Vikan


Vikan - 10.01.1991, Page 18

Vikan - 10.01.1991, Page 18
YOKO ONO Á FIMMTUGSAFM>íLI LENNONS: HÚN VILL EINRÁÐA FERDINNI Víða um heim hefur þess verið minnst með ýmsum hætti undanfarnar vikur að hálf öld er liðin frá fæðingu Johns Lennon og 8. desember voru liðin tíu ár frá því hann féll fyrir byssukúlu morðingja við heimili sitt í New York í Bandaríkjunum. Tíminn líður hratt á gervihnattaöid, segir í íslensku dægurljóði og eru það orð að sönnu. Bítlakyn- slóðinni finnst eins og þetta hafi allt saman gerst í gær. Pennaglaðir söguritarar sitja nú við og skrá sögu sjöunda og áttunda áratugarins og túlka framvinduna með ýmsum hætti. Þessir áratugir voru viðburðaríkir á tuttugustu öld- inni og nafn Lennons kemur þar örugglega við sögu. Lífshlaup Lennons var stormasamt og æðisgengið. Það fór fram fyrir opnum tjöldum í skærustu heims- Ijósum. Framlag hans til heims- menningarinnar hefur gert hann að dýrlingi, tákni heillar kynslóðar sem óx úr grasi á sjöunda ára- tugnum og fór fram með hávaða og harðar kröfur um breyttan og betri heim og umfram allt frið á jörðu. Bítlarnir komu og Bítlarnir fóru með Lennon í fararbroddi. Þeir skildu eftir sig orðspor og góða tónlist sem enn lifir góðu lífi. Eftir að þeir lögðu upp laupana hélt Lennon sínar eigin leiðir um heimsbyggðina með vægast sagt eftirminnilegum hætti á fyrri helm- ingi áttunda áratugarins, þá í einni sæng með Yoko Ono. Augu alls heimsins fylgdu þeim hvert fótmál og fer mörgum sögum af uppátækjum þeirra til að vekja at- hygli á málstað friðar í stríðs- hrjáðum heimi. Lennon kiknaði undan fargi frægðarinnar og kaus að lifa í skjóli heimilisveggjanna síðustu ár ævi sinnar f faðmi bjargvættar síns, skáeygðu gyðjunnar sem kom inn í líf hans að austan og af himnum ofan, Yoko Ono. Eftir hann liggja lögin hans með Bítlunum, Ijóðin hans öll um ástina, Iffið og tilgang þess, tilsvör og setningar sem hann viðhafði á harðaspretti gegnum Iffið á frægðarför sinni - og mikill auður sem eftirlifendur ýmist ásælast og/eða halda fast um. GAGNRÝND FYRIR EIGIN- GIRNI OG GRÆÐGI Yoko Ono er erfinginn og eftir að eiginmaðurinn var myrtur hefur hún sýnt f verki að hún vill ráða sfnu. Það á ekki aðeins við um digra sjóði sem hún sýslar með heldur er hún einnig afar eigin- gjörn á minningu Lennons og hef- ur gengið hart fram í því að eigna sér allt sem gert er í nafni eða minningu hans. Sumpart vegna þessa hefur hún sætt harðri gagnrýni f fjölmiðlum nú á af- mælisárinu og er sökuð um eigin- girni, fégræðgi og nísku. Reyndar hefur hún sætt slíkum ásökunum allt frá því hún kynntist bónda sínum fyrir rúmum tuttugu árum. Bítlaaðdáendur vildu margir hverjir ekkert með hana hafa, sögðu hana hafa átt stærstan þátt í þvf að Bítlamir hættu og hún hefði tekið af Lennon ráðin. Kannski eimir eftir af þessum áburði nú þegar gagnrýnin er hörð og óvægin en Yoko Ono hefur svörin á reiðum höndum. „Ef frú King (ekkja Martins Luth- ers blökkumannaleiðtoga) verður fyrir aðkasti á opinberum vett- vangi rfsa svartir upp sem einn og kveða það niður. Ef frú Onass- is (Jacqueline) verður fyrir barð- inu á pressunni rís öll bandarfska þjóðin upp á afturfæturna og mót- mælir en ef ráðist er á Asíufólk er einskis svars að vænta. Þá er enginn til varnar. Eg geld þess Ifka að vera kennd við kvenrétt- indabaráttuna og ekkjur eins og ég liggja vel við höggi. Það vilja margir gera mig að féþúfu og gagnrýna mig vægðarlaust. Sitthvað kann að vera til í þessu en framferði hennar í við- skiptum í sambandi við afmælis- hald f minningu Lennons á þessu ári segir þó sfna sögu og þykir mörgum súrt. Yoko hefur ætíð síðan Lennon dó viljað halda Cynthiu, fyrri eiginkonu hans, í vissri fjarlægð í allri umræðunni um Lennon og síst af öllu viljað að hún nyti þeirra auðæfa sem hann skildi eftir sig. Þótt heldur hafi þiðnað á milli þeirra síðustu ár hefur Yoko bolað það illa þegar leitað hefur verið til Cynthiu nú á afmælisárinu og dagar Lennons rifjaðir upp. GÓÐ HUGMYND KVEÐIN í KÚTINN Þekktur umboðsmaður í New York, Sid Bernstein að nafni, stakk upp á því á sfðasta ári að halda sinfóníutónleika með þátt- töku fjölmargra heimsþekktra listamanna, þar á meðal ballett- dansarans Nureyev og Michaels Jackson. Efnisskráin yrði lög og Ijóð Lennons og reyna átti með öllum tiltækum ráðum að fá þá Paul, George og Ringó til þátt- töku. Hugmynd þessi féll í mjög góðan jarðveg og unnið var f mál- inu af krafti. Sid Bernstein, sem fengið hafði Bítlana fyrstur um- boðsmanna til Bandaríkjanna árið 1964, hafði brennandi áhuga á verkefninu. Honum gekk vel að fá stórstjörnurnar til liðs við sig og færri komust að en vildu. Cynthia kom fram á blaðamannafundi í sjónvarpi ásamt Nureyev og sagðist hafa haft það á tilfinning- unni að hún hefði ekki síðan Lennon dó fengið tækifæri til að votta honum virðingu opinberlega á viðeigandi hátt - en fengi nú loksins tækifæri til þess. Þessi ummæli og fregnir af undirbúningi stórtónleikanna bár- ust Yoko Ono til eyrna og brást hún við á versta veg. Vann hún af krafti f því að rægja forráðamenn hljómleikanna bak við tjöldin, fékk Nureyev til að hætta við allt sam- an og fleiri fylgdu í kjölfarið. Lög- fræðingar hennar höfðu í hótun- um. (skeytum þeirra var málsókn hótað ef lög Lennons yrðu leikin og hefndum ýmiss konar komið fram ef af hljómleikunum yrði. Var ekki linnt látum fyrr en forráða- menn minningartónleikanna breyttu áætlunum sínum. Þeir voru haldnir í Central Park í New York, ekki f nafni Lennons heldur í þágu friðar í heiminum. Boð um samvinnu var ekki þegið. Hugmyndin kom ekki frá Yoko sjálfri eða liðsmönnum hennar og því var þvingunum beitt. Hún er forrík og hefur auk þess mikil áhrif meðal listamanna ef hún beitir sér og vill það við- hafa. MISHEPPNAÐIR LENNON- TÓNLEIKAR Á sama tfma og unnið var gegn fyrirætlunum Sids Bernstein efndi Yoko til minningartónleika í fæð- ingarborg Lennons, Liverpool. Þetta var í vor og voru undirtektir dræmar. Fáir mættu enda miða- verð hátt og á margan hátt illa að tónleikunum staðið. Þeir hlutu hroðalega útreið í bresku press- unni og voru álitnir mikil og háðu- leg móðgun við minningu Lennons. Til að bæta gráu ofan á svart svaraði Yoko spurningum blaðamanna með hroka og skellti skuldinni á alla aðra en eigin liðsmenn. 18 VIKAN i.TBLiwi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.