Vikan


Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 7

Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 7
L EIGUM H FRAMT1 L GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON STJÖRNU- SPEKINGUR í VIKU- VIÐTALI Sumir halda að hann sé spámaður, öðrum finnst hann fást við fánýta og einskis verða hluti. En vfst er að Gunnlaugur Guðmundsson stjörnu- spekingur hefur gengið eigin leiðir í lífinu. Ósjaldan hafa mætt honum fordómar og þröngsýni samferðamannanna en hann hefur haldið sig á sinni braut og náð settum mark- miðum. „Það er nautið í mér sem seiglast áfram og gefst aldrei upp,“ segir hann þar sem hann sit- ur á skrifstofu sinni í Miðbæjarmarkaðnum. „Ég var lengi að viðurkenna þá eiginleika sem nautið býr yfir. Ég er með tungl f fisk og var lengi framan af miklu meiri fiskur en naut. Mér fannst eitthvað svo hallærislegt að vera í nautsmerkinu, vildi miklu frekar vera bogmað- ur eða eitthvað þess háttar. En ég er orðinn sáttur við nautið núna.“ - Hvenær fékkstu fyrst áhuga á stjörnu- speki? „Mér finnst ég alltaf hafa haft þennan áhuga. Fyrst man ég eftir að hafa lesið stjörnuspána f Hjemmet en áhuginn byrjaði fyrir alvöru 1973 er ég var 19 ára gamall. Þá fór ég að leita-uppi allar bækur sem ég fann um þessi mál og panta þær sem ekki fengust. Ég var þá hættur í menntaskóla, hætti f byrjun fimmta bekkjar því ég var búinn að missa áhugann á náminu. Ég hef alltaf átt mjög erfitt með að vinna við það sem ég hef ekki áhuga á. Ég er þannig persónuleiki að ég helli mér út í það sem ég hef áhuga á og finnst skemmtilegt og eyði ekki tímanum í annað. Ég er eiginlega bæði man- ískur og latur. í skóla hafði ég mikinn áhuga á sögu og sálarfræði og hefði valið þær náms- greinar ef ég hefði haldið áfram. Ég var líka ágætur í tungumálum en hafði engan áhuga á stærðfræði. Ég tók þá ákvörðun að hætta í skólanum þar sem ég stóð frammi fyrir því að geta ekki sinnt því sem ég hafði áhuga á þar sem allur tími minn fór í að lesa það sem ég hafði ekki áhuga á. Mér fannst ég myndi eyði- leggja sjálfan mig ef ég héldi áfram, því ef maður pínir sjálfan sig á þennan hátt verður maður sljór og áhugalítill á flestum sviðum." - Hvað tók svo við hjá þér? „Ég fór að vinna á ýmsum stöðum, fyrst við Sigöldu, þá í byggingarvinnu, þrjár vertíðir var ég á sjó og svo fór ég á flakk. Ég var til dæmis eitt ár í Noregi, rúmt ár ( Danmörku og fór til Hollands. Ég hef unnið flest störf, unnið sem bensínafgreiðslumaður, við skrifstofu- og af- greiðslustörf. Árið 1976 var ég í Danmörku og fór þá með- al annars f bókabúðina Strubes en þar fást bækur um öll möguleg efni. Þarfengust marg- ar bækur um stjörnuspeki og þá byrjaði ég að safna bókum um þau efni. Þá vann ég hjá blaðadreifingarfyrirtæki og starfið fólst meðal annars í því að sendast með blöðin til áskrif- enda. Ég fór meðal annars í konungshöllina, man að Hinrik prins var áskrifandi að franska tímaritinu Francsoir. Ég þurfti að ganga inn eft- ir allri höllinni til að skila af mér blöðunum. Og eitt sinn gekk ég næstum í flasið á Anker Jörg- ensen er hann var að koma af ríkisstjórnar- fundi. Ég hætti í þessu starfi til að geta einbeitt mér að stjörnuspekinni, kom mér á sósíalinn og var á honum í tíu mánuði. Þá ákvað ég að fara heim og fá mér vinnu sem næturvörður. Ég kom heim 1978 og svo undarlega vildi til að einn af fyrstu mönnunum sem ég hitti var gamall skólafélagi minn sem var næturvörður á City hóteli á Ránargötunni. Hann ætlaði að fara að hætta og það varð úr að ég tók við af honum og var næturvörður þarna í þrjú ár, 1978-1981, þar til ég fór að vinna við stjörnu- spekina. Þarna var unnið fimm nætur og frí í tvær. Og í tvö ár tók ég mér ekkert annað frí en vaktafríið. Vaktirnar voru frá klukkan ellefu á l.TBL.1991 VIKAN 7 TEXTI: VALGERÐUR JONSDOTTIR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.