Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 40
Á fyrsta augnablik- inu, sem hann var vakandi, sá hann dyrnar á gesta- herberginu opnast hægt. Hann sat sem frosinn væri og gat ekki hreyft sig. Hann sá hana — veru í hvítum klæðum með logandi kerti í hendinni. Janet rauf þögnina. - Getum viö ekki fengið einhvern prest til aö kveöa niður þennan ófögnuð? Tim hristi höfuðið. - Það var reynt fyrir sextíu árum - árangurslaust. Ég er búinn að fara gegnum öll þessi gömlu skjöl. En það er ekkert djöfullegt við afturgöngurnar, þetta eru meinleysisskinn. Skyndilega leit hann upp. - En við erum ekki ennþá búin að gefast upp. Bráðum fer allt fólkið til markaðarins í Birchbury. Við verðum þá ein i húsinu og getum rannsakað það frá risi og niður í kjall- ara. Það getur verið að einhvers staðar leyn- ist afkimi sem við höfum ekki áður orðið vör við og að við dettum niður á haug af gömlum bréfum eða beinahrúgu, eitthvað sem skýrir þennan draugagang. Ef eitthvað slíkt er til þá finnum við það. - Ja-a, allt í lagi, sagði Janet. Hún náföln- aði við tilhugsunina um að finna beinagrind. Hann lagði handlegginn um axlir hennar. - Mér þykir fyrir þessu öllu, sagði hann og var lágmæltur. Hann vissi að hún hafði aldrei haft reglulegan áhuga á að festa kaup á þessu húsi en hún hafði aldrei talað um það. - Ef þetta fer allt á hausinn hjá mér verð ég að finna annað starf, hugsaði hann. Hann vissi samt að það var ekki auðhlauþið að því fyrir mann sem kominn var um fimmtugt. Þau gengu fram í anddyrið og nokkru síð- ar heyrði hann að Janet var að tala við hóþ af gestum, róleg og glöð á svipinn. - Mér þykir fyrir því, herra Hayworth, sagði hún hæversklega, - en ég get ekki gefið nokkra skýringu á þessu fótataki sem þér heyrðuð fyrir utan dyr yðar um miðnætt- ið. Ég veit heldur ekkert um veruna sem þér sáuð úti í garðinum. Maðurinn minn og ég höfum aldrei séð neitt óvenjulegt. En ef þér ætlið að fara skal ég sjá um að reikningurinn yðar verði tilbúinn í tæka tíð. Þér líka, frú Benneth? Og dóttir yðar? Það er allt í lagi ef þér óskið að fara strax. Tim og Janet stóðu á tröppunum og veif- uðu til litla hópsins sem gekk í áttina til al- menningsvagnsins. Svo gengu þau aftur inn í húsið. Sólargeislarnir streymdu inn um gluggana á stóra samkomusalnum. Glugg- arnir stóðu upp á gátt, blómailmur barst frá garðinum. - Það er svo yndislegt og friðsælt hér, sagði hún og andvarpaði. Svo sagði hún hressilega: - Það er best að ég nái mér í svuntu og þurrki syolítið af hér, það er hræðilega rykugt. Þau gengu upp stigann og svo áfram upp hringstiga sem lá upp á^hanabjálka. Þar var gífurlegt gólfpláss og illa upplýst. Þykkt ryk- lag var á öllu sem þar var og kóngulóarvefur milli bita og bjálka. Úttroðnum töskum, göml- um stólum með háum bökum og gömlum, fallegum borðum var hrúgað saman um allt loftið. Janet starði á þetta allt og gleymdi um stund hvaða erindi þau áttu uþp á loftið. Hún var áköf og æst. - Sjáðu Tim, sagði hún, - þetta borð í stíl Önnu drottningar er hreinasta þing. Og sjáðu þessa gömlu dragkistu. Og þarna er stórkostlega fallpg, gömul 'kista. Það er hreinn skrælingjaháttur að láta þetta grotna niður hérna. Öll þessi fallegu, gömlu hús- gögn eru miklu verðmætari en þetta drasl sem við höfum tínt saman. Við getum gert samkomusalinn alveg einstakan með þess- um húsgögnum. Hún var rjóð af ákafa. Hún var með ryk á nefinu, hendurnar svartar af óhreinindum en augu hennar Ijómuðu. - Þú veist að ég hef alltaf haft áhuga á gömlum munum. Við gætum hreinlega breytt öllu húsinu með þessu. Þetta eru dásamlegir hlutir. / FflTAJtö ÓE5Ú5 l/rtTA/S- FALli'Ð Í)RAUÍr /V\jo& f REiÐ HRoP X Eía/5 OLMuZ HiTÆR. l'iKA'H5- \jöKvi kast 'A UTíKn 3 r ► lc > ys þdDt) g V > . / Mj (kfl I 'A V > / Stjaku MaJott 5TE FrJA 'N-’AT KE'JKQ /0 \J S \r * > FiíKuFJ S6LXÍ KLflf=i z * > ■*> > y- DACrA AJA M M'JLífiJA HrBXj - > > F&Ðfl QRu/VA n - SK ST. TÓ’LiL LE-i K II • / z 3 V r <p ? /o // /z Lausnarorð í síðasta blaði 1-7: KOLLVIK 40 VIKAN l.TBL.1991 KROSSGÁTUGERÐ: GUÐJÓN BALDVINSSON

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.