Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 39
AFTURGONGUR
FASTAGESTIR
SMÁSAGA EFTIR JOHN COLEMAN
Þau höffðu lagt aleigu sína í gamla herragarðinn. Þar
ráku þau hótel en það leit út ffyrir að þau yrðu að
hætta hótelrekstri. Einn gesturinn aff öðrum hafði far-
ið vegna þess að það var reimt í húsinu ...
Tim Randall, eigandi Herragarðshót-
elsins var með skuggalegan svip á
veðurbitnu andlitinu þegar hann var
að fara yfir reikningana sem lágu á
skrifborðinu. Hann hafði líklega hag-
að sér eins og flón, hugsaði hann uppgefinn.
Þau Janet höfðu lagt aleigu sína í þetta hót-
el og nú var komið að því að þau urðu að
horfast í augu við gjaldþrotið. „Gamall
herragarður til sölu fyrir Iftið verð.“ Þannig
hljómaði auglýsingin, óskastaður fyrir hótel
úti í sveit.
En þau höfðu ekki vitað neitt um hvít-
klæddu kvenveruna sem leið um gangana á
nóttunni, þau vissu heldur ekkert um litla,
Ijóshærða drenginn sem stakk höfðinu út á
milli gluggatjaldanna og hló svo það glumdi
í göngunum. Svo höfðu þau ekki heldur
heyrt um Fransiskusarmunkinn sem rápaði
fram og aftur um garðinn með talnaband
milli fingranna.
- Sjálf höfum við ekkert séð eða heyrt,
hugsaði Tim og var þungur í skapi. Þjón-
ustufólkið heyrir ekki neitt, það býr í nýju
álmunni. Það eru gestirnir sem orsaka þessi
vandræði.
Hann hugsaði til feitu, ríku ekkjunnar frá
Manchester sem kom æðandi niður eins og
stríðshestur og æpti um að hvítklædd vera
hefði komið inn á herbergið sitt um nóttina.
Svo var líka fúllyndi prófessorinn að kvarta
undan því að hann hefði heyrt í krakka sem
hljóp um gangana og hló eftir að ró var kom-
in á á kvöldin. Hann hafði flýtt sér að setja
niður í töskur sínar og kveðja þegar hann
komst að því að það var ekkert barn á hótel-
inu.
Dyrnar að skrifstofunni opnuðust hljóð-
lega og Janet kom inn.
- Hann er hættur, sagði hún við Tim, -
Pierre, franski kokkurinn. Hún reyndi að
brosa en það sáust greinileg ummerki eftir
tár á kinnum hennar.
- Þetta er mér að kenna, sagði hann. -
Ég hélt að það hefði eitthvert aðdráttarafl að
auglýsa franskan kokk. En Pierre er ekki
eins duglegur og venjuleg matselja. Honum
þótti ekki einu sinni gaman að búa til mat.
Hann lærði matargerð aðeins til að þóknast
skyldfólki sínu. Hann andvarpaði.
- Við verðum að reyna að ná í kvenmann-
inn frá Woodlands Farm, þessa sem þú
varst að tala um. Við gætum þá auglýst fyrsta
flokks enska matargerð, finnst þér það ekki?
Hann hló, hálfhjálparvana. Janet lagði hönd-
ina á öxl hans.
- Vertu ekki svona áhyggjufullur, ástin
mín. Þetta lagast allt.
- Ef ég gæti bara komist til botns í þessu,
sagði hann og æddi aftur og fram um gólfið.
- Já, það skorti auðvitað ekki viðvaranir.
Manstu eftir bréfinu frá Jack?
Janet kinkaði kolli. Jack mágur hennar
hafði komist vel áfram í auglýsingastarfi í
Ameríku og hann hafði verið skelkaður þeg-
ar hann heyrði um herragarðsævintýri
þeirra.
- Snertu ekki slíkt með töngum, hafði
hann skrifað.
- Húsið er greinilega komið að falli. Rör
og allar pipulagnir áreiðanlega forngripir og
þið getið bókað að húsið er fullt af músum.
Nú á dögum tekur fólk þægindin fram yfir
allt.
Frh. a næstu opnu
1. TBL. 1991 VIKAN 39