Vikan - 10.01.1991, Side 13
aö mæta þörfum þroskaheftra barna. Þau áttu
engan tilverurétt, svo einfalt var þaö.
- Þetta hlýtur að hafa verið þér erfið lífs-
reynsla.
• Já, víst er það en hvernig sem á því stendur
þá eflist maöur við erfiðleikana. Þaö hefur ver-
ið sagt aö sumir fái vængi þegar þeir mæta
erfiðleikum í lífi sínu á meðan aðrir fái sér
hækjur. Það er heldur ekki spurning um hvað
lagt er á hvern og einn í lífinu heldur hvernig
hann tekur því. Það er eðlilegt að bogna undan
erfiðleikunum en ekki að brotna. Mest er um
vert að standa sig og taka hlutunum eins og
þeir eru, reyna ekki að fegra þá heldur snúa
neikvæðri reynslu upp í jákvæða. Þetta er
hægt. Þegar ég komst að því hvað var að
börnunum mínum hefði ekki verið nokkur
vandi að gefast hreinlega upp en það hvarflaði
aldrei að mér. Ég er vön því frá upphafi að
þurfa að standa mig og gerði það. Um annað
var ekki að ræöa.
- Hvernig gekk þér að koma börnunum
þínum í skóla?
Það var skóli í hverfinu þar sem við bjuggum
en hann var auðvitað ekki ætlaður börnum
mínum öllum. Ég bjó steinsnar frá Langholts-
skólanum en það var ekki einu sinni til um-
ræðu að þroskaheftu börnin færu þangað.
Meira að segja róluvellirnir voru þeim lokaðir.
Þeir voru fyrir öll önnur börn en mín. Mér var
vinsamlega bent á að fara með þau eitthvað
annað. En hvert átti ég að fara? Það var hvergi
gert ráð fyrir börnunum mínum. Það sama var
uppi á teningnum þegar kom að skólagöngu
þeirra. Þegar Hjalti, elsta barnið mitt, komst á
skólaskyldualdur reyndust allar leiðir lokaðar.
Skólaskyldan náði ekki yfir hann. Öllum börn-
um var skylt að ganga í skóla en ekki honum.
Svo ég tók málið í mínar hendur og réð sér-
kennara til að kenna honum. Kennsluna
greiddi ég vitaskuld úr eigin vasa. Eftir að hafa
kennt drengnum um hríð gaf sérkennarinn út
vottorð um að Hjalti væri ágætlega greindur,
gæti lært og skylda væri aö leyfa honum að
stunda skólanám. Þetta varð til þess að Hjalti
komst að lokum inn í Höfðaskóla. Þegar svo
Auður, dóttir mín sem er fædd 1960 og er fimm
árum yngri en Hjalti, komst á skólaaldur hófst
sama baráttan aftur. Það var ekki fyrr en eftir
langa mæðu og ótal krókaleiðir að hún komst
inn í Höfðaskóla. Magnús Magnússon, skóla-
stjóri Höfðaskóla, veitti mér hjálp í því máli
sem og öðrum. Magnús hafði skilning á vanda
þroskaheftra og vilja til að hjálpa þeim.
- Hvað um Höllu, heilbrigðu dótturina,
var ekki erfitt fyrir hana að alast upp með
tveimur þroskaheftum systkinum?
Jú, það gefur augaleið að það var ekki auð-
velt. Stundum fannst mér það vera allra erfið-
ast. Ég hafði miklar áhyggjur af því að hún yrði
útundan þar sem systkini hennar þurftu svo
mikla umönnun. Það sem bjargar henni er að
hún er óvenju vel gerð stúlka og þó að að-
stæðurnar í uppeldinu hafi ekki verið þær
ákjósanlegustu hefur hún spjarað sig mjög vel
og staðið sig með prýði í öllu sem hún hefur
tekið sér fyrir hendur.
- Nú skilduð þið hjónin þegar börnin
voru enn ung. Var ekki erfitt að vera ein-
stæð móðir með þrjú börn?
Ég hugsaði ekki mikið um það enda til-
gangslaust að eyða tímanum í að hugsa um
það sem ekki er hægt að breyta. Ég aðlagaði
mig bara þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru
og gerði mitt besta. Ég fór að vinna fullt starf
við heimahjúkrun og hugsaði um mín börn
þegar heim kom eins og aðrar mæður.
- Hvar eru Hjalti og Auður núna?
Þau eru bæði á Skálatúni og búa þar í sama
húsinu. Aðra hverja helgi og allar hátíðar eru
þau hjá mér. Margir eru að vorkenna mér að
hafa lítinn tíma fyrir sjálfa mig og það má vera
að þeir hafi rétt fyrir sér. En því fólki bendi ég
á aö það er ekki eintóm sorg að eiga þroska-
heft börn. Því fylgir mikil gleði og stundum hef-
ur mér dottið í hug að þau séu englar en ekki
mennskar verur. Þau eru svo góð og glöð og
þakklát fyrir allt sem fyrir þau er gert. Sálir
þeirra eru svo hreinar og saklausar að þau
þekkja ekkert illt og hugsun þeirra er falleg og
fölskvalaus. Við höfum öll gott af því að um-
gangast slika einstaklinga og getum svo sann-
arlega mikið lært af þeim.
- Hafa miklar breytingar átt sér stað í
máiefnum þroskaheftra frá því að þú varst
með börnin þín ung?
Já, sem betur fer. Þegar ég eignaðist mín
börn voru viðhorfin á þann veg að það var bara
mitt einkamál ef svo má að orði komast. Það
kom samfélaginu ekkert við. Enginn veitti held-
ur þann stuðning sem þarf við slíkar aðstæður.
Viðhorfin voru, eins og áður segir, þau að
þessi börn ættu ekki tilverurétt í mannlegu
samfélagi. Þau áttu heima á þar til gerðum
stofnunum og hvergi annars staðar. Fólk skildi
ekkert í mér að láta þau ekki frá mér strax í
upphafi. Það var eins og sumir héldu að for-
eldrar bæru ekkii sömu tilfinningar til vangef-
inna barna sinna og þeirra heilbrigðu. Þetta er
mikil fáviska. Barnið þitt er alltaf barnið þitt,
hvernig sem það er. En stuðning fékk ég ekki
og yfirleitt talaði fólk ekki um þroskaheftu börn-
in mín við mig. Líklega hefur þar ráðið ein-
hvers konar hræðsla og eins og við vitum er
undirrót hræðslu oftast vanþekking. En sem
betur fer eru alltaf til undantekningar. Jakob
bróðir minn og Kristín kona hans studdu mig
eins og þeim var unnt.
En svo ég víki að ástandinu núna þá er það
svo miklu betra en það var að þaö er ekki hægt
að líkja því saman. Meö tilkomu Greiningar-
stöðvar rikisins er hægt að greina börn svo
miklu fyrr og það er mest um vert. Það er nefni-
lega það versta þegar foreldrar eru ekki vissir
í sinni sök og geta ekki fengið afdráttarlaus
svör varðandi ástand barna sinna. Mestu
skiptir að fá að vita um vangefni sem allra fyrst
og ég vil ráðleggja foreldrum að taka því sem
hverju öðru sem að þeim er rétt í lífinu og
vinna með börnin út frá þeirri vissu.
- Þú hefur ferðast víða þrátt fyrir að þú
hafir verið bundnari yfir börnum þínum en
flestir foreldrar.
Já, það er rétt, ég hef ferðast til margra
landa og nýt þess mjög að skoða nýja staði og
kynnast annarri menningu en þeirri sem við
eigum að venjast. Eitt sinn sigldi ég til Alsír og
er sú ferð mér ógleymanleg. Ég fór einnig til
Grikklands og það er ólýsanleg reynsla að
skoða Akropólis og anda að sér sögu og
menningu Grikkja. Fyrir utan að hafa farið til
flestra þeirra landa sem ferðamannastraumur-
inn liggur til á ég mér uppáhaldsborg og það er
París. En líklega er ein ferð sem stendur öðr-
um ofar í minningunni og það er ferð sem ég
fór til ísraels. Við fórum að Genesaretvatninu,
að ánni Jórdan og að grátmúrnum. Það var
stórkostlegt aö sjá fólksfjöldann standa við
múrinn og þylja bænir sínar og troða þeim á
Frh. á bls. 49
Rannveig heima í sveitinni á Smára, sem hún
síðar seldi til að eiga nægilegt fé fyrir
hjúkrunarnáminu.
■ Þegar Hjalti, elsta
barnið mitt, komst á
skólaskyldualdur
reyndust allar leiðir
lokaðar. Skólaskyldan
náði ekki yfir hann.
■ Ég aðlagaði mig bara
þeim aðstæðum sem
fyrir hendi voru og gerði
mitt besta.
■ Það er ekki eintóm
sorg að eiga þroskaheft
börn. Því fylgir mikil
gleði og stundum hefur
mér dottið í hug að þau
séu englar en ekki
mennskar verur.
1. TBL 1991 VIKAN 13