Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 22
HEILDRÆN HEILSUFRÆDI
Heildræn heilsufræði skoðar
líkama mannsins sem orkukerfi
líkt og jógafræði Austurlanda.
Heildræn heilsufræði er gott
dæmi um hvernig hægt er að
nota bæði vestrænar og
austrænar aðferðir þannig að
þær bæti hver aðra upp og
myndi heilsteypt kerfi til þroska
og sjálfsþekkingar.
NÁTTÚRULYF
Margir sem aðhyllast heild-
ræna stefnu í heilbrigðismál-
um telja farsælast að nota
jurtalyf og aðrar náttúrlegar
aðferðir við meðhöndlun sjúk-
dóma. Þó skal tekið fram að
hér er alls ekki um öfgastefnu
að ræða sem útilokar venjuleg
lyf eða aðrar hefðbundnar
læknisaðferðir yfirhöfuð.
Læknar og aðrir aðilar heil-
brigðisstéttanna, sem aðhyll-
ast þessa stefnu, nota báðar
aðferðir jöfnum höndum eftir
því hvað á við hverju sinni.
Þeir gagnrýna hins vegar
ýmsa öfugþróun í heilbrigðis-
kerfinu eins og náin tengsl
lækna við lyfjaframleiðendur,
gegndarlausa lyfjanotkun og
ómanneskjulega þætti í stjórn-
un nútímasjúkrahúsa.
Eitt af alvarlegustu vanda-
málum læknisfræðinnar eru
svonefndir íatrogenískir sjúk-
dómar sem stafa beinlínis af
rangri meðhöndlun lækna. Hér
er um að ræða ranga lyfjagjöf,
aukaverkanir lyfja eða annarr-
ar meðferðar og mistök í
skurðlækningum. Athuganir
hafa jafnframt leitt í Ijós að
dvöl á sjúkrahúsum getur í
sumum tilvikum beinlínis haft
neikvæð áhrif á heilsu manna.
Það eru þessir neikvæðu
þættir í heilbrigöiskerfinu sem
talsmenn heildrænnar heilsu-
fræði telja að þurfi endur-
skoðunar við.
HEILDRÆNAR
LÆKNINGAR
Hér verður getið nokkurra að-
ferða sem flokkast undir heild-
ræna heilsufræði. Sumar
þeirra eru ekki eingöngu not-
aðar til lækninga heldur stund-
aðar af heilbrigðu fólki sem vill
vaxa frá takmörkunum sínum í
átt til birtingar hæfileika sinna
og möguleika. Talsmenn
heildrænnar heilsufræði segja
að í hverjum manni séu að
verki öfl sem miða að vitundar-
opnun og sálrænum þroska.
Listin felst einfaldlega í því að
finna þessa sjálfkvæmu fram-
vindu og ná tökum á henni til
að geta meðvitað hjálpað
henni í þá átt sem hún vill fara.
ALEXANDERTÆKNIN
Andleg og líkamleg velferð
okkar er að miklu leyti háð því
hvernig við notum eða misnot-
um líkamann. Slæm líkams-
stelling eða röng beiting
vöðvakerfisins getur verið
meginástæðan fyrir mörgum
kvillum eins og til dæmis bak-
veiki, liðagigt, höfuðverk og
streitu. Á fullorðnisárum hafa
margir tamið sér óheppilega
líkamsstöðu sem veldur sál-
rænni og líkamlegri þreytu.
Við höfum tilhneigingu til að
skapa misræmi í líkamanum.
Margir fetta til dæmis bakið,
sveigja hálsinn fram, lyfta öxl-
unum eða beita líkamanum á
annan hátt óeðlilega. Öll get-
um við séð muninn á líkamleg-
um yndisþokka heilbrigðs
barns sem hreyfir sig án
áreynslu og fullorðnum manni
sem gengur lotinn í baki.
Alexandertæknin er kennd
við upphafsmann hennar,
F.M. Alexander. Hann var leik-
ari að atvinnu og var uppi á
fyrri hluta þessarar aldar.
Alexander þróaði þessa leið-
réttingaraðferð sem svar við
alvarlegum sjúkdómi sem
hann átti í höggi við. Aðferðin
byggist á þeirri uppgötvun að
misræmi í stöðu höfuðsins,
hálsins og axlanna (sem er
undantekningarlaust einkenni
nútimamannsins) veldur mis-
beitingu alls vöðvakerfisins.
Alexandertæknin er sniðin til
þess að kenna fólki að nota
llkamann á betri og meðvitaðri
hátt. Þetta þýðir meðvitund um
hvernig við notum líkamann
þegar við stöndum, sitjum,
göngum, hlaupum, bæði í leik
og starfi. Meginmarkmið leið-
beinanda í Alexandertækninni
er aö gefa nemandanum end-
urtekna tilfinningu fyrir því í
hverju góð beiting líkamans
felst. Þannig má smám saman
venja vöðvakerfið á að starfa á
eðlilegri máta.
Alexandertæknin nýtur
mikilla vinsælda víða um
heim, ekki síst meðal leikara
og tónlistarfólks. Hún er I
mörgum tilfellum orðin fastur
liður í menntun sumra leikara
og tónlistarmanna á Vestur-
löndum. Þegar Nikolaas Tin-
bergen fékk nóbelsverðlaun í
læknisfræði árið 1973 fjallaði
hann um Alexanderaðferðina í
ræðu sem hann hélt við þaö
tækifæri. Tinbergen fullyrti að
með Alexanderaðferðinni væri
hægt að lækna of háan blóð-
þrýsting, svefntruflanir, andar-
teppu, draga verulega úr
vöðvagigt, mígreni og ráða bót
á kynlífstruflunum. Hann
skýrði einnig frá því að Alex-
andertæknin væri hjálpleg við
þunglyndi og hefði almennt
bætandi áhrif á geðástand og
tilfinningalff. Alexanderaðferð-
in er sögð hjálpa fólki við að
losna úr viðjum vöðvaspennu.
Hún bætir líkamsstellingu ein-
staklingsins og eykur þannig
fegurð og samhæfingu líkam-
ans.
BETRI SJÓN
ÁN GLERAUGNA
Árið 1919 kom út í Bandaríkj-
unum bók sem ber heitið
„Better Eyesight Without
Glasses" og er eftir banda-
ríska augnlækninn W.H.
Bates. Þessi bók olli miklu
fjaðrafoki meðal augnlækna
því höfundurinn hélt því fram
að hægt væri að lækna bæði
nærsýni, fjarsýni og sjón-
skekkju með daglegri iðkun
vissra augnæfinga. Dr. Bates
gat jafnframt sýnt fram á gildi
kenninga sinna með því að
benda á fjöldann allan af ein-
staklingum sem höfðu undir
handleiðslu hans náð þeim
árangri að þurfa ekki lengur að
nota gleraugu eða í það
minnsta minnkað notkun
þeirra verulega.
Síðan hafa þúsundir ein-
staklinga um heim allan stað-
fest kenningar hans með því
að bæta sjón sína á náttúrleg-
an hátt með einföldum en
áhrifaríkum augnæfingum.
Vísindalegar rannsóknir í
Bandaríkjunum hafa ennfrem-
ur rennt stoðum undir upp-
götvanir hans. Þrátt fyrir að
þetta augnæfingakerfi hafi
verið við lýði í rúmlega sjötíu
ár benda augnlæknar við-
skiptavinum sínum ennþá á
gleraugu eins og ekkert annað
sé til úrbóta. Þannig gera þeir í
sumum tilvikum ógagn, eink-
um þegar um er að ræða ungt
fólk sem hefur góða mögu-
leika á að þjálfa augun til betri
sjónar.
Síðan W.H. Bates kynnti
fyrst augnæfingar sínar hafa
þær verið endurbættar á ýmsa
vegu og öðrum æfingum bætt
við sem taka ekki eingöngu til
augnanna heldur alls likam-
ans. Þannig notar til dæmis
bandaríski sálfræðingurinn
Charles Kelley ýmsar aðferðir
úr lífeflissálfræði Wilhelms
Reich, sem miða að því að
draga úr vöðvaspennu, dýpka
öndunina og tjá innibyrgðartil-
finningar. Kelley heldur því
fram að orsaka augntruflana
sé að leita í bældum tilfinning-
um úr bernsku. Samkvæmt
reynslu hans tengist inni-
byrgður ótti fjarsýni en hamin
reiði þeim einstaklingum er
þjást af nærsýni. Kelly hefur
einnig bent á hvernig ýmis
önnur skapgerðareinkenni og
vöðvabrynja, eins og til dæmis
ákveðin beiting háls og höfuðs
og sálræn úrvinnsla í bernsku,
einkenni þá einstaklinga sem
eiga við fjarsýni og nærsýni að
stríða.
TÓNLISTARLÆKNINGAR
Tónlist er annað og meira en
afþreying. Hún er bæði mót-
andi og líknandi. Hún er ein sú
elsta list - mystisk og nærfær-
in í senn - er leiðir til friðar.
Tónlist er vísindi geðhrifa,
stjórn geðshræringa, beitt við
trúarlegar athafnir og jafnan
mikil stoð á andlegri þroska-
braut. Við andlega iðkun hefur
tónlist löngum verið beitt sem
leið til sjálfsþekkingar. Hljóm-
listin hrífur mann á marga
vegu og í ýmsar áttir - ýmist
hvetjandi eða letjandi. Geð-
læknar, sálfræðingar og aðrir
sem vinna á sviði heilbrigðis-
mála hafa á síöustu árum
fengið vaxandi áhuga á lækn-
ingamætti hljómlistar. Visinda-
menn hafa leitt í Ijós að lífleg
tónlist eykur blóðstreymi til
heilans. Einnig er Ijóst að tón-
list getur haft áhrif á hvaða raf-
bylgjur heilinn framleiðir, geð-
sveiflur og tilfinningalega upp-
lifun. Samkvæmt þessu er
ekki ólíklegt að tónlist geti
breytt vitundarástandi með
verkunum á hinu líffræðilega
sviði.
22 VIKAN 1. TBL. 1991