Vikan - 10.01.1991, Blaðsíða 25
Kfnverskl
kokkurinn á
myndlnnl
hefur
sannarlega
ástæðu tll
að brosa
enda hefur
hann llklega
aldrei haft
elns fagrar
konur f mat.
Fulltrúl íslands, Lfsa Björk
Davíðsdóttir, f keppnlnni um
titilinn ungfrú Evrópa á Taiwan.
„Þeir gerðu mikið úr þessu,
bæði sjónvarp og útvarp. Ég
fór í eitt útvarpsviðtal þar sem
ég var spurð um hagi mína,
við fórum nokkrar saman í
sjónvarpið og svo var þarna
dagblað sem heitir Da-Min og
birti myndir af okkur á hverjum
degi."
- Hvernig fór svo keppnin
fram?
„Hún var miklu erfiðari en sú
sem ég tók þátt í hér á ís-
landi."
- Hvernig var aðbúnaður-
inn?
„Við vorum tvær saman í
herbergi, ég og ungfrú Món-
akó. Hún er sautján ára gömul
en þarna voru þátttakendur
upp f tuttugu og sex ára. Hó-
telið var fínt og þetta var bara
allt alveg rosalega gott. Ég
kunni vel við hinar stelþurnar."
- Hittust þið fyrst þarna úti?
„Nei, við höfðum flestar hist
í Zurich í Sviss, deginum áður
en lagt var af stað til Malasíu
og þaðan í tólf tímatil Taiwan.“
- Hvað er þér minnisstæð-
ast úr þessari ferð?
Lísa Björk veltir vöngum og
lætur augun reika því að hún
þarf að hugsa málið.
„Thja,“ segir hún svo. „Upp-
lifunin að hafa farið til Taiwan.
Þarna er menningin og fólkið
allt öðruvísi en maður á að
venjast. Svo var gaman að
kynnast stelpunum og fá jóla-
kort frá þeim öllum."
- Hvernig er maturinn
þarna?
„Hann er mjög sérstakur.
Við fengum að smakka alls
konar góðgæti. Þarna var eng-
inn skyndimatur. Allt sem við
fengum var æðislega flott, til
dæmis sjávarréttirnir."
- Kom eitthvað þér á óvart?
Aftur þarf hún að hugsa
málið en kemst svo að raun
um að ekkert hafi í rauninni
komið henni á óvart.
„Skipulag keppninnar var
mjög blátt áfram en keppnin
sjálf var miklu erfiðari en hér
heima," segir hún svo. „Ég
held líka að við höfum haft gott
af því að vakna svona
snemma á morgnana."
Frh. á næstu opnu
Ungfrú Evrópa 1990 er frá Sviss
og var herbergisfélagi Sigrúnar
Jónsdóttur sem var fulltrúi
íslands í keppninni „Queen of
the World“ f Þýskalandi i
október.
M 'm H& t \ Jk f
Fegurðardrottningar í boði utanrikisráðherra Taiwan.
1.TBL1991 VIKAN 25