Vikan


Vikan - 10.01.1991, Síða 44

Vikan - 10.01.1991, Síða 44
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ VIKULESANDA DAUÐINN ER EKKITIL SÁLRÆN SJÓNARMIÐ Kœra Jóna Rúna! Ég veit ekki hvar ég á að byrja en vandamál mín eru tvö. Samt er eins og þau byrji bœði á sama punktinum. Ég er undir tvítugu, á unnusta og lítið barn og við erum mjög hamingjusöm saman. Annað vandamái mitt er að ég er svo hrædd við dauðann. Þegar ég var lítil stelpa pœldi ég oft í því að ég myndi ekki vera hér að eilífu. Ekki vera endalaust hjá þeim sem ég elska. Öll þessi ár hefur þessari hugsun skotið upp í hugann af og til. Þegar ég er ein með þarninu mínu og jafnvel að hugsa um lífið sjálft fer ég kannski að hugsa um dauðann upp úr þurru. Þegar þetta kemur yfir mig finnst mér alltaf eins og allir vinir mínir og œftingjar verði ennþá á lífi en ég ein í dauðanum. Ég trúi á Guð og vil trúa því að til sé himnaríki og þar muni aitir hitfast eftir dauðann. Aftur á móti líst mér ekkert á tilhugsunina um endurfœðingu og þannig hugsanir hvarfla líka að mér og tel ég það óæskilegt. Ég vil ekki endurfæðast sem hungrað barn - kannski í Afríku. Ég vil fá að hitfa þá sem ég elska. Þá er það hitt vandamálið. Það kemur iðulega fyrir þegar ég er að fara að sofa að mér finnsf ég finna einhvers konar nálægð þeirra sem eru farnir. Fyrir tveim til þrem árum hafði ég fil dœmis á tilfinningunni að hjá mér stœði gömul kona og stryki stundum léft yfir kinnina á mér. Ég er alls ekki að gefa ískyn að ég hafi einhverja hœfileika og sé ekki neiff en finn þó þetta. Aftur á móti hef ég í svefnrofunum skynjað dökkklœddan mann við fótagafi dóttur minnar og fundist eins og hann væri ekki hliðhollur okkur. Viltu hjálpa mér, kœra Jóna Rúna, hjálpa mér til að losna við óttann við það óþekkta. Með fyrirfram þökk, Lára. Kæra Lára! Þakka þér innilega fyrir einstak- lega einlaegt bréf og vonandi getum við greitt eitt- hvað úr því sem liggur svona þungt á huga þér. Við notum innsæi mitt til glöggvunar og lítillega kann að vera að við notumst við táknin í skriftinni þinni til samanburðar. Að marggefnu tilefni vil ég taka skýrt fram að þjónusta þessi, sem Vikan býður les- endum sínum að njóta með mínum stuðningi, er og verður fyrst og fremst að miðast við stuðning við þá sem eru heil- brigðir. Læknar, sálfræðingar, geðlæknar og félagsráðgjafar eru þær starfsstéttir sem hugsaðar eru til að leysa vandamál og veikindi fólks en alls ekki sálrænn aðili eins og ég. Mitt hlutverk er miklu frem- ur hugsað til að auðvelda heil- brigðu fólki, sem er að fara í gegnum tímabundið ástand vandræða og vesens, að fá frá hlutlausum aðila eins og mér einhver viðmiðunaratriði til samanburðar við sitt eigið mat á hlutunum. í svörum mínum felst þvi fremur leiðsögn en lausn. Sem sagt, elskurnar, ég kann engar þær lausnir mála sem fallið geta undir leiðir þær sem hefðbundnir sérfræðingar eru sérhæfðir í. Minn vilji er að nota náðargáfu þá sem mér er gefin í vöggugjöf á kærleiks- ríkan, hreinskilinn og skyn- samlegan máta og þannig kannski verða einhverjum Ijós í tímabundnu myrkri með vilja mínum til þeirra verka sem ég leysi af hendi. En hvað um þetta, elsku Lára, við sjáum hvað okkur tekst að finna út úr þessu tvennu sem svekkir þig mest. ALLIR HVERFA HÉÐAN Það er nú einhvern veginn þannig með okkur flest að við finnum til ótta viö það ókomna, að minnsta kosti stundum og er hreint ekkert óeðlilegt við það. Þú ert því afar venjuleg að þessu leyti þrátt fyrir allt. Ef við til að byrja með íhugum dauðann dálítið þá leyfi ég mér að fullyrða aö hann sé ekki til nema í huga þeirra sem eftir lifa. Ef við ímyndum okkur að líkaminn sé eins og bíll, sem þarf bæði bensín og ann- að til að vera gangviss og að auki bílstjóra til að hann keyri ekki á hvað sem fyrir verður, þá er til samanburðar hægt að segja að sálin sé í sama hlut- verki og bílstjórinn. Ef hún hverfur úr líkamanum er hann óstarfhæfur eins og yfirgefinn bíll og bílstjóralaus óneitan- lega er. Bílstjórinn gufar ekki upp þó hann yfirgefi bíl sem er ónýtur. Hann heldur áfram að vera til og lifa því lífi sem hann kann að vera hæfur til. Þú kemst ekki hjá því einn góðan veðurdag að hverfa úr líkama þínum og hverfa héð- an af jörðinni til annarra og áðuróþekktra heimkynna. Svo er reyndar með okkur öll. Erfitt er að láta sér detta í hug að það sé endilega þrautin þyngri að upplifa þennan viðskilnað en svo er nú samt hjá okkur flestum. Engan þekki ég sem ótil- neyddur vill þurfa að yfirgefa þá sem viðkomandi elskar og hverfa héðan af jörðinni. Þar eru tilfinningar þínar nákvæm- lega í samræmi við það sem algengast er hjá okkur flestum. Við ákveðum brottför- ina ekki sjálf og við getum engan farmiða keypt til ein- hvers fyrirfram ákveðins stað- ar hinum megin grafar. Þess vegna verður það að vera okk- ur Ijóst á meðan við erum á jörðinni að þegar kalllið kemur erum við um tíma tilneydd til að yfirgefa líkamlega þá sem við elskum, en ekki andlega. Óni TILGANGSLAUS Ef þetta er rétt er óttinn til- gangslaus og til þess eins lík- legur að gera okkur nánast ókleift að lifa lífinu lifandi og þá um leið að njóta samvistanna við þá sem við elskum á með- an við erum svo heppin aö geta það. Það ert þú augljós- lega því þú segir að þú og litla fjölskyldan þín séuð ósköp hamingjusöm og það er yndis- legt. Þetta leiðir hugann að því hvort við séum ekki langt frá þeim sem við unnum ef við erum í sálrænu uppnámi yfir því sem við engan veginn get- um komist hjá þegar þar að kemur. Ótti og aðrar áhyggjur 44 VIKAN l.TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.