Vikan


Vikan - 10.01.1991, Page 15

Vikan - 10.01.1991, Page 15
FÁTÆKA HAFIÐ ÞÉR ÆTÍÐ HJÁYÐUR Þýskaland fer inn í fjárhagslegan öldudal næstu þrjú ár og þar ríkir mikill órói. Vestur- Þjóöverjar eiga eftir aö lenda í mjög erfiðri aö- stööu því þeir standa ekki eins sterkt viðskipta- lega og þeir reiknuðu meö. Sameiningin veikir þá í staö þess aö styrkja og erfitt reynist að að- stoöa Austur-Þjóðverja sem flykkjast til frelsis í vestri í hrönnum. Þó Austur-Þjóöverjar hafi fagnaö sameiningunni fyrst í staö eiga margir þeirra eftir aö snúa vonsviknir til sinna fyrri heimkynna. Lítið land i austri (hugsanlega Júgóslavía) sem staöið hefur sæmilega traustum fótum fram aö þessu mun bíða hnekki vegna sam- einingar þýsku ríkjanna. Allsherjar atvinnuleysi veröur í Ungverjalandi og völvan skynjar upp- lausn og neyðarástand næstu þrjú ár í þessum löndum og Póllandi. Þarna er hrikalegt myrkur og fátækt og í Póllandi og Ungverjalandi má segja aö ríki neyðarástand þegar nær dregur 1994. Þessi lönd ná ekki aö vinna sig út úr þeim erfiöu málum er þar koma upp, því fólkið kann ekki aö lifa viö vestrænt frelsi. Róstur veröa og götubardagar og loft er lævi blandiö. Almenningi þessara landa mun finnast hann verr staddur en áður því mikil óvissa ríkir nú í löndunum. Hryöjuverk munu aukast og þaö í löndum sem fram að þessu hafa viljað halda friö. Þaö er heift í almenningi þessara landa næstu árin og helst finnst völvunni að borgar- arnir telji sig hafa farið úr öskunni í eldinn. EF ÞÚ VAKIR EKKI KEM ÉG EINS OG ÞJÓFUR Þegar rætt var viö völvuna í byrjun desember haföi hún eftirfarandi um inngöngu Noröur- landa í EB aö segja: Tvö Norðurlönd (Svíþjóö og líklega Noregur) ganga í EB. Það mun

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.