Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 49
HVER VEIT
NEMA ÉG
VERÐISJÓ-
MAÐURÁ
EFRIÁRUM
RANNVEIG - Frh. af bls. 13
Auður, Halla, Rannvelg og Hjaltl
á góðri stundu ekki alls fyrir
löngu.
litlum miðum inn í múrinn. i gömlu Jerúsalem
fórum við í verslunarhverfið. Göturnar þar voru
mjög þröngar og ólíkar því sem ég hafði áður
séð. Þetta var eins og að detta inn í Biblíusög-
urnar. Þessi ferð er mér alveg ógleymanleg.
- Svo við víkjum aftur að starfi þínu,
Rannveig, vannstu utan heimilis á meðan
börnin voru lítil?
Nei, ekki til að byrja með. Síðar dvöldust
þau oft í sveit á sumrin og þá notaði ég timann
til að byggja mig upp og safna kröftum fyrir
komandi vetur. Það gerði ég með því að vinna
við hjúkrunina. Ég vann á Landspítalanum og
við heimahjúkrun. Þar með hófust störf min í
öldrunarþjónustunni og við hana hef ég starfaö
síðan. Ég hef þvi lengi haft áhuga á þeim
málum. Þegar ég fór svo að vinna meira eftir
að börnin urðu stærri hætti ég í heimahjúkrun
og fór á Hrafnistu þar sem ég var hjúkrunarfor-
stjóri í átta ár. Þaðan fór ég í starf hjúkrunarfor-
stjóra í Sunnuhlíð f Kópavogi og þar er ég enn.
- Fórstu ekki einhvern tíma utan í fram-
haldsnám í hjúkrun?
Jú, á meðan ég var á Hrafnistu fór ég í
stjórnunarnám í Hálsovárdhögskolan í Gauta-
borg. Siðar fór ég til Danmerkur í nám fyrir
hjúkrunarfólk sem sinnir blindum og heyrnar-
lausum. Þetta nám var erfitt en skilar sér mjög
vel í daglegri umönnun aldraðra. Við vorum
tveir hjúkrunarfræðingar í Sunnuhlíð sem fór-
um í þetta nám og ég hvet aöra sem starfa að
öldrunarmálum til að gera slíkt hið sama.
- Málefni aldraðra eru þér mjög hugleik-
in. Hvernig líst þér á ástand þeirra mála
núna?
Ástand þeirra mála er ekki nándar nærri
nógu gott. Það bráðvantar meiri hemahjúkrun
því aldraðir eiga rétt á því að fá að vera heima
eins lengi og þeir sjálfir kjósa. Þegar ég vann
að heimahjúkrun barðist ég fyrir því að heima-
hjúkrun og heimilishjálp væru sameinuð en
það þótti nú ekki góð pólitik í þá daga. Það er
svo sem búið að byggja nóg af alls kyns hús-
um fyrir aldraða en það er ekki nóg, það
bráðvantar stað fyrir sjúkt gamalt fólk. Fáir
hafa áhuga á því vegna þess að það fólk þarf
mikla aðhlynningu og getur ekki föndrað eða
sagt skemmtilegar sögur frá því í gamla daga.
- Hvað um framtíðina, Rannveig? Hvað
er framundan hjá þér?
Ég hef hugsað mér að hætta að vinna fljót-
lega og fara á eftirlaun. Ég mun þó taka ein-
hverjar aukavaktir þvi ég er með þungt heimili
og get þess vegna ekki sest i helgan stein.
Það er ýmislegt sem mig dreymir um að gera
þegar ég fæ nægan tima. Mig langar til dæmis
að vera meira á Vatnsleysuströndinni þar sem
ég á sumarbústað. Ég er með kartöflugarð og
trjárækt sem ég hlakka til aö sinna betur. Einn-
ig langar mig að kaupa mér bát og fara að róa
til fiskjar. Hver veit nema ég gerist sjómaður á
efri árum - við sjáum hvað setur. □
JÓNA RÚNA
Frh. af bls. 45
elskulegur einstaklingur og
ekki líkleg til aö viðhalda um
lengri tíma neinum sérstökum
vandamálum i huga þér. Til-
hneiging til jákvæðni og bjart-
sýni verða vandanum yfir-
sterkari sem betur fer. Þú ættir
að temja þér ögn meiri léttleika
og vera ekki svona rosalega
upptekin af hvað hendir þig í
því sem ekki er á valdi þinu
hvort sem er að hafa nokkur
áhrif á.
Þér er ekki mögulegt frekar
en öðrum að stjórna því hve-
LAUSN SÍÐUSTU GÁTU
+ + + + + + + BF + L + + H4 + S +
+ + + + + + SJÓLIÐINN + NÁ
+ + + + + + IÁN1NA + 0THAF
+ + + + + +ÖNUND + AFBERA
+ + + + + + TARA + ÁTU + FAL
HÆRINGUR+LÁG + BRUÐL
+ T1GULL + BANIMAUR + +
+ lóðs + 1rah + ræi:t + ms
+ I + AL + KÚNGINN+ + DUL
+ + K + A+ ISIS + DAPURTJ
+ HOF+L + TROS + + + NERÓ
MANNVERU + KERLINGAR
+ F ÍA I I U R + IJ 0 A + T I L +
+ MÁSKIM+£UKL + + ÖÐAR
+ EÐA + + MIRRU + FEN + MÝ
+ Y+ + STUNA + RÓLYNDAR
SJALLINNMÁ + VED + ÝSA
+ AUMINGI + LEITIORT +
ENGINN + + MEITILLA + A
+ +ASKASLEIKIREINAR
+ S + KUNNÁTTA + +GF + FF
FÉSIR+ET + + FÆÐ+UFSI
+ + TOLLFRJÁLS + HRET +
BRlK + EIA + SÁTUR + NAM
+ FARMALRÖST + REIGÐ I
+ + + + -f + + + + + -f + + TIFAÐ
Lausnarorð á síðustu krossgátu
SKAUTBÚNINGUR
nær Guð hefur hugsað sér að
kalla þig til sín í ríki sitt. Mér
segir svo hugur um að þess
verði hvort sem er langt að
bíða, elskuleg. Þú verður líka
að passa að verða ekki eins
og meiriháttar hrukkuherfa
vegna ástæðulausra áhyggna
langt um aldur fram. Það er
ekkert skemmtilegt að horfa á
eldra fólk sem hefði getað elst
fallega ef það hefði tamið sér
afslappað og kærleiksríkt hug-
arfar en er kannski meira í ætt
við ofnotaða harmóníku í and-
liti af því að alla ævina hefur
það haft flestar heimsins
áhyggjur á herðum sínum og
þá án þess að geta nokkru
breytt um gang mála. Gefðu
því sem er hamingju- og
heillahvetjandi miklu stærra
pláss í þínum annars elsku-
lega huga.
AUGUÓSIR
EIGINLEIKAR
Þú virðist fjölhæf, listræn og
rómantísk. Það er nokkuð sem
þú ættir að gefa aukið líf og
umhugsun ef þú getur. Þú
verður sennilega með aldrin-
um mun staðfastari, úthalds-
betri og sveigjanlegri í hugsun
og athöfnum. Trúarleg til-
hneiging er auk þess töluvert
áberandi og þú ættir að nota
bænir að staðaldri. Allt sem er
dularfullt og órætt bæði heillar
þig og hræðir um leið. Slakaðu
bara á, elskan, og vertu á
næstu árum sem mest með
fæturna á jörðunni.
Uppalandi getur þú orðið
mjög góður og af þeim ástæð-
um máttu alls ekki láta óþarfa
ótta gera þér ókleift að styðja
barniö þitt á sem jákvæðastan
hátt. Eirðarleysi og óþolin-
mæði geta verið nokkuð sterk
einkenni í skaphöfn þinni, sér-
staklega fram að svona þrjátíu
og fimm til átta ára aldri.
Gerðu því í því að setja á
svið það sem bersýnilega
krefst þess að þú sért bæði
þolinmóð og í góðu andlegu
jafnvægi. Þú virðist nokkuð
sérgóð og einmitt þess vegna
viltu sleppa við að fæðast aftur
- kannski við eitthvað sem er
öfugt við það sem þú býrð við
núna. Hugsaðu ekki um end-
urholdgun; nóg er nú gasprað
óvarlega um þá hluti af veikl-
uðu fólki í þjóðfélaginu þó ég
og þú bætumst ekki i hópinn.
Það sem skiptir máli er ekki
hvað þú kannt að hafa verið
mögulega I fyrri lífum eða átt
von á að verða kannski í lík-
legum næstu lífum heldur
skiptir meginmáli hvernig þú
vilt vera í þessu lífi þínu hér og
nú og hana nú. Þú hefur ekki
skynjað nemma brotabrot af
öllum kostum þínum, Lára
mín. Brettu nú upp ermarnar
og byrjaðu á að skoða hvað þú
ert í raun og veru vel af Guði
gerð og njóttu þess að rækta
með þér allt það sem líklegt er
til að styrkja það sem augljós-
lega er styrkur þinn. Það eru
góðir kostir þínir.
Eða eins og óttasiegna
stelpan sagði eitt sinn þegar
allt var orðið að máli í huga
hennar: „Vonandi er það rétt
sem Jóna Rúna segir að
hægt sé að nota hugann
eins og hvert annað tæki
sem hægt er að fylla af hvort
sem er jákvæðum eða nei-
kvæðum hugsunum og
beita svo viljanum á allt
draslið þannig að útkoman
verði hreinustu yfirskammt-
ar af þeim jákvæðu.
Guð gefi þér aukna trú á
mikilvægi þess að uppræta
sjálf allt sem mögulega fellur
undir ástæðulausan ótta og
áhyggjur með hans hjálp,
góðra manna og þínum eigin
vilja.
Með vinsemd,
Jóna Rúna.
Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Runu og látið fylgja fullt nafn
og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu
Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau
í einkabréfi.
Utanáskriftin er:
Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.
l.TBL.1991 VIKAN 49