þínu
en truflar þig samt við vissar
aðstæður og þá þær tilfinning-
ar sem tilteknum atburðum
eða aðstæðum hafa fylgt á
sínum tíma. Sálfræðingar og
jafnvel geðlæknar eru nauð-
synlegir okkur sumum á viss-
um ferli þess lífs sem við lifum,
til að auka skilning okkar á
okkur sjálfum. Það er ekkert
skammarlegt eða fráhrindandi
við að þurfa á jákvæðri þjón-
ustu þeirra að halda smátíma
ef þannig stendur á í litlu sál-
inni okkar.
INNSÆI OG SKRIFTIN
Að lokum skulum við, kæra
Lára, skoða manngerðina og
mögulega kosti og galla þína í
gegnum innsæi mitt með lítil-
legri hliðsjón af táknum í rit-
hönd þinni. Það verður þó að
viðurkennast að innsæi mitt og
dulargáfa eru óneitanlega
mun hentugri í slíka umfjöllun
en skriftin því að henni eru
mikil takmörk sett.
Þú virðist afskaplega hlýr og
Frh. á bls. 49
1.TBL1991 VIKAN 45