Vikan - 10.01.1991, Side 28
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Ein vinsælasta rokkópera
allra tíma er vafalítið
The Rocky Horror Pict-
ure Show. Það er verkefni
Leikfélags Menntaskólans við
Hamrahlíð að þessu sinni og
það er ekki verið að ráðast á
garðinn þar sem hann er
lægstur. Um hundrað manns
eru viðriðnir sýninguna og þar
af koma um áttatíu fram. Áður
en æfingarnar hófust var hald-
ið glæsilegt fimm vikna leik-
listarnámskeið undir stjórn Kol-
brúnar Halldórsdóttur leik-
stjóra og var æft ósleitilega á
hverjum degi vikum saman,
ekki aðeins fyrir og eftir hátið-
irnar heldur líka á milli jóla og
nýárs. Fljótlega kom í Ijós að
þessar æfingar tóku það mik-
inn tíma og rúm að ekkert ann-
að kæmist að í samkomusaln-
um og félagslífið i MH er mjög
fjölbreytt eins og margir vita.
Því var gripið til þess ráðs að
taka Iðnó á leigu og fékk leik-
félagið fullan stuðning skóla-
stjórnarinnar til þess. Leikar-
arnir hafa líka fundið að gamla
Iðnó er alvöru leikhús með sál
og hentar verkinu sérstaklega
vel.
Fá leikhúsverk eiga sér eins
sérkennilega sögu og The
Rocky Horror Picture Show.
Það var frumsýnt uppi á lofti í
litlu leikhúsi, sem heitir The-
atre Upstairs, í London árið
1973 og var ekki reiknað með
að það yrði mjög vinsælt. Ann-
að kom þó fljótlega í Ijós.
Áhorfendur fóru að mæta á
sýningar á alls kyns múnder-
ingum til mótvægis við leikar-
ana og þegar fram liðu stundir
voru þeir meira að segja farnir
að taka þátt f sýningunum
með æfðum setningum. Þegar
kvikmynd, byggð á söngleikn-
um, var frumsýnd varð það
sama uppi á teningnum. Menn
komu í furðufötum og töluðu
eða hrópuðu á móti myndinni.
Sami háttur verður að sjálf-
sögðu hafður á í Iðnó. Fólk
getur komið hvernig klætt sem
það vill og því er aldrei að vita
hjá hvaða furðufyrirbæri mað-
ur sest.
Rokkóperan verður frum-
sýnd 15. janúar og aðeins
verða tuttugu sýningar þar
sem allir leikararnir eru við
nám. Þýðandi verksins er Vet-
urliði Guðnason og hefur hann
lagt mikla rækt við verkið enda
er útkoman frábær. Páll Óskar
Hjálmtýsson leikur höfuðpaur-
inn Frank-N-Furter en aðstoð-
arhyski hans, Riff Raff og
Magenta, eru leikin af Guðjóni
Bergmann og Eddu Björgu Ey-
jólfsdóttur. Columbia er leikin
af Steinunni Þórhallsdóttur,
Brad og Janet eru þau Jón Atli
Jónasson og Katrín Kristjáns-
son en Rocky sjálfur er leikinn
af Guðlaugi Inga Harðarsyni.
Guðrún Sigríður Haralds-
dóttir hannaði leikmynd, Jón
Ólafsson stjórnar tónlistinni,
Ástrós Gunnarsdóttir stjórnar
dönsum, Sigurður Bjóla er
hljóðmeistari og Egill Ingi-
bergsson er Ijósameistari. For-
maður leikfélagsins og sýning-
arstjóri er Dreki Karlsson.
Kvikmyndin The Rocky
Horror Picture Show er orðin
að eins konar menningarfyrir-
bæri út af fyrir sig og er sýnd í
öllum stórborgum hins vest-
ræna heims a.m.k. eina viku á
hverju ári. Hún er líka sýnd af
og til hér á landi og því hafa
margir séð hana en leikhús-
verkið er í mun nánari snert-
ingu við áhorfendur en kvik-
myndin getur nokkurn tíma
verið. Það er því viðbúið að
hér sé á ferðinni verk sem er
verulega frábrugðið öllu því
sem hin leikhúsin bjóða upp á.
VIÐAMESTA NEMENDASTÝNING SEM SETT HEFUR VERIÐ UPP HÉR Á LANDI
ROCKY HORROR
ÁSVIÐIÍIÐNÓ