Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 14

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 14
HEIMSMÁLIN í KRISTALSKÚLU VÖLVUNNAR m stand heimsmála veröur sæmilegt næstu þrjú til fjögur ár en þó er mikil undiralda víöa og gífurleg fátækt. Öngþveiti ríkir víöa þó þaö veröi m m. ekki opinbert fyrr en aö nokkrum árum liðnum. Upp úr 1995 er mikiö hættu- ástand í heiminum og leikur heimsveldiö Kína og ungur ofstækissinni þaöan lykilhlutverk í þvi. Fátækt eykst um gjörvalla heimsbyggðina nema í austri, enda kunnum viö okkur ekki hóf þegar góöir og gjöfulir tímar voru, segir hin vitra völva Vikunnar. Þaö má kalla þetta reiði Guös eöa máttar- valdanna, bætir hún við, en ég held aö þetta sé ekki annað en visst karma. Ef viö misnotum og förum illa meö það sem landið og sjórinn gefa okkur þá hljótum við aö uppskera samkvæmt því, þó það taki einhver ár. Nú er komið aö uppskerutíma og því aö súpa seyðið af mis- tökum og neyslubrjálæöi undanfarinna ára. SJÖ GULLSKÁLAR, FULLAR REIÐI Yfir Bretlandi hvíla skuggar og ástandiö þar lagast lítiö þó járnfrúin sé farin frá. Valdamenn ráöa ekki viö kringumstæöur og næstu sex árin veröur erfiöur róöur á Bretlandseyjum. Eft- ir fjögur ár verður þar ástand sem einna helst minnir á síöari heimsstyrjöldina; götubardagar, hungur og uppreisnir. TÍMINN ER í NÁND Allt bendir til að Bush Bandaríkjaforseti verði ekki langlífur i forsetaembættinu og fari frá fljótlega. Mikill urgur veröur í bandarísku þjóö- inni í hans garö. Bush á eftir aö taka rangar á- kvaröanir í fljótfærni og stefna þannig þjóð sinni og alheimi öllum í mikla hættu. Á haust- mánuöum kemst upp um afglöp hans i starfi. Þau gætu snert Persaflóadeiluna og veröa síst til aö auka tiltrú almennings á honum auk þess sem aörar þjóöir munu deila mjög á hann. Næsti forseti Bandaríkjanna ber meö sér hugmyndaheim fleiri menningarsvæöa. Hann er á miöjum aldri, mun sitja rúman áratug á forsetastóli og gera mikla uppstokkun í þjóö- málum Bandaríkjanna. Persónuleg málefni hans gætu oröiö umdeild, hugsanlega vegna konu hans en persónufylgi hans veröur mikiö og hann annálaður fyrir víðsýni. Völvan álítur efnilegan ungan mann úr Kennedy- fjölskyldunni koma til valda á næstu árum og koma mikið viö sögu bandarískra stjórnmála næstu áratugi. ÞEKKI ÞRENGINGU ÞÍNA OG FÁTÆKT Ég skynja mikið af þreyttu, veiku, illa á sig komnu, fátæku og sveltandi fólki í Póllandi næstu árin, segir völvan þungbúin. Lech Walesa mun eiga fullt í fangi meö aö ráða viö þaö ástand sem hann tekur viö sem forseti landsins. Síöar koma þar fram á sjónarsviðið tveir menn sem gera munu alvöru úr ásetningi Walesa. SVERÐIÐ TVÍEGGJAÐA OG BITRA í Rússlandi veröur róstusamt og miklar hrær- ingar. Rússar ná sér þó fyrr á strik en smáþjóö- irnar í kring þó áriö 1991 veröi þeim erfitt. Þaö eru skuggar í kringum Gorbatsjov og hann virðist ekki ná fótfestu næstu tvö til þrjú árin. Þó hann sé enn á staðnum er sem hann hverfi i hítina, svo mikil verður eyðileggingin sem sameiningu austurs og vesturs fylgir. Sumir eiga eftir aö ásaka Gorbatsjov harölega fyrir þetta tímabil síöarmeir og munu andmælendur hans segja aö hann hafi skapað ástand sem enginn mannlegur máttur fær ráöiö við. Síðar mun koma á daginn aö Gorbatsjov vildi þjóö sinni vel þó deilt sé á hann meðan erfiöleikarnir ganga yfir. Eftir tvö til þrjú ár er líklegt að hann beiti sér fyrir þjóðþrifamáli sem lengi verður minnst í veraldarsögunni. Ferskur andblær mun þá streyma um samskipti austurs og vest- urs og það endanlega. Stjarna Rússlands verður síöan oröin björt þegar hættan fyrir heimsbyggöina nálgast úr austri árið 1995. Rússar munu þá hafa hreinsað til í samskipt- um sínum viö Vesturlönd og Gorbatsjov kemur fram sem sterkur friöaraöili. HANS BLÓÐI SKAL AF MANNI ÚTHELLT VERÐA Mér finnst sem þau vandamál sem upp koma eftir afsögn Sévardnazes veröi kæfð í fæö- ingu, segir völvan. Gagnvart umheiminum verður látiö líta svo út sem ástandið sé viö- ráöanlegt en undir yfirboröinu veröa miklar sviptingar. Opinberlega verða þó ráöamenn í Sovétríkjunum færir um að halda ólgunni niðri næstu mánuöi. Næstu tvö árin finnst mér veröa frekar litlaus í sögu Rússlands og arftaki Sévardnmazes verður ekki áberandi maöur. Á rússneskum hátíðisdegi 1992 eöa 1993 verður sviplegt dauösfall eöa jafnvel framiö ódæöi. Það er háttsettur maður sem deyr og fréttir af dauða hans veröa óljósar, svo erfitt verður aö gera sér grein fyrir því hvort hann hlaut eðlilegan dauödaga. Þaö mál mun vekja heimsathylgi en jafnframt gleði. Næstu tvö árin er sem mál rússneskra borg- ara standi í staö. Það er ekki fyrr en að nokkr- um árum liðnum aö fjármál Rússa komast á réttan kjöl og það meö aðstoð vestrænna þjóöa, líklega vegna milliríkjasamninga.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.