Vikan - 10.01.1991, Page 8
■ Margir héldu að ég
væri að klikkast og ég
var sjálfur farinn að
halda að það væri eitt-
hvað að mér. En mér
f innst ég vera Ijóslifandi
dæmi um að ég hafi
verið að gera rétt.
■ Metnaður minn liggur
í þvi að upplýsa fólk um
hinn náttúrlega arf
okkar og ég tel að það
geti hjálpað fólki
heilmikið I daglegu lífi.
kvöldin til átta á morgnana og ég las yfirleitt á
tímabilinu tvö til sex á næturnar og gerði
stjörnukort.
Ég hef alltaf lesið mikið af viðtölum og grein-
um, les til dæmis flestöll tímarit sem koma út
hér á landi og öll dagblöðin. Þegar ég les sum
af hinum fjölmörgu opinskáu viðtölum, sem
okkur bjóðast, geri ég gjarnan stjörnukort af
viðkomandi viðmælanda og reyni að átta mig
betur á honum. Þannig lærir maður stjörnu-
speki. Hún verður líka miklu meira lifandi þeg-
ar maður tekur dæmi úr lífi fólks og þess
vegna varð þessi bók til.“ Gunnlaugur tekur
fram bókina Stjörnumerkin sem kom út nú fyrir
jólin.
„Þessi bók er byggð á stjörnukortum 240
þekktra einstaklinga hér á landi. Hér er til
dæmis kafli um Höllu Linker og reynt að finna
út hvers vegna hún bjó í óhamingjusömu
hjónabandi í þrjátíu ár. Hallaer I nautsmerkinu
og með tungl í vog. En í korti hennar eru einnig
aðrar og ólíkari plánetur sem benda til ævin-
týralöngunar. Þess vegna giftist Halla Hal Link-
er eftir aðeins nokkurra daga kynni og fór með
honum út um allan heim. Hún stóð áður í
bréfasambandi við Spánverja og þeir menn
sem hún hittir eftir lát Hals eru einnig ævintýra-
menn."
Hann segist hafa lesið gríðarlega mikið af
alls kyns bókum þann tíma sem hann var næt-
urvörður og farið með allt kaupið í Bóksölu
stúdenta.
„Ég keypti bækur í guðfræði, heimspeki,
sálarfræði og sögu. Stjörnuspekin er samofin
menningarsögu mannsins og þeir sem hafa
enga trú á henni og telja hana bull og vitleysu
verða að minnsta kosti að viðurkenna þátt
hennar í sögunni. Heimsmynd mannsins er
stjarnfræðileg allt fram á 16. öld. Margir páfar
voru stjarnfræðingar eða höfðu slíka menn (
þjónustu sinni. Og sömu sögu er að segja um
konunga og keisara. Bókmenntirnar endur-
spegla stjörnufræðina, þannig er Makbeð til
dæmis úttekt og lýsing á sporðdrekamerkinu
og Hamlet lýsing á tvíburamerkinu svo dæmi
séu tekin. Læknar þóttu óhæfir til sinna starfa
ef þeir kunnu ekki stjörnuspeki eins og sjá má
á dómsmáli einu sem varðveist hefur frá þess-
um tíma. Þar eru tveir læknar að deila um
hvort betra sé að skera upp þegar tungl er í
vatnsbera eða fiskum.“
- Þótti mönnum þetta stjörnufræðigrúsk þitt
ekki skrýtið á þeim tíma?
„Jú, þá hafði mjög lítill hópur manna áhuga
á svokölluðum andlegum málefnum. Ég um-
gekkst mikið þá sem höfðu svipuð áhugamál
og ég. En flestum fannst ég vera að gera ein-
hverja vitleysu og hvöttu mig til að halda áfram
í skólanum. Margir héldu að ég væri að klikk-
ast og ég var sjálfur farinn að halda að það
væri eitthvað að mér. En mér finnst ég vera
Ijóslifandi dæmi um að ég hafi verið að gera
rétt. Ég rek núna mitt eigið fyrirtæki en ég hef
alltaf haft mikinn áhuga á rekstri fyrirtækja. Ég
held ég skuldi minna og sé með betri laun en
skólabræður mínir sem héldu áfram námi. Og
sumir þeirra eru nú í vinnu sem þeir hafa lítið
gaman af.“
- Hvernig er hægt að útskýra stjörnuspeki í
örstuttu máli?
„Stjörnuspeki er náttúruvísindi og yfirleitt
mikils metin þar sem maðurinn er í nánum
tengslum við náttúruna. Maðurinn er hluti af al-
heiminum og því getur það upplýst hann
heilmikið að vita um afstöðu himintungla á
fæðingarstundu - til að kynnast þeirri orku
sem hann býr yfir. En stjörnurnar hafa ekki
bein áhrif á líf okkar fremur en við höfum áhrif
á þær. Ég er enginn vitringur eða spámaður og
get alls ekki sagt fyrir um hvað gerist því við
erum öll fædd með frjálsan vilja og getum ráðið
því hvað við gerum. Metnaður minn liggur hins
vegar f því að upplýsa fólk um hinn náttúru-
lega arf okkur og ég tel að það geti hjálpað
fólki heilmikið í daglegu lífi.
Við erum oft á tíðum hætt að taka mark á
náttúrulegu innsæi okkar. Stjörnuspekin legg-
ur áherslu á einstaklingseinkenni hvers og
eins og því hefur hún verið illa séð í sumum
samfélögum, til dæmis í Sovétríkjunum. Sál-
fræðin hefur ekki haft kjark til þess að skoða
einstaklinginn, þar sem öll viðmið innan grein-
arinnar eru byggð á hópum. Mig langar til að
koma því til leiðar að menn geti tekið fram bók
um stjörnuspeki og flett henni þegar þeir eru
að ganga í gegnum óvissutímabil í lífi sínu.
Mig dreymir líka um að sjá tíma í framhalds-
skólunum þar sem spurningunni: Hver er ég?
væri velt upp. Ég er viss um að mér hefði sjálf-
um liðið mun betur í skóla ef ég hefði fengið
slíkar umræður."
- Hefurðu orðið var við fordóma í garð
stjörnuspekinnar?
„Já, aðallega frá tveimur hópum, rétttrúuð-
um Hvítasunnumönnum og rétttrúuðum vís-
indamönnum. Áhugamanneskjan um stjörnu-
speki er kona á aldrinum 30-40 ára. Hún kem-
ur til mín og fær stjörnukort fyrir sig, kemur svo
aftur og fær kort fyrir alla fjölskylduna. En ég
lenti í mörgum og ólíkum hlutverkum eftir að
ég fór að vinna við þetta 1981. Sumir héldu að
ég væri spámaður, geðlæknir, sálfræðingur
eða félagsráðgjafi. Ég er ekkert af þessu, ég er
bara að benda fólki á ákveðna leið til sjálfs-
þekkingar. Ég er að benda á ákveðið orkuupp-
lag. Mér finnst ég stundum vera eins og píanó-
stillingamaður, þar sem orkan er eins og tónar
sem stundum þarf að stilla."
- Hvernig skýrir stjörnuspekin það hve
menn eru ólíkir þó þeir séu fæddir á sömu
stundu og á sama stað?
„Grundvallarorkan er sú sama en uppeldið
skiptir miklu máli. Maðurinn er hluti af náttúr-
unni og maður sem er fæddur f nauti er til
dæmis vor. Sá sem fæðist á ákveðinni stundu
ber merki þeirrar stundar í fari sínu. Það kann
að vera að á þeirri stundu hafi verið góð af-
staða til tónlistarræktunar. Tveir einstaklingar,
sem fæddir eru á þeirri stundu, standa ef til vill
ekki jafnt að vígi því annar fæðist inn í tónlist-
arfjölskyldu en hinn gæti til dæmis verið sonur
sjómanns. Annar þeirra verður ef til vill fiðlu-
snillingur en hinn meðlimur í bílskúrsbandi.
Stjörnuspeki er mjög gagnleg foreldrum til að
þeir geti vitað að hvaða eiginleikum þeir eiga
að hlúa í fari barna sinna.
Góður stjörnuspekingur verður að temja sér
ákveðið hlutleysi. Fyrst þegar ég var að byrja í
þessu fannst mér sum stjörnukort flottari en
önnur en eftir margra ára þjálfun hef ég komist
að því að það er engin afstaða betri en önnur,
afstöðurnar eru einungis ólíkar. Mönnum líður
ekki vel nema þeir séu að gera það sem þeim
líkar best og allt fólk er gott ef það er á réttum
stað. Hamingjan er ekki fólgin í því að ná í
eitthvað heldur vita hver maður er og hvað
maður vill og vera sjálfum sér samkvæmur. Ég
er til dæmis ekki f samkeppni við nokkurn
mann. Ég er ég og enginn annar er eins og ég.
Ef menn finna sinn farveg og rækta hann
verða þeir ánægðir og hamingjusamir en for-
sendan er að menn þekki sjálfa sig og viti hvað
þeir vilja. Ég öfunda til dæmis engan mann og
vildi alls ekki vera neitt annað en ég er.“
- Hefurðu ekki þurft að sigla móti straumn-
um með þessi viðhorf?
„Jú, en mér finnst ég vera oröinn mjög sterk-
ur persónuleiki. Það hafa verið mjög sterk öfl á
móti mér, svo sem Háskólinn og kirkjan. Sem
dæmi get ég sagt þér að þegar Stjórnunar-
félagið bað mig um að flytja fimmtán mínútna
fyrirlestur um stjörnuspeki nú fyrir skömmu
hótaði einn félaginn aö segja sig úr félaginu ef
það gengi eftir. Það eru mjög margir á móti
stjörnuspeki og hafa rægt hana og rakkað
niður. Mér þykir þessi gagnrýni auðvitaö leiðin-
leg en mér finnst ég hafa háleit markmið sem
ég vil berjast fyrir, þaö er að hver og einn læri
aö þekkja sjálfan sig betur og hafi þar með
möguleika á að lifa hamingjusamara lífi. Ég
hef staðfestu nautsins í mér og gefst ekki upp.
Sumir segja að nautið sé enn að berjast þegar
aðrir eru búnir að gleyma stríðinu."
- Þú segir að kirkjan sé á móti þér. Hvað
um þig? Ertu trúaður?
„Já, ég er það og ég er ekki á móti kirkjunni.
En ég held að viðbrögð við stjörnuspekinni ein-
kennist af hræðslu við hið óþekkta. Menn hafa
líka haldið að ég sé spámaður en það er, eins
og ég hef áður sagt, mesti misskilningur. Að
hluta til byggjast þessi viðhorf og þröngsýni á
pólitík, menn eru hræddir um að missa vald
sitt. Það er ákveðin verkaskipting innan sam-
félagsins, ríkisstjórnin á að leysa úr efnahags-
vandanum og sjá um veraldlega hluti en kirkj-
an á að sjá um andlegt uppeldi þjóðarinnar.
Vísindamenn, svo sem sálfræðingar, óttast að
stjörnuspekin taki eitthvaö frá þeim. Margir
þeirra sjá stjörnuspekina sem ógnun við þeirra
fag en ættu í staðinn að fagna henni sem
viðbót. Tveir uppáhaldsstjörnuspekingar mínir
eru til dæmis menntaðir sálfræðingar en vinna
sem stjörnuspekingar. Það eru Lez Greene,
bandarísk kona sem búsett er í Bretlandi, hún
er doktor í sálarfræði en starfar sem stjörnu-
spekingur, og Stephen Arroyo sem skrifaði
mastersritgerð í sálarfræði um stjörnuspeki og
starfar nú sem slíkur. Liz Greene rekur stjörnu-
spekiskóla í Lundúnum ásamt Howard Sasp-
ortas sem einnig er einn af fremstu stjörnu-
spekingum heims.
Mér finnst að menn ættu að fagna þeirri við-
8 VIKAN l.TBL. 1991