Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 23

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 23
Ein af þeim sem reynt hafa aö kanna á kerfisbundinn hátt samband tónlistar og breytts vitundarástands er Helen Bonny er starfar í Baltimore í Bandaríkjunum. Hún byggir athuganir sinar á meginregl- um tónlistarlækninga (aö tón- list geti verkað á skap og vitund) en tengir þær uppgötv- unum hinnar yfirpersónulegu sálarfræði (transpersonal psychology). Bonny lætur fólk slaka á og hlusta á sérstak- lega valda klassíska hljómllst og meö aðstoö hennar fram- kallar þaö ímyndaöan hugar- heim. Fólkinu er kennt að ímynda sér senu eða jafnvel ferðalag. Stýrð ímyndun af þessu tagi getur verkað mjög bætandi og kallað fram hrifn- ingarástand. Helen Bonny hef- ur í rannsóknarstarfi sínu þró- að mismunandi tónlistar- dagskrár sem hver um sig miðar að því að leysa úr læð- ingi ákveðnar tegundir sál- rænnar reynslu. Þar á meðal má nefna tónlist til þess að auðga ímyndunaraflið, til að vekja jákvæðar tilfinningar, til tilfinningalegrar útrásar, hugg- andi tónlist, háleita tónlist og fleira. Sumir sem tekið hafa þátt í þessum æfingum segja að tónlistin hafa framkallað sálfarir - þeir hafi svifið út úr líkamanum - jafnvel „sam- runa við guðdóminn“, „al- heimsvitundarástand" eða annars konar reynslu sem heyrir undir yfirskilvitlega eða trúarlega upplifun. HEILUN Ef litið er á sögu mannkynsins má finna mörg dæmi um aö einhvers konar andlegar lækningar hafi verið stundaðar á öllum tímum meðal flestra þjóða. Þó að læknavísindum samtímans hafi fleytt mikið fram frá því sem áður var eru enn til einstaklingar sem leggja fyrir sig dulrænar lækn- ingar, oft með ótrúlegum árangri. Þessir læknendur störfuðu lengst af í kyrrþey til þess að verða ekki fyrir að- kasti þeirra sem töldu iðju þeirra tóma vitleysu eða ein- bert kukl. Ótvíræður árangur dulrænna lækninga verður hins vegar ekki skýrður meö þessu móti og hefur vakið áhuga ýmissa vísindamanna sem á undanförnum árum hafa í sívaxandi mæli leitað skýringa á þessu fyrirbæri með rannsóknum og tilraun- um. Enginn haldbær skýring hefur enn sem komið er fund- ist en árangur andlegra lækn- inga í jafnvel erfiðum sjúk- dómstilfellum verður hins veg- ar ekki dreginn í efa. NUDD Nudd í heilsuræktarskyni fyrir- finnst í sérhverri menningu sem viðtekinn þáttur f heilsu- vernd. Hippókrates, faðir vest- rænnar lyfjafræði, áleit nudd skipta höfuðmáli í sérhverju heilbrigðiskerfi. Einnig hrós- uðu Gallilíumenn og Rómverj- ar óspart gagnsemi nuddsins. Sænskt nudd er fyrsta kerfis- bundna nuddaðferðin sem þróuð var á Vesturlöndum. Þessi nuddaðferð var upp- runalega þróuð af sænskum skylmingameistara á seinni hluta 18. aldar. Það byggir á nuddi, sem stundað var af evr- ópsku alþýðufólki, austrænum aðferðum frá botni Miðjarðar- hafs og ört vaxandi þekkingu í líffærafræði og lífeðlisfræði á þessum tfma. I sænsku nuddi er hver einstök meöhöndlun álitin hafa sín sérstöku áhrif. Eitt meginmarkmið þessarar aðferðar er að losa um súr- efnissnautt blóð og eiturefni sem safnast hafa þar fyrir. Þannig eykur nuddið hringrás blóðsins og hreinsar innri líf- færi án þess að auka álag á hjartað. Það losar um strengd- ar sinar og spennta vöðva lík- amans. Sænskt nudd örvar einnig efnaskipti líkamans á sama tíma og það hefur slak- andi áhrif á taugakerfið. LÍFEFLISSÁLFRÆÐI Því uppeldi sem margir hljóta fylgir oft bæling á tilfinningum sem ekki er hægt að gefa lausan tauminn. Þetta hefur jafnframt slæm áhrif á líkam- ann því vöðvakerfið er oft not- að sem hemlakerfi til að stöðva framrás tilfinninga. Með því að hemja öndunina og spenna vöðva, sem hafa mest með tjáningu tilfinninga að gera, er hægt að byrgja þær inni, oftast á kostnað heil- brigði og hamingju. Hvorki slökun né almenn jógaiðkun getur bætt úr þessu því þær aðferðir grafa ekki upp rætur vandans, sem liggja í bernskureynslu einstaklings- ins, samskiptum innan fjöl- skyldunnar og ómeðvitaðri til- finningaspennu. Það þarf að leyfa hinum bældu tilfinningum að streyma hindrunarlaust upp á yfirborðið. Austurríski geðlæknirinn Wilhelm Reich þróaði gagn- merkt sállækninga- og sálþró- unarkerfi sem gerði einmitt þetta. Með sérstökum hreyf- ingum, nuddi, öndun o.fl. sýndi hann hvernig hægt var aö losa um djúpstæða vöðvaspennu og stuðla að útrás innibyrgðra tilfinninga. Eftir dauða Reichs þróuðu samstarfsmenn hans og ýmsir lærisveinar kenning- ar hans og aðferðir í ýmsar áttir undir ýmsum nöfnum. Meðal þeirra fremstu má nefna Alexander Lowen, höf- und líforkulækninga (Bioener- getic Therapy), Charles Kelley sem er höfundur Radix, David Boadella sem nefnir aðferðir sínar lífheildun (biosynthesis), Stanley Keleman og John Pierrakos. Það sem þessir menn hafa þegið frá Wilhelm Reich er meðal annars áhersla á samverkun sálar og líkama og tengsl hinnar líf- fræðilegu orku við líkams- ástand og tilfinningaleg við- brögð. Flestir þeirra hafa, ólíkt Reich, hins vegar unnið með hópa og notfært sér þannig möguleika venjulegs fólks til að hafa jákvæö áhrif á hvert annað. Þeir hafa ýmist hafnað eða fært út landamæri hins læknisfræðilega líkans sem notar hugtök eins og „sér- fræðingur" og „sjúklingur" og gerir skýran greinarmun á þvi sem talið er „heilbrigt" og „sjúklegt". Þess í stað hafa þeir orðið fyrir áhrifum frá mannhyggjusálfræðinni (hum- anistic psychology) sem leitar, handan við þyrrking og áhuga- leysi hefðbundinnar sálfræði, að ieiðum og aðferðum til að virkja þá geysilegu möguleika er búa meö manninum. Spurn hennar um hið rétta eðli mannsins leitar ekki svara í töflum, línuritum og véltækni heldur byggist á rannsóknum á sálrænum eiginleikum og þörfum sem gera manninn einstæðan meðal lífvera. Lífeflissálfræðin, sem er samheiti yfir þær sállíkamlegu aðferðir sem vaxið hafa upp úr verkum og starfi Wilhelms Reich, tekur þess vegna ekki eingöngu veikt fólk til meðferð- ar heldur ýmsa sem finnst þeir þurfa að kynnast sjálfum sér betur. í formi námskeiða fyrir eðlilegt fólk er unnið með ýms- ar aöferðir sem miða að því að veita bældum tilfinningum já- kvæða útrás, auka sjálfskennd samfara líkamlegri vellíðan. Námskeiðin æfa fólk í því að tjá sig af hreinskilni og geta aukið innsýn þátttakenda í eigið sálarlíf. Enginn skyldi þó halda að slík námskeið leysi allan vanda heldur ber að skoða þau eins og tilveruna yfirleitt sem skref í átt að meiri þroska. Bandaríski augnlæknirinn W.H. Bates er upphafsmaður augnæfingakerfis í anda heildrænna lækninga. Æfinga- kerfi hans samanstendur af æfingum sem styrkja augnvöðv- ana, draga úr vöðvaspennu og auka blóðrás líkamans. Æfingakerfið þykir henta vel sem leið til að bæta sjónina á náttúrlegan máta. F.M. Alexander var breskur leikari. Hann þróaði sérstæða leiðréttingaraðferð sem hefur að markmiði að venja vöðva- kerfið á að starfa á eðlilegri og samhæfðari hátt. l.TBL. 1991 VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.