Vikan


Vikan - 10.01.1991, Page 24

Vikan - 10.01.1991, Page 24
TEXÍI: PORSTEINN EGGERTSSON JÓLAKORT FRÁ TUGUM FEGURÐARDROTTNINGA Lísa Björk Davíðsdóttir segir fró þátttöku sinni í keppninni um titilinn „Ungfrú Evrópa“ ÍTaiwan Lfsa Björk Davíðsdóttir er nýkomin heim eftir þriggja vikna viðburða- ríka ferð til borgarinnar Taipeh á eyjunni Taiwan. Þar var hún fulltrúi Islands í keppninni um titilinn Ungfrú Evrópa. Alls tóku fulltrúar frá þrjátíu Evrópuríkjum þátt I keppninni en það er næstum fimmtíu prósent meiri þátttaka en í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva enda hefur Evr- ópa smám saman verið að opnast. En hvernig skyldi Lísu Björk hafa fundist að taka þátt í þessari keppni? „Það var alveg rosalega garnan," segir hún með ein- lægu brosi. „Ferðalagið tók langan tfma enda komið við á mörgum stöðum á leiðinni og svo tóku Kínverjarnir alveg sérstaklega vel á móti okkur." - Hvað varstu að gera þessar þrjár vikur? „Við vöknuðum klukkan sex á morgnana og vorum í myndatökum og kynningum til tíu á kvöldin. Við vorum fínt klæddar frá morgni til kvölds. Svo heimsóttum við hin og þessi fyrirtæki sem stóðu að keppnirini. Taiwan er ekki stór eyja en þar búa um 2,7 milljón- ir manna. Þarna er rosalega mikið af bílum og fólki t.d. mið- að við ísland." - Nú hlýtur evrópsk fegurð- arsamkeppni hinum megin á hnettinum að vera mjög for- vitnileg. Hvernig tóku fjölmiðl- ar á Taiwan þessu? Ein æfing fyrir aðalkeppnina. Þessi fór fram á hótelinu sem fegurðardisirnar dvöldu á og faðir Lísu kom einmitt til Taiwan þennan dag til að vera viðstaddur keppnina.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.