Vikan


Vikan - 10.01.1991, Síða 41

Vikan - 10.01.1991, Síða 41
- Ég fer aö halda aö þú sért hrifin af staðnum, sagöi hann. Áhugasvipurinn á andliti hennar fölnaöi. - Já, það held ég, en nú er þaö bara of seint. - Það er ekki of seint. Tim var nokkuð hvassyrtur. - Komdu, viö skulum vita hvað við finnum í kistunni. Hann varö aö beita kröftum til að snúa lyklinum í ryðguðum lásnum, en í kistunni var ekkert annað en gulnað lín, sem ennþá ilmaði af lavendel, Þau rannsökuðu allt loftið, tommu fyrir tommu, börðu í veggina og stöppuðu í gólfið en án nokkurs árangurs. Þetta var aðeins stórt hanabjálkaloft, fullt af gömlum munum sem fyrri kynslóðir höfðu orðið fullsaddar af. Tim og Janet gengu niður á næstu hæð og leituðu. Þau fóru inn í stóra gesta- herbergið. Það var geysilega stórt og fullt af gömlum húsgögnum. Himinhvílan með rauðu flauelstjöldunum var svo rómantísk að þau höfðu ekki tímt að hrófla neitt við þessu herbergi. Nú þukluðu þau alla vegg- ina og allt í einu rak Janet upp hljóð. - Flýttu þér, komdu hérna og sjáðu. Það er herbergi bak við rúmið. Ég kom við vegg- borðið þarna og þá rann það til hliðar. Hún var himinlifandi en dauðhrædd um leið. Tim kveikti á eldspýtur og hélt henni að dimmu dyraopinu. Þetta var geymsla eins og þær sem oft voru notaðar til að geyma blaða- og bréfadrasl og stundum verðmæt skjöl. Janet gekk að hillu og greip handfylli af gömlum bréfum. Þau fóru með þau út að glugganum og allt í einu fannst þeim sem sorg og gleði frá liðnum tímum væri komin nær. Janet hélt nokkrum blöðum í hendinni og þau reyndust vera úr gamalli biblíu. - Þetta setur raunveruleikablæ á þetta allt saman, sagði hún lágt og svipur hennar var alvarlegur. Þetta hefur verið venjulegt fólk eins og við tvö og ég er viss um að því hefur þótt vænt um þetta hús. Hún varð skyndilega náföl og starði fram fyrir sig, skelfingu lostin. - Heyrðu, heyrðiröu þetta? Þetta var barn sem hljóp hlæjandi eftir ganginum. Hann lagði sterklega hönd sína yfir munn hennar. - Segðu ekki meira. Þú hefur ekki heyrt nokkurn skapaðan hlut, skilurðu það? Hún sneri sig lausa, undrandi á svip. - En ég er viss um að ég heyrði það. Heyrðir þú það ekki líka? - Nei, sagði Tim, frekar dauflega, - og það eina sem róar þessa taugaveikluðu gesti okkar er að við hvorki sjáum né heyr- um nokkuð óvenjulegt. Nú getum við ekki svarið fyrir það, að minnsta kosti ekki þú. - Mér þykir þetta leiðinlegt, sagði hún lágmælt. - En ég er viss um að ég heyrði í barninu. Þau fóru niður i eldhúsið og byrjuðu að undirbúa kvöldmatinn þar sem þau höfðu orðið að sjá á bak meistarakokkinum Pierre. Allt í einu rauf Tim þögnina. - Janet, ertu til að gera eina tilraun ennþá? Hún leit upp frá pottunum og sagði. - Auð- vitað, ástin mín. Hefurðu hugsað um nokkuð sérstakt? - Við skulum sitja í stóra gestaherberg- inu í nótt, þú og ég, sagði hann rólega, - og vita hvort við sjáum ekki afturgöngurnar. Næturkyrrðin hafði lagst yfir gamla Herra- garðshótelið. Gestirnir höfðu farið snemma í háttinn. Það heyrðist ekkert nema ugluvæl inn um gluggana. Janet nötraði af hræðslu og þrýsti sér fast upp að Tim. Þau höfðu sett púða og teppi á gólfið. Tim hafði vasaljós við hlið sér og Janet hafði komið með hitabrúsa með kaffi ( og nokkrar brauðsneiðar. Gluggatjöldin voru dregin frá og bleikur máninn lýsti herbergið upp. Skuggar, sem minntu á svartklædda verði, voru sitt hvorum megin við fornlegt snyrtiborðið. Þau bjuggu sig undir langa vökunótt. í fyrstu hrukku þau við við minnsta hljóð en eftir því sem leið á kvöldið urðu þau ró- legri, fóru að slaka á. Tim fann að höfuðið á Janet var þyngra á öxl hans svo hann vissi að hún hafði fallið í svefn. Vesalingurinn, hún hafði átt erfiðan dag. Hann fann hve erfitt hann átti með að halda augunum opn- um en var samt ákveðinn í því að vaka. Allt i einu stirðnaði hann uþþ. Þaö heyrðist skölt og eitthvert ískrandi hljóð utan úr garð- inum. Hann slakaði aftur á og skammaðist sín fyrir að hrökkva svona við. Þetta voru auðvitað aðeins kettir! Augnlok hans voru eins og blý og þegar hann hugsaði um þetta síðar var hann viss um að hann hafði líka blundað. Hljómurinn frá kirkjuklukkunni, sem sló um miðnættið, vakti hann. Á fyrsta augnablikinu, sem hann var vakandi, sá hann dyrnar á gestaherberg- inu opnast hægt. Hann sat sem frosinn væri og gat ekki hreyft sig. Hann sá hana - veru f hvítum klæðum með logandi kerti í hend- inni. Áður en hann gat komið upp nokkru hljóði var hún horfin. Það var ekkert að sjá. Hann hafði sjálfur læst dyrunum og þær voru læstar. Hann fann kaldan svitann spretta út um sig allan og nötraði af skelfingu. Hann gladdist yfir að Janet vaknaði ekki. Þegar hann náði sér eftir þetta áfall fór hann að hugsa að þetta hefði verið vinaleg afturganga, eiginlega Ijómandi snotur. Hon- um var Ijóst að ef hann sæi hana aftur yrði hann örugglega ekki hræddur. Hann var ekkert syfjaður og sat hugsandi þangað til fyrsta dagskíman lýsti inn um gluggana. Þá var það að Tim fékk alveg stórkostlega hugmynd, svo stórkostlega að hann var hálf- lamaður þangað til klukkan sló sjö og mál að byrja nýjan dag ... Tim kom út á tröppurnar fyrir framan gamla Herragarðshótelið sem hafði breytt um svip á síðustu tveim árum. Nú bar allt þarna vott um velgengni, jafnvel hann sjálfur. Hann var farinn að fitna svolítið og glaðlegt andlit hans bar vott um ánægju og glaðværð. Sex stórir, glæsilegir bílar stóðu við innganginn. Bréfið frá bróðurnum kom í huga hans, svarið við bréfinu sem hann hafði skrifað honum morguninn eftir vöku- nóttina. Hann brosti þegar hann hugsaði um orð Jacks: - Að gera óþægindi ákjósanleg - það getur verið sniðugt í viðskiptum. Láttu gamminn geisa, ég skal sjá um það sem hægt er að gera hérna megin við hafið. Og það hafði hann gert, góði, gamli Jack... Janet kom inn um hliðið með hóp af gestum. Augu hennar Ijómuðu og hún var Ijómandi lagleg og vel klædd. Karlmennirnir voru með Panamahatta og í skrautlegum skyrtum. Þeir reyktu stóra vindla. Konurnar Norsku Stíl ullarnærfötin Híý og notaleg nvenær sem er. Dæmi um verð: Buxur Bolir einf. fóðr.* einf. fóðr.* 1819- 1876- 2334- 2495- Stuttermabolir kr. 2058- * fóðruð með mjúku Dacron efnl. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 voru glæsilega klæddar, á ameríska vísu. Tim heyrði einn manninn segja við Janet: - Já, frú, ég sá auglýsinguna frá ykkur í blaðinu heima, svo ég sagði við sjálfan mig: - Silas, þú verður að komast á þetta litla enska hótel þótt það verði þín síðasta ferð. Já, ég man greinilega hvernig auglýsingin var: - Enskt herragarðshótel, gamaldags þægindi, táknrænt breskt sveitasetur, með þrjár afturgöngur sem fastagesti. Já, frú ég ætla að sjá þessar afturgöngur áður en ég fer aftur til Ameríku . .. l.TBL. 1991 VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.